Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 99

Jökull - 01.12.1991, Side 99
Minning Kjartan Jóhannesson frá Herjólfsstöðum Fæddur 17. júlí 1913. Dáinn 30. ágúst 1990. Á árinu, sem nú er senn til enda gengið, missti Jökla- rannsóknafélag íslands einn af sínum áhugasömu og traustu félögum. Kjartan Jóhannesson frá Herjólfs- stöðum andaðist þann 30. ágúst s.l. Hann var fæddur að Söndum í Meðallandi, en sá bær stóð raunar á hólma í Kúðafljóti. Þaðan flýði móðir hans með hann og árinu eldri bróður þann 12. október 1918 austur yfir eystri kvísl fljótsins undan Kötluhlaupinu, sem geystist niður fljótið. Skall þar hurð nærri hælum svo sem víðar þann dag. Bærinn stóð eftir umkringdur hárri jakahrönn, jörðin fór í eyði og meginhluti bústofnsins fórst í hlaupinu. Foreldrar Kjartans fluttu eftir þetta að Herjólfsstöðum í Álftaveri og þar ólst Kjartan upp. Af þessu er Ijóst að snemma kynntist Kjartan Kötlu og framferði hennar, en þeim þætti sýndi hann síðar mikinn áhuga og gerði sér far urn að skoða og skilja. Grunar mig að hann hafi að lokum átt yfir að ráða djúpstæðari þekkingu á þessu sviði en kannski nokkur annar. Ekki man ég nú í svipinn hvenær fundum okkar bar fyrst saman en nokkuð á annan áratug mun nú vera frá því. Við töluðumst við í síma og höfðum bréfaskipti. Hann sendi mér líka afrit af bréfum til vina og kunningja þar sem hann fjallaði um ýms mál mest náttúrufræðilegs og sögulegs eðlis. Þannig safnaðist til mín bunki bréfa, ýmist handskrifaðra eða vélritaðra og telur það nú 520 síður í A4 formi, og eru þá ekki taldar greinar, sem birst hafa í blöðum. Vegna þessara kynna af Kjartani hefur mér orðið æ erfiðara að hugsa mér hann sitjandi yfir blöðum með tölum sem varða skatta og skyldur. Eg fann að hans „frjáls og auðugur andi sér átti og nýtti álfaslot hverjum í hamri“ og að hugðarefni hans voru á öðru sviði. Hitt varð mér ljóst að hverju því starfi, sem Kjartan tók að sér, því var vel borgið. Hann var traustur af traustum stofni. Við ræddum margt, vorum stundum á öndverðum meiði, en deildum aldrei. Minnisstæðust er mér ferð með þeim bræðrum að Öldufellsjökli 1984 til mælinga, en þær hafði Kjartan og Gissur bróðir hans haft á hendi um lengri tíma. Nú hafði jökullinn gengið nokkuð fram. Þetta var einstaklega skemmtileg og fróðleg ferð í fögru veðri. Mér varð þá Ijóst að Merkigiljasandur er ekki sandur í þess orðs venjulega skilningi heldur auri og sandi þakin rnikil hraunbunga með dyngjulögun. Hraunin virðast komin úr stórri eldstöð suðvestan undir Öldufelli sem þá var sýnileg við jökulrönd, en gæti nú á ný verið horfin undir jökul. Þaðan og úr Kötlu sjálfri ætla ég að mest ef ekki öll hraunin á Mýrdalssandi séu komin, en engan veginn úr Eldgjá eins og lengi hefur verið fullyrt. Kjartan hafði áður sent mér nokkra fallega aragonit-mola, sem hann fann við jökulinn. Nú mátti þar finna fleiri slíka í holum í hrauninu. Þykir það benda til þess að þar sé jarðhiti ekki fjarri. Kjartan safnaði að sér miklum fróðleik, náttúrufræðilegum og sögulegum um Álftaver og Kötlusvæðið. Ut frá staðþekkingu sinni gat hann fundið eðlilega skýringu á ýmsu því, sem aðrir höfðu með litlum árangri glímt við og lent á villigötum. Of margt af því hefur ekki- og kemur vart fyrir almennings sjónir, því miður: „oss fylgir svo margt í moldu“. Jöklarannsóknafélagi Islands ber að heiðra minningu Kjartans Jóhannessonar. Með honum er horfinn mikill og traustur áhugamaður, óvenju frjór gáfumaður og góður drengur. Garðabæ á gamlársdag 1990 Jón Jónsson JÖKULL,No. 41, 1991 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.