Jökull


Jökull - 01.12.1991, Page 76

Jökull - 01.12.1991, Page 76
4. tafla. Aldursgreiningar á koluðum jurtaleifum undan Hellnahrauni og Breiðdalshrauni. Table 4. Radiocarbon dates ofcharcoal samples from the Hellnahraun and Breiðdalshraun lavaflows. Hraun Lavaflow Tækjaaldur Measured age, BP Leiðréttur aldur, e.Kr. Calibrated age, AD Breiðdalshraun1 1040±75 890-1038, 1102-1117, 1141-1150 Tvíbollahraun (U-2524) 1075+60 891-933, 934-1002, 1011-1017 Rauðhóll (AAR-131) 1120±60 782-788, 811-816, 832-837, 867-985 Helgafell (AAR-130) 1200±90 690-701, 710-749, 765-897, 921-941 Hellnahraun2 1100±35 894-923, 938-983 1 Númer aldursgreinmgarinnar kemur ekki fram hjá Jóni Jónssyni (1978a). Number of 14C date is not given by Jónsson (1978a). 2 Vegið meðaltal sýnanna fjögurra. Weighted mean of the four samples. sama stað og sýni Jóns, er kennt við Helgafell. Sýnin frá Helgafelli og Rauðhól voru meðhöndluð til geislakolsmælingar á Raunvísindastofnun Háskólans, en sjálf mælingin fór fram á tandemhraðli Arósaháskóla. I 4. töflu er gefinn upp leiðréttur aldur sýnanna, samkvæmt leiðréttingarforriti Stuiver og Becker (1986). A 10. mynd er sýnd líkindadreifing sýnanna úr 4. töflu. Myndin sýnir ljóslega að líklegast hafa öll þessi hraun runnið á sama tíma á 9. eða 10. öld. Vegið meðaltal greininganna gefur tækjaaldurinn 1100+35 BP. Mestar líkur eru á að hraunin hafi runnið annaðhvort á árunum 894-923 eða, sem er mun líklegra samkvæmt útreikningunum, á árunum 938-983. 8.2 Kristnitökuhraun Goshrina í Brennisteinsfjöllum á 10. öld leiðir hugann að kenningu Jóns Jónssonar (1979) um Kristnitöku- hraun. Þar stingur hann upp á því að Svínahraun hafi runnið árið 1000, en það hraun er komið úr Eldborgum við Lambafell. Eldborgirnar liggja nánast milli tveggja eldstöðvakerfa, þ.e. Brennisteinsfjalla og Hengils, en líklegra er að þær tilheyri Brennisteins- fjallakerfinu. Helstu rök fyrir því eru nálægðin við Bláfjöll, sem Brennisteinsfjallakerfið hefur myndað á síðasta jökulskeiði. Því er hugsanlegt að Yngra Hellnahraun og Svínahraun hafi myndast í einni og sömu goshrinu í Brennisteinsfjöllum. Niðurstöður aldursgreininganna benda til að Yngra Hellnahraun hafi runnið um miðja 10. öld, en í þessu sambandi má benda á að það er skoðun margra fræðimanna að aldursgreiningar með geislakolsaðferð á sýnum frá landnámstíð gefi yfirleitt of háan aldur sem nemur 30-50 árum. Þessu til stuðnings má benda á að þó svo að árið 1151 sé innan óvissumarka í fimm aldurs- greiningum frá Krísuvíkureldum virðist miðgildi líkindadrcifinga liggja nærri árinu 1100, sem er um 50 árum hærri aldur en annálar gefa til kynna. Ingrid U. Olsson (pers. uppl.) telur, út frá rannsóknum á virkni geislakols í andrúmslofti hér á landi, að þessi skekkja sé um 30 ár. Til viðbótar má gera ráð fyrir lítilsháttar skekkju vegn aldurs gróðurs er hann kolast. Þessi tvö atriði til samans styðja tilgátuna um að goshrina hafi verið í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla um árið 1000. 74 JÖKULL, No. 41, 1991
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.