Jökull


Jökull - 01.12.1991, Síða 79

Jökull - 01.12.1991, Síða 79
í Elliðavatn og er eðlilegt að tengja sögnina þeim atburðum. Hellnahraun er hins vegar upprunnið í brotakerfi Brennisteinsfjalla og því blandast þama frásagnir af fleirum en einum atburði. Um aðra þætti í frásögn þjóðsögunnar af jarðeldum verður ekki fjallað / að sinni, en vera má að þar leynist enn frekari sannleikur. stemmer med den historiske Beretning, at henimod Midten af det 14. Aarhundrede (1340) har Ilden raset i Undirhlíðar hvor der f0r laa mange beboede Gaarde, og 0delagde denne Egn aldeles.“ í dagbókina skrifar Jónas einnig þennan sama dag: 9.2 Sögnin um Smillibúð í Gráskinnu hinni meiri (Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson 1962) eru m.a. nokkrar sagnir úr Hafnarfirði, skráðar af Friðriki Bjarnasyni. Ein sögnin ber yfirskriftina Smillibúð og hljóðar svo: „Skammt fyrir neðan Garðaflatir er stórt holt, sem nefnt er Smillibúð (Smyrlabúð?). Talið er, að áður en Flatahraun rann, sem er á milli Hvaleyrar og Hraunabæja, haft gengið skipgengur skurður þar, sem nú er hraunið og allt inn að Smillibúð, og hafi skip áður fyrir löngu átt að sigla upp þangað, og hafi festarhringar sézt í Smillibúð til skamms í tíma.“ Landið umhverfis Smillibúð eða Smyrlabúð er í um 80 m hæð yfir sjó og má ljóst vera að þar hafa ekki legið skip við festar eftir að land byggðist. I sögninni leynist hinsvegar eitt merkilegt atriði. Samkvæmt henni er Flatahraun runnið eftir að land byggðist og ljóst er af nafninu Flatahraun að þarna er átt við Hellnahraun sem er helluhraun, en Kapellu- hraun, sem einnig er milli Hvaleyrarholts og Hrauna- bæjanna, er úfið apalhraun. Yngra Hellnahraunið náði þó aldrei að renna í sjó fram og hefur því ekki valdið neinum breytingum á ströndinni eins og sögnin gerir ráð fyrir. Þessi sögn ásamt sögninni um Kaldá eru einu þekktu heimildirnar um að Yngra Hellnahraun hafi runnið á sögulegum tíma. 9.3 Dagbók Jónasar Hallgrímssonar Jónas Hallgrímsson (1933) ferðaðist frá Hafnarfirði til Krísuvíkur 25. júní 1840.1 dagbók sinni segir hann svo um Undirhlíðar: „Disse bestaar af en Række af smaa Bjerge eller Kupler, som for det meste synes at være Kratere, hvilket ogsaa „Vejen gaar fra Fjallið eina, efter en lang Dal, lpbende mod Sydvest, nedad hvilken Lavastr0mme gaar, der strækker sig helt ned til S0en, mellem Krýsuvík og Grindavík, hvor de bedækker en betydelig Strækning, som kaldes Ogmundar- hraun, hvilket if0lge de historiske Efterretninger skal være nedflydt 1340. Det synes at være kommet fra den Bjærg- gruppe, som ligger for den nordlige Ende af den vestligste Móhryggur og kaldes Dyngjur (þ.e. Trölladyngjur. Innsk. höf.).“ Augsýnilega hefur Jónas þekkt sagnir um jarðelda við Undirhlíðar eftir að land byggðist og hann hefur talið að samtímis hafi gosið þar og í Móhálsadal er Ögmundarhraun myndaðist. Artalið 1340 fær hann að öllum líkindum úr annálabrotum Gísla biskups Oddssonar (1942), en þar segir: „Ár 1340. (Það ár) og sex sinnum á tveim þeim næstu brann Heklufjall með hræðilegum gný. Enn fremur fjallið Lómagnúpur. Um leið einnig annað fjall, Trölladyngja; spjó úr sér allt til hafs við sjávarsveit þá, er kölluð er Selvogur.“ I eldriti sínu fjallar Jónas Hallgrímsson (1934) m.a. um frásögn þessa og bendir réttilega á að úr því að hraunið rann niður í Selvog hljóti hér að vera átt við gos í Lönguhlíðarfjöllum (þ.e. Brennisteins- fjöllum. Innsk. höf.) en ekki Trölladyngju. Hins vegar minnist hann hvorki á gos við Undirhlíðar né myndun Ögmundarhrauns í þessu sambandi og svo virðist sem hann hafi fallið frá fyrri skoðun sinni á aldri þessara gosa. Eftir stendur þó að Jónas Hallgrímsson hefur fyrstur íslenskra náttúrufræðinga áttað sig á því að hraunin við Undirhlíðar mynduðust í sama gosi og Ögmundarhraun, þó svo hann byggði það á þjóðsögum en ekki jarðfræðirannsóknum. JÖKULL,No. 41, 1991 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.