Jökull - 01.12.1991, Side 68
Lækjarvellir
Undirhlíðar
Vigdísarvellir
2. mynd. Jarðvegssnið frá
Lækjarvöllum, Vigdísarvöllum og
Undirhlíðum. Staðsetning sniða er
sýnd á 1. mynd. Fig. 2. Soil
profiles from Lækjarvellir,
Vigdísarvellir and Undirhlíðar.
Locations are shown in Fig. 1.
sunnan Traðarfjalla. Þar er hraunið víðast slétt hellu-
hraun en í dalnum ofanverðum er það að verulegu
leyti horfið undir framburð lækja, sem er afar mikill á
þessum slóðum. Móbergið í hálsunum í grennd er
mikið ummyndað vegna jarðhita og því auðrofið.
Jafnhliða ummynduninni þéttist bergið þannig að
úrkoma hripar ekki beint niður, eins og víðast á
Reykjanesskaga, heldur myndar læki sem renna á
yfirborði. Þeir hverfa reyndar fljótlega niður í jörðina
er þeir koma út fyrir ummyndaða svæðið. Af þessum
sökum er ógemingur að segja til um þykkt hraunsins
í dalnum. Meginhraunið hefur komið upp í dalnum
sunnanverðum. Þegar hraunið fellur suður úr dalnum
breytist það að mestu í úfið apalhraun, enda búið að
renna alllangan veg frá gígunum. Hraunið hefur síðan
runnið allt til sjávar og fyllt hina fomu Krísuvík. Ætla
má að á flatlendi sé hraunið víðast um 5-10 m þykkt
og miklu þykkara þar sem það náði út í sjó. I
Móhálsadal er það eflaust nokkru þynnra og vart
meira en 3-4 m þykkt, en slík tala er þó ágiskun ein.
Flatarmál hraunsins er um 18,6 km2 og ef gert er ráð
fyrir 7 m meðalþykkt er rúmmálið um 0,13 km3.
Norður af Djúpavatni liggur ungleg gígaröð til
norðausturs eftir Móhálsadal, í beinu framhaldi af
gígum Krísuvíkurelda. Þegar fyrri hluti greinarinnar
var skrifaður var það álit okkar að gosið hefði á allri
þessari spmngu í Krísuvíkureldum, en þá hafði
aðeins syðsti hluti gossprungunnar verið kannaður að
fullu. Síðar hefur komið í ljós að þessir nyrstu gígar
eru eldri og hefur Landnámslagið fundist ofan á
hrauninu frá þeim.
5.2 Hraun við Lœkjarvelli
Skammt norðan við Djúpavatn hefur hraun runnið til
austurs frá litlum gígum sem þar liggja, austan undir
Núpshlíðarhálsi. Þunnfljótandi kvikan hefur myndað
helluhraun, sem víðast er 1-2 m þykkt, og hefur
lengst náð að renna austur að Hrútafelli, um 500 m
vegalengd. Hluti hraunsins er nú horfinn undir
framburð lækjarins á Lækjarvöllum. í jarðvegs-
sniðurn við gígana sést glöggt að Landnámslagið
liggur neðan við gjalldreif frá þeim en Miðaldalagið
ofanvið (sbr. 2. mynd). Flatarmál þessa hrauns er
0,47 km2 og ef gert er ráð fyrir tveggja metra
meðalþykkt er rúmmálið um 0,001 km3.
5.3 Mávahlíðahraun
Skammt norðan við Fíflavallafjall er móbergshryggur
er nefnist Mávahlíðar. Um 300 m vestan við hann er
stutt gígaröð og liggur frá henni stórskorin og torfarin
hrauntröð til norðausturs meðfram Mávahlíðum.
Hraunið, Mávahlíðahraun, hefur einkum runnið til
norðurs og norðvesturs, lengst um 3 km frá gígunum,
og fallið í tveimur fossum fram af Einihlíðum. Það er
66 JÖKULL, No. 41, 1991