Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 108

Jökull - 01.12.1991, Side 108
jökulsins um allt að 20-30 m. Síðan rís yfirborðið aftur er líður að næsta hlaupi. 3. Vetrarafkoma var mæld á miðri íshellunni og reyndist 4.40 m (af snjó), sem er nálægt meðallagi. 4. Borað var með heitu þrýstivatni gegnum íshelluna í þeim tilgangi að mæla hitastig í vatninu undir henni og ná vatnssýnum til þess að kanna hvernig blanda af jarðhita- vatni og bræðsluvatni er í Vötnunum. Skammt norðan við gosstöðvarnar frá 1983 reyndist þykkt íshellunnar vera 110 m og urn 125 m niður á botn. A miðri íshellunni er hún hins vegar um 250 m þykk. Sýnatökutæki, sem félagið kostaði reyndist ekki vatnsþétt. Kapp verður nú lagt á að ná fullum árangri við þetta verk í næstu vorferð. Vatnshitinn í Grímsvötnum ræður miklu um hve hratt vatn rennur úr þeim í hlaupunum og hvert hámarksrennsli verður á Skeiðarársandi. 5. Háabunga og svæðið milli hennar, Þórðarhyrnu og Páls- fjalls var mælt með íssjá. Þannig fékkst mikilvæg viðbót við kort af vestanverðum Vatnajökli. A næstu árum munu íssjármælingar í vorferðum beinast að könnun á suðurhlíðum Grímsfjalls og ofanverðum Skeiðarárjökli. 6. Ný rafstöð var sett í gamla skálann og kemur hún í stað þeirrar sem staðið hefur vestan við skálann. Félagið bar kostnað af efni í hana, en umsjón með gagna- söfnunarstöðinni hefur Jón Sveinsson. Þar er nú fylgst með jarðskjálftum og landhalla, lofthita og loftþrýstingi, en stefnt er að því að koma þar upp enn áreiðanlegri og fjölbreyttari veðurathugunarstöð en nú er. Mœlingar á Síðujökli. I ferðum til Grímsvatna s.l. sumar varð vart við fjölmargar örsmáar spmngur á svæðum þar sem venjulega sjást engar sprungur. Einnig varð vart við jarðskjálftaóróa, sem jarð- skjálftafræðingar velta fyrir sér hvort gæti tengst myndun sprungnanna. Spmngumar gætu bent til þess að framhlaup væri að hefjast í Síðujökli og hugsanlega einnig í Tungna- árjökli. Þegar í lok september var gerður leiðangur á vegum Raunvísindastofnunar og Landsvirkjunar með þátttöku Orkustofnunar á Síðujökul til íssjármælinga svo að unnt væri að fá kort af yfirborði hans og botni. Kort af Tungnaárjökli hafa áður verið gerð. Fylgst mun með framvindu mála og frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar. Nú er liðinn aldar- fjórðungur frá síðasta framhlaupi Síðujökuls og 45 ár frá framhlaupi Tungnaárjökuls. Framhlaup á vestanverðum Vatnajökli myndi torvelda ferðir félagsins til Grímsvatna í nokkur ár. A sama tíma og unnið var að mælingum á Síðujökli skrapp hópur félaga á Grímsfjall til viðgerða á gagna- söfnunarstöðinni og hefur hún gengið með miklum ágætum í allan vetur. Mœlingar á jökulsporðum. Mælingar á jökulsporðum voru unnar með svipuðu sniði og undanfarin ár og hafði Oddur Sigurðsson umsjón með þeim. FUNDIR Að loknum aðalfundarstörfum 1. mars sýndi Pétur Þorleifsson myndir úr ferðum á Vatnajökul. Vorfundur félagsins var síðan haldinn 24. aprfl. Þar flutti Magnús Már Magnússon fyrirlestur um snjóflóð og ég ræddi um Svein Pálsson og Jöklarit hans í tilefni af því að þann dag voru liðin 150 ár frá andláti Sveins. Á haustfundi 23. október, flutti ég fyrirlestur um framhlaup jökla af því tilefni að fyrr um sumarið sáust merki um að framhlaup gæti verið að hefjast í vestanverðum Vatnajökli. I lok september hófust rannsóknir tengdar því með íssjármælingum á Síðujökli, eins og fyrr var sagt frá. Þá sýndu Hilmar Már Aðalsteinsson og Karl Ingólfsson myndir af skíðagönguferð frá Snæfelli til Húsafells, 31. mars til 13. apríl 1990. ÚTGÁFAJÖKULS Umbrot Jökuls fer nú fram við Raunvísindastofnun og að því vinnur Vigdís Harðardóttir, jarðfræðingur, með tilsögn frá Marteini Sverrissyni, verkfræðingi. Nokkuð hefur dregist að koma út heftinu frá 1990, m.a. vegna þess að nokkrir höfundar þurftu að vinna við rannsóknir á Heklugosinu og gátu því ekki gengið endanlega frá handritum og leiðrétt prófarkir. Því vil ég hins vegar ekki leyna að enn sem fyrr hafa höfundar sent frá sér svo illa unnin handrit að þau eru langt frá því að vera birtingarhæf og gífurleg vinna leggst á ritstjóra við að endurbæta greinarnar. Aukin tölvutækni megnar ekki að flýta fyrir útgáfu ritsins meðan svo er. Bryndís Brandsdóttir, Hreggviður Norðdahl og Sveinn Jakobsson unnu að söfnun efnis í ritið og ritstjórn, en Leó Kristjánsson hefur einnig tekið þátt í lestri prófarka. Ritið verður síðan prentað í Prentsmiðjunni Odda. Vinna hefur einnig hafist við árgang 1991, en honum ritstýrir Leó Kristjánsson ásamt mér. Umsjónarmaður félagsefnis hefur verið Pétur Þorleifsson. Bókabúð Máls og Menningar hefur aðstoðað okkur við dreifingu Jökuls til erlendra áskrifenda. Fjárveiting til Jökuls á fjárlögum á síðastliðnu ári var 250 000 kr. FRÉTTABRÉF Einar Gunnlaugsson, ritari félagsins, annaðist útgáfu Fréttabréfsins og kom það reglulega út. GJAFIR TIL FÉLAGSINS Á 40 ára afmælishátíð félagsins afhenti Haukur Hallgríms- son okkur áletraðan veggskjöld að gjöf frá Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Jöklarannsóknafélag Islands voru bæði stofnuð haustið 1950 og margir dugmestu ferðamenn okkar hafa einnig starfað í Sveitinni og hún hefur á margan hátt aðstoðað 106 JÖKULL, No. 41, 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.