Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 88
Reykjavík 1961 - 1990
Meöalvindhraöi hvers dags
(útjöfnuó og rétt gildi)
MyndlO/Fig. 10.
Meðalvindhraði frá degi til dags
í Reykjavík (sjá texta). Day to
day wind speed in Reykjavík,
1961-1990 averages (units:
knots).
minnst á vorin, en vex síðan jafnt og þétt eftir því
sem á sumar og haust líður og nær hámarki síðari
hluta októbermánaðar. Eftir það er hún svipuð fram í
miðjan febrúar, en þá vex hún allnokkuð. Þetta
úrkomuhámark er samtíma hitahámarkinu (5. og 6.
mynd). Síðan dregur nokkuð snögglega úr
úrkomunni samfara „páskahretinu".
Þessi mynd er dálítið öðru vísi á Akureyri
(8.mynd). Þar vottar fyrir dæld á hlýja skeiðinu
(samfara sunnanáttinni), en „páskahretið" gefur
kryppu á línuritið (fylgir norðanátt hretsins).
ÁRSSVEIFLA SÓLSKINS
OG VINDHRAÐA í REYKJAVÍK
Á 9.mynd er sýnd árssveifla sólskinsstundafjölda á
dag. Eins og eðlilegt er, er meginsveiflan tengd lengd
sólargangs, en rétt er að benda á hversu tölurnar eru,
þrátt fyrir allt lágar. Mest sólskin er í maí um svipað
leyti og úrkoman er í lágmarki. Mjög greinileg
kryppa er á útjafnaða ferlinum samfara áðurnefndu
„páskahreti" og norðanáttum þess, en síðan er mjög
athyglisverð dæld í júní. Þeirri hugmynd hefur verið
fleygt að dældin kynni að tengjast breyttri hringrás
lofts yfir landinu, samfara því að hálendið verður
autt. Þegar það gerist vex uppstreymi yfir landinu og
meira verður skýjað. Þetta má því ef til vill án
ábyrgðar kalla „íslenska monsúninn“. Raunar má á
sama tíma sjá votta fyrir kryppu á bæði 7. og 10.
mynd, en hin síðarnefnda sýnir árssveiflu vindhraða í
Reykjavík. Ekki er víst að „monsún“ þessi sé jafn
greinilegur á næsta 30 ára tímabili á undan og ætti
ekki að takast allt of hátíðlega að svo stöddu.
Eins og áður sagði, sýnir 10. mynd árssveiflu
vindhraðans í Reykjavík. Hann er mestur í desember,
janúar og febrúar, en þá er meðalvindhraði í kringum
13 hnútar. Vindhraðinn er minnstur í júlí, rúmlega 9
hnútar.
I ársyfirliti „Veðráttunnar" 1990 er tafla yfir
meðalhita og meðalúrkomu 1961-1990 á allmörgum
veðurstöðvum.
86 JÖKULL, No. 41, 1991