Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1991, Qupperneq 83

Jökull - 01.12.1991, Qupperneq 83
Ný meðaltöl veðurþátta, 1961-1990. TRAUSTI JÓNSSON Veðurstofu Islands Bústaðavegi 9 IS-150 Reykjavík ÁGRIP Hér er fjallað í stuttu máli um meðaltöl nokkurra veðurþátta hérlendis 1961-1990 og þau borin saman við meðaltöl áranna 1931-1960. íljós kemurað síðara tímabilið var lítillega kaldara en hið fyrra og úrkoman dreifðist nokkuð mismunandi á árið á þessum tveimur tímabilum. HITAFAR Á 1. mynd má sjá mismun meðalhita áranna 1961-1990 og 1931-1960. Tekið er meðaltal 14 veðurstöðva víðs vegar um land. I ljós kemur að kólnað hefur í öllum mánuðum ársins nema í febrúar. Mest hefur kólnað á haustin sem og í mars. Hugsan- legt er að kólnunin á bjartasta tíma ársins tengist að einhverju leyti breyttum mæliaðstæðum. Seint á fyrra tímabilinu voru mælar færðir úr veggskýlum og yfir í fríttstandandi skýli. Meðaltölin eru þó reiknuð á þann hátt að ólíklegt er að þessi breyting hafi teljandi áhrif á niðurstöður þær sem myndin sýnir. Kólnunin er mest við norðurströndina og á Norð- austurlandi, allt að 1°C. Ástæðan er vafalítið þau breyttu skilyrði sem urðu í hafinu fyrir norðan land uppúr 1960. Rétt er þó að minna á að oft er erfitt að greina milli orsaka og afleiðinga. Minnst eru frávikin við suðurströndina, sem og inn til landsins um vestan- og norðvestanvert landið. Á 2. mynd má sjá hvernig hiti sveiflaðist frá ári til árs í Stykkishólmi á þessu tímabili. Fyrstu 4 árin til og með 1964 eru hlý. Kólnunin 1965 markar upphaf hafísáranna svonefndu og er hiti lágur allt til 1972 en þá hlýnaði nokkuð aftur. Árin næstu þar á eftir eru þó mjög breytileg og skiptast á hlý og köld ár, á furðu reglulegan hátt. Ástæða er til að benda á hið kalda ár 1979, sem og kuldann 1981 til 1983, en þá er álíka kalt og á hafísárunum, þrátt fyrir lítinn ís. Frá og með 1984 hlýnaði aftur og var sérlega hlýtt 1987, en eins og sjá má á myndinni voru þau hlýindi ekki viðvarandi. Flestar þessar hitasveiflur má tengja ýmist sveiflum í loftstraumum eða atburðum í hafinu umhverfis landið. Mismunur á köldustu og hlýjustu 12 mánuðum þessa tímabils er hátt í 3°C. Breyting meóalhita frá 1931/60 til 1961/90 Meöaltal 14 veöurstööva um land allt Mynd 1 /Fig. 1. Breyting meðalhita fra 1931/1960 til 1961/1990. Meðaltal 14 veðurstöðva í öllum lands- hlutum. Temperature change 1931/1960 to 1961/1990, an average of 14 stations around the country. JÖKULL,No. 41, 1991 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.