Jökull - 01.12.1991, Page 83
Ný meðaltöl veðurþátta, 1961-1990.
TRAUSTI JÓNSSON
Veðurstofu Islands
Bústaðavegi 9
IS-150 Reykjavík
ÁGRIP
Hér er fjallað í stuttu máli um meðaltöl nokkurra
veðurþátta hérlendis 1961-1990 og þau borin saman
við meðaltöl áranna 1931-1960. íljós kemurað síðara
tímabilið var lítillega kaldara en hið fyrra og
úrkoman dreifðist nokkuð mismunandi á árið á þessum
tveimur tímabilum.
HITAFAR
Á 1. mynd má sjá mismun meðalhita áranna
1961-1990 og 1931-1960. Tekið er meðaltal 14
veðurstöðva víðs vegar um land. I ljós kemur að
kólnað hefur í öllum mánuðum ársins nema í febrúar.
Mest hefur kólnað á haustin sem og í mars. Hugsan-
legt er að kólnunin á bjartasta tíma ársins tengist að
einhverju leyti breyttum mæliaðstæðum. Seint á fyrra
tímabilinu voru mælar færðir úr veggskýlum og yfir í
fríttstandandi skýli. Meðaltölin eru þó reiknuð á þann
hátt að ólíklegt er að þessi breyting hafi teljandi áhrif á
niðurstöður þær sem myndin sýnir.
Kólnunin er mest við norðurströndina og á Norð-
austurlandi, allt að 1°C. Ástæðan er vafalítið þau
breyttu skilyrði sem urðu í hafinu fyrir norðan land
uppúr 1960. Rétt er þó að minna á að oft er erfitt að
greina milli orsaka og afleiðinga. Minnst eru frávikin
við suðurströndina, sem og inn til landsins um
vestan- og norðvestanvert landið.
Á 2. mynd má sjá hvernig hiti sveiflaðist frá ári til
árs í Stykkishólmi á þessu tímabili. Fyrstu 4 árin til
og með 1964 eru hlý. Kólnunin 1965 markar upphaf
hafísáranna svonefndu og er hiti lágur allt til 1972 en
þá hlýnaði nokkuð aftur. Árin næstu þar á eftir eru þó
mjög breytileg og skiptast á hlý og köld ár, á furðu
reglulegan hátt. Ástæða er til að benda á hið kalda ár
1979, sem og kuldann 1981 til 1983, en þá er álíka
kalt og á hafísárunum, þrátt fyrir lítinn ís. Frá og með
1984 hlýnaði aftur og var sérlega hlýtt 1987, en eins
og sjá má á myndinni voru þau hlýindi ekki
viðvarandi. Flestar þessar hitasveiflur má tengja
ýmist sveiflum í loftstraumum eða atburðum í hafinu
umhverfis landið. Mismunur á köldustu og hlýjustu
12 mánuðum þessa tímabils er hátt í 3°C.
Breyting meóalhita
frá 1931/60 til 1961/90
Meöaltal 14 veöurstööva um land allt
Mynd 1 /Fig. 1. Breyting meðalhita fra 1931/1960 til
1961/1990. Meðaltal 14 veðurstöðva í öllum lands-
hlutum. Temperature change 1931/1960 to 1961/1990,
an average of 14 stations around the country.
JÖKULL,No. 41, 1991 81