Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 101

Jökull - 01.12.1991, Side 101
Snjóflóð á íslandi veturinn 1988/89 MAGNÚS MÁR MAGNÚSSON Veðurstofu íslands Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík. Á níunda hundrað snjóflóð voru skráð veturinn 1988- 89. Tveir menn fórust í snjóflóði á Oshlíð, er þeir óku bifreið yfir snjóflóð, sem hafði fallið skömmu áður. Alls féllu fjögur snjóflóð úr sama farveginum á skömmum tíma. Þriðji maðurinn slapp naumlega er síðasta flóðið féll. Áberandi er hversu mjög atvikum þar sem útivistarfólk á hlut að máli fer fjölgandi. Fjallgöngu- maður fótbrotnaði í Skarðsheiði er hann lenti í snjó- skriðu, sem hann kom sjálfur af stað. Þremur vikum fyrr hafði sami fjallgöngumaður orðið vitni að snjó- flóðaóhappi á sama stað. Ungur maður á fjórhjóli kom snjóflóði af stað er hann var að leika sér að því að keyra upp í hlíð. Hann slapp ómeiddur. Vélsleðamenn komu snjóflóði af stað í Auðbjargarstaðabrekku, N-Þingeyjarsýslu, með akstri sínum. Lentu tveir sleðamenn í flóðinu, en engan sakaði. Tvö böm björguðust ómeidd úr snjóflóði er féll á almenningsskíðasvæði en ekki mátti tæpara standa. Skíðamenn ofar í brekkunni höfðu hleypt flóðinu af stað. Snjóflóð féll í skíðastökkbraut á skíðasvæði ísfirðinga, en engan sakaði. Snjóflóð féll ofan við heilsugæzlustöðina á Ólafsvík og stöðvaðist 40 metra frá húsinu. Snjóflóð féllu á snjóruðningstæki við Patreksfjörð, í Óshlíð og í Auðbjargarstaðabrekku. Maður slapp ómeiddur úr snjóflóði er féll í Óshlíð, maður og kona sluppu ósködduð er bifreið þeirra grófst undir snjóflóði á Breiðadalsheiði og maður bjargaðist úr snjóflóði í Ólafsfj arðarmúla. Tvisvar lentu flutningabílar í snjóflóðum, en í hvorugt skiptið urðu slys á fólki né skemmdir á tækjum. Gamall kindakofi skemmdist í snjóflóði á Siglufirði og nokkuð var um að girðingar skemmdust víða um land. Rafmagnsstaurar brotnuðu á Bíldudal og brúin yfir ána Mórillu í Kaldalóni, ísafjarðardjúpi, stórskemmdist í snjóflóði. í töflunni hér á eftir eru skráð öll þau snjóflóð, sem Snjóflóðavarnir Veðurstofu Islands hafa vitneskju um. Heimildarmenn hafa, eins og áður, verið starfsmenn Vegagerðar ríkisins, og veður- og snjóathuganafólk Veðurstofunnar, en einnig hafa ýmsir aðrir sent inn upplýsingar. Rétt er að hvetja fólk, sem verður vart við snjóflóð að tilkynna það Veðurstofunni. Hægt er að fá þar til gerð eyðublöð, til skráningar á snjóflóðum. ítarlegri upplýsingar um flóðin er hægt að fá á Veðurstofu Islands. HEIMILDIR: Snjóflóðaskýrslur Veðurstofu íslands, Morgunblaðið, Snjóflóðaskýrslur Vegagerðar ríkisins, Dagblaðið. Summary SNOW AVALANCHES IN ICELAND DURING THE WINTER 1988/89 More than 800 avalanches were recorded. Twofata- lities occurred andfifteen people narrowly escaped. One bridge was severely damaged and a sheepbarn was considerably damaged but otherwise property damage was minimal. It is interesting to note the in- creased occurrences ofavalanche accidents involving people partaking in leisure activities. Location, date of occurrence and other information is presented in the table below. Further information is available from the Icelandic Meteorological Office, (Veðurstofa Islands, Bústaðavegi 9, IS-150 Reykjavík, Iceland). Skammstafanir: V=vott hlaup; Þ=þurrt hlaup; K=krapahlaup; Kóf=kófhlaup; F=flekahlaup; L=lausasnjóflóð; l=lengd; b=breidd; d=dýpt tungu. Abbreviations: V=wet avalanche; Þ=dry avalanche; K=slush avalanche; Kóf= powder avalanche; F=slab avalanche; L=loose snow avalanche; l=length; b=width; d=depth of deposit. JÖKULL, No. 41, 1991 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.