Jökull


Jökull - 01.12.1991, Page 73

Jökull - 01.12.1991, Page 73
3. tafla. Aldursgreiningar á koluðum jurtaleifum undan hraunum Krísuvíkurelda. Table 3. Radiocarbon dates ofcharcoal samples from the Krísuvík Fires. Hraun Lavaflow Tækjaaldur Measured age, BP Leiðréttur aldur, e.Kr. Calibrated age, AD Ögmundarhraun1 924±35 1035-1074, 1078-1131 1136-1142, 1148-1156 Kapelluhraun2 940±85 1002-1011, 1017-1162 1176-1188 Gvendarselshraun (U-2774) 875±75 1039-1100, 1117-1141 1150-1221 Krísuvíkureldar3 918±30 1037-1104, 1115-1141 1149-1157 1 Vegið meðaltal mælinganna U-4355, U-4356 og U-4005. Weighted mean of three samples. 2 Númer aldursgreiningarinnar kemur ekki fram hjá Jóni Jónssyni (1978a, 1978b, 1982). Number of 14c date is not given by Jónsson (1978a, 1978b, 1982). 3 Vegið meðaltal af mælingum á Ögmundarhrauni, Kapelluhrauni og Gvendarselshrauni. Weighted mean of samples from below Ögmundarhraun, Kapelluhraun and Gvendarselshraun lavaflow. aldur sýnisins. Hér hafa verið valin líkindi sem svara einu staðalfráviki ef um væri að ræða normal- dreifingu. Þannig eru 68,3% líkur fyrir því að hinn sanni aldur liggi innan tímabilanna sem skástrikuð eru á 7. mynd. Af myndinni má ráða að með geisla- kolsaðferð verður ekki greint á milli aldurs hraun- anna þriggja, þ.e. Ögmundarhrauns, Kapelluhrauns og Gvendarselshrauns. Vegið meðaltal allra greininga á hraunum Krísu- víkurelda gefur aldurinn 940 ± 23 BP. Samkvæmt leiðréttingarforriti Stuiver og Becker (1986) eru 68,3% líkur á að hraunin hafi runnið á einhverju tímabilanna 1026-1045, 1052-1065, 1089-1125 og 1138-1153. Árið 1151 er því innan marka líklegasta aldurs. Líkindadreifing fyrir vegna meðaltalið er sýnd á neðsta hluta 7. myndar. 7.2 Öskulög Á 2. og 3. mynd eru sýnd jarðvegssnið þar sem afstaða hrauna eða gjalls frá gígum Krísuvíkurelda til öskulaga sést glöggt. Tvö öskulög hafa hér mesta þýðingu, þ.e. Landnámslagið, sem almennt er talið að hafi fallið um 900 (Guðrún Larsen 1982 og 1984, Bryndís G. Róbertsdóttir og Haukur Jóhannesson 1986), og Miðaldalagið, sem talið er að hafi fallið árið 1226 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988). I öllum tilvikum liggur Land- námslagið inn undir hraunin, eða undir grófu gjalli frá nærliggjandi gígum, og á sama hátt liggur Miðaldalagið ávallt ofan á hraununum. Þau hafa því öll örugglega runnið á tímabilinu milli 900 og 1226. 8. HELLNAHRAUN Helluhraunið sunnan og vestan við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði heitir Hellnahraun (Guðmundur Kjartans- son hefur nefnt hraunið Hvaleyrarhraun þar sem hann minnist á það í sínum greinum og það nafn hefur hraunið fengið á kortum Landmælinga íslands. I fyrri grein okkar um Krísuvíkurelda er hraunið einnig nefnt Flatahraun). Flestir jarðfræðingar sem um það hafa fjallað hafa álitið hraunið mjög gamalt, án þess þó að færa fyrir því haldbær rök. Hraunið er dæmigert helluhraun, með ávölum sprungnum hraunkollum, að mestu gróðurlaust nema í gjótum og bollum og þess JÖKULL, No. 41, 1991 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.