Jökull


Jökull - 01.12.1991, Page 78

Jökull - 01.12.1991, Page 78
stöðluö Iíkindi* 10. mynd. Líkindadreifing fyrir leiðréttan aldur Yngra Hellnahrauns og Breiðdalshrauns. Sýnatökustaðir eru sýndir á 1. mynd. Fig. 10. Calibration curvesfor the age ofcharcoal samples from the Younger Hellnahraun and Breiðdalshraun lavaflows, according to Stuiver and Becker (1986). The lowest figure shows the weighted tnean ofthe samples. Location of sampling sites is shown in Fig. 1. *) Líkindi stöðluð með tilliti til hágildis líkindadreifingar. *) Normalized to maximum probability. Önnur sögnin um Kaldá er einkar athyglisverð. Þar segir að áin hafi horfið af eldgangi þegar Suðurfjöll brunnu. Þar sem Kaldá fellur vestur úr Kaldárbotnum rennur hún fyrst á hrauni frá Gvendarselsgígum. Eftir að áin fellur fram af því liggur farvegur hennar á mótum Búrfellshrauns, sem er um 7000 ára gamalt (Guðmundur Kjartansson 1973), og Yngra Hellna- hrauns. Ain hverfur síðan í þessi hraun. Sem fyrr segir er Gvendarselshraun að líkindum runnið 1151 og hefur því runnið yfir farveg Kaldár á sögulegum tíma. Ólíklegt er þó að þarna liggi uppruni sagnarinnar, því áin hefur aðeins tekið smávægilegum breytingum í þessu gosi. Rétt er þó að benda á að við jarðskorpu- hreyfingar sem fylgdu gosinu gætu aðstæður hafa breyst í þá veru að vatnsmagn árinnar hafi minnkað nokkuð. Yngra Hellnahraunið hefur hins vegar alger- lega hulið hinn foma farveg árinnar, en hann hefur að því er best verður séð legið í lægð á mótum Búr- fellshrauns og hraunsins frá Óbrinnishólum. Yngra Hellnahraun hefur runnið eftir þessari lægð, fyllt hana og reyndar runnið töluvert út yfir Óbrinnishóla- hraunið. Við tilkomu Yngra Hellnahrauns hefur farvegur Kaldár því breyst verulega. Ain gæti hafa náð töluvert lengra til vesturs og jafnvel vestur fyrir Stórhöfða. Fyrst eftir að Hellnahraunið rann hefur áin líklega horfið strax í hraunið og ef sú er raunin er eðlilegt að tala um að áin hafi eyðst af eldgangi. I þjóðsögunni segir einnig að jörð hafi gengið upp fyrir sunnan Elliðavatn. Sprungurein eldstöðvakerfis Trölladyngju teygir sig til norðausturs frá Undir- hlíðum, um Hjallana á Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðavatn, allt upp í Mosfellssveit. Líklegt er að samfara Krísuvíkureldum hafi land misgengið við 76 JÖKULL,No. 41, 1991
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.