Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 66

Jökull - 01.12.1991, Side 66
Þorvaldur líklegt að gosið hefði við Mávahlíðar eftir að land byggðist og að þaðan væri kominn hluti Afstapahrauns. Guðmundur Kjartansson (1954) varð fyrstur jarðfræðinga til að kanna Kapelluhraun og Obrinnis- hólabruna svo nokkru næmi. Taldi hann að Kapellu- hraun og Óbrinnishólabruni væru mynduð í einu og sama gosinu einhvern tíma á fyrstu öldum Islands- byggðar, en Hellnahraun taldi hann eldra. Einnig taldi Guðmundur farveg Kaldár hafa horfið undir Brunann. í grein sinni um Búrfellshraun (Guðmundur Kjartansson 1973) hugleiðir Guðmundur hvort Hellnahraun og Hafnarfjarðarhraun séu eitt og sama hraunið en tekur ekki afstöðu, vegna skorts á gögnum. Jón Jónsson hefur nokkrum sinnum ritað um hraun á svæðinu. I grein um gjallgígana Óbrinnishóla (Jón Jónsson 1974) birti hann niðurstöður geislakolsákvar- ðana á aldri gíganna og taldi hann þá vera liðlega 2100 ára gamla. Nafnið Óbrinnishólar bendir hins vegar eindregið til að gígainir hafi einhvem tíma eftir að land byggðist verið umflotnir hrauni. Jón Jónsson (1978a, 1978b) hefur einnig látið ákvarða aldur Kapelluhrauns með sömu aðferð og telur það runnið í byrjun elleftu aldar. Úr gígum nyrst í Undirhlíðum hefur runnið hraun sem Jón Jónsson (1978a, 1983) nefnir Gvendarsels- hraun. Undir því hefur hann fundið Landnámslagið og út frá aldursgreiningu með geislakolsaðferð telur Jón hraunið runnið á elleftu öld. í framhaldi af þessum niðurstöðum hefur Jón stungið upp á því að Ögmundarhraun, Kapelluhraun og Gvendaiselshraun hafi öll orðið til í einni goshrinu á fym hluta elleftu aldar (Jón Jónsson 1982, 1983). Líkt og Guðmundur Kjartansson gerir Jón Jónsson (1978a, 1983) ráð fyrir að Hellnahraun sé gamalt og telur það runnið frá svonefndri Hrútagjárdyngju. Frá henni em komin hraunin í Almenningum og þau mynda reyndar alla ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Á jarðfræðikorti Náttúmfræðistofnunar og Land- mælinga íslands af Suðvesturlandi (Kristján Sæmunds- son og Sigmundur Einarsson 1980) em Kapelluhraun og Gvendarselshraun sýnd eins og á korti Jóns Jónssonar (1978a). Hraunið frá Óbrinnishólum er þar talið eldra og Hellnahraun er einnig talið komið frá Óbrinnishólum en ekki talið hluti af Hrútagjárdyngju. Upptalning þessi sýnir að þótt fáir hafi glímt við kortlagningu hraunanna á þessu svæði, þá hafa niðurstöðurnar orðið æði fjölbreyttar. 4. GOSSPRUNGA KRÍSUVÍKURELDA Gosspmngan og hraunin sem frá henni hafa runnið em sýnd á 1. mynd. Eins og flestar gosspmngur á Suðvesturlandi hefur hún meginstefnu nálægt N45°A. Gjallhröngl syðst í austurhlíð Núpshlíðarháls markar suðvesturenda gígaraðarinnar en norðaustur- endinn er austanvert í norðausturenda Undirhlíða, á móts við Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Vegalengdin milli enda sprungunnar er um 25 km. Syðst í Núpshlíðarhálsi er austurhlíðin orpin gjalli og hrauni sem sést vel af Isólfsskálavegi þar sem hann liggur næst hálsinum. Gígaröðin liggur til norðausturs í eða við vesturhlíð Móhálsadals, allt norður undir Vigdísarvelli, fyrst slitrótt en síðan samfellt, og sumstaðar er gígaröðin tvöföld. Um þremur kíló- metmm sunnan Vigdísarvalla breytist stefnan skyndi- lega; gígaröðin sveigir þvert yfir dalinn og fær síðan mun norðlægari stefnu. Áfram liggur hún skástígt norður með vesturhlíð Sveifluháls að Slögu og þaðan slitrótt með Vigdísarhálsi að Traðarfjöllum og hefur þá hliðrast aftur að Núpshlíðarhálsi. Gosspmngan liggur um Traðarfjöll vestanverð og í dalverpinu milli þeirra og Núpshlíðarháls. Á móts við Djúpavatn slitnar gosspmngan en tekur sig upp aftur skammt norðan við vatnið. Þar em nyrstu gígamir á suðurhluta sprung- unnai' utan í Núpshlíðarhálsi, beint vestur af Hrútafelli. Þar sem landið liggur hæst í Móhálsadal slitnar gossprangan en hún tekur sig upp á ný skammt norðan við Vatnsskarð, en þar er landið tekið að lækka vemlega. Þaðan liggur gígaröðin, tvöföld á kafla en nokkuð slitrótt, áfram til norðausturs vestan undir móbergshryggnum Undirhlíðum. Skammt norðan Bláfjallavegar sveigir gígaröðin upp í móbergið og norðausturendi hennar, sem Jón Jónsson (1978a) hefur nefnt Gvendarselsgíga, liggur austan undir nyrsta hluta Undirhlíða, skammt sunnan við Kaldársel. Skammt vestur af Mávahlíðum er um 400 m löng gígaröð. Mjög er líklegt að hún hafi myndast í þessari sömu goshrinu. Stefna gígaraðarinnar er um N60°A, sem er urn 15° frávik frá meginstefnu gosspmng- unnar. 64 JÖKULL, No. 41, 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.