Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 71

Jökull - 01.12.1991, Side 71
5. mynd. Skammt norðan við Kerin er „yfirborð jarðar eins og úr marmara og eins og steinlagt stræti". Mynd Haukur Jóhannesson. Fig. 5. “And the surface ofthe earth looked as ifit was made ofmarble and like a paved street. ” This is a part ofa medieval description ofa volcanic eruption, suggested to be the Krísuvík Fires. A scene just north ofthe small craters Kerin. Photo Haukur Jóhannesson. undirbúningsrannsóknir vegna byggingar álversins í Straumsvík voru boraðar holur gegnum Kapelluhraun sem sýna að það er 5-10 m þykkt (Haukur Tómasson og Jens Tómasson 1966). Flatarmál og rúmmál hraunanna er sýnt í 1. töflu. Syðri hraunin þekja samtals 19,1 km2 og er áætlað rúmmál þeirra um 0,13 km3. Nyrðri hraunin þekja 17,4 km2 og áætlað rúmmál er nokkru minna en syðri hraunanna, eða um 0,9 km3. Heildarflatarmál hraun- anna er 36,5 km2 og magnið um 0,22 km3. Aætluð meðalþykkt hraunanna er 6 m. 7. ALDUR HRAUNANNA í fyrri grein voru leiddar að því líkur að Ögmundar- hraun hafi runnið árið 1151 og er þar jöfnum höndum stuðst við frásagnir annála, geislakolsaldur og rann- sóknir á öskulögum. 7.1 Geislakolsaldur Þegar geislakolsgreining er gerð á koluðum jurtaleifum undan hraunum hérlendis er gert ráð fyrir að aldur gróðursins hafi verið lágur þegar geisla- kolsklukkan fór í gang. í 2. töflu er sýndur hámarks- aldur þeirra runna- og þófaplantna sem líklegt er að hafi verið aldursgreindar kolaðar. Reyndar vantar víðitegundir í töfluna vegna skorts á upplýsingum. Af töflunni sést að þær tegundir sem verða elstar (að eini undanskildum) ná mest 100 ára aldri. Þar sem efnis- magn í árhringjunum plöntunnar fer vaxandi með hverju ári, miðað við jafnþykka árhringi, verður geislakolsaldur lifandi plöntu aðeins um þriðjungur af raunverulegum aldri hennar. Því er líklegt að geisla- kolsaldur gróðurs, sem var aldursgreindur, hafi ekki verið meiri en um 30 ár og líklega mun minni. Þetta á við svo framarlega sem einir hefur ekki verið aldurs- greindur. Þar eð geislavirkni er svokallað slembiferli er aðeins hægt að meta rétt 14C hlutfall í sýni innan ákveðinna marka. Flestar 14C aldursgreiningar eru gefnar upp með einu staðalfráviki, sem þýðir að 68,3% líkur séu á að aldur sýnisins liggi innan uppgefinna ± marka. Ef bilið er aukið í tvö staðalfrávik aukast hkurnar upp í 95% og upp í 99% við þrjú staðalfrávik. Taka skal þó skýrt fram að óvissumörkin endurspegla eingöngu óvissu vegna sjálfrar mælingarinnar, en gefa enga vísbendingu um jarðfræðileg gæði sýnanna. Mældur geislakolsaldur er háður ýmsum ákvörð- unum og nálgunum. Til dæmis er reiknað með að styrkur geislakols í andrúmslofti sé þekkt og óbreytt stærð síðastliðin 70.000 ár. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, svo ekki verður um villst, að svo er ekki. Breytilegur styrkur l4C í andrúmsloftinu er nú allvel þekktur, út frá rannsóknum á geislakoli í trjám, og því er hægt að leiðrétta mældan geislakolsaldur. A JÖKULL,No. 41, 1991 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.