Jökull


Jökull - 01.12.1991, Side 112

Jökull - 01.12.1991, Side 112
Minning dr. Gunnar Böðvarsson, prófessor Gunnar Böðvarsson fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1916. Að loknu stúdentsprófi frá M.R. 1934 hélt hann til náms í vélaverkfræði í Munchen. Eftir að hafa flutt sig um set til Berlínar, lauk hann Dipl. Ing. prófi 1943 og vann síðan sem verkfræðingur hjá Atlas A/S í Kaupmannahöfn til 1945, er hann fluttist til íslands. Þar réðist hann til starfa hjá Rafmagns- eftirliti ríkisins, en varð yfirverkfræðingur Jarðborana Ríkisins og Jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofu 1947. Hann stýrði þar borunum eftir heitu og köldu vatni, og byggði upp margháttaða rannsóknastarfsemi við jarðhitaleit hérlendis. Arin 1955-57 dvaldist Gunnar við California Institute of Technology og lauk þaðan doktorsprófi í jarðeðlisfræði. Um 1960 átti hann mikinn þátt í samningu tillagna um rannsóknastofnanir við Háskóla Islands, er leiddu til þess að Raunvísindastofnun Háskólans var komið á fót 1966. Einnig átti hann hlut að byggingu gufuraf- stöðvarinnar í Bjarnarflagi og kannaði ýmsa fleiri möguleika á nýtingu jarðhitans, meðal annars til framleiðslu á þungu vatni. A árinu 1964 fluttist Gunnar Böðvarsson til Oregon og gerðist þar prófessor við stærðfræði- og haffræðideildir ríkisháskólans í Corvallis. Átti það í fyrstu að vera tímabundið, en svo fór þó, að Gunnar ákvað að starfa í Oregon uns hann fór á eftirlaun á árinu 1984, og bjó hann í Corvallis til dánardægurs hinn 9. maí 1989. Gunnar var kjörinn heiðursdoktor við Háskóla íslands vorið 1988. Gunnar Böðvarsson var mjög afkastamikill og fjölhæfur vísindamaður. Rannsóknastörf hans og rit- verk fjalla að mestu leyti um jarðhita og nýtingu hans. Er það ekki síst honum að þakka hve jarð- hitanýting á Islandi er árangursrík og hve snemma Islendingar urðu vel kynntir á þeim vettvangi meðal erlendra þjóða. Gunnar átti á sínum tíma frumkvæði að ýmsum mikilvægum nýjungum í jarðeðlisfræði- rannsóknum hér, meðal annars viðnámsmælingum, þyngdarsviðsmælingum, og notkun massagreinis við könnun á rennslisleiðum grunnvatns. Auk prentaðra ritverka samdi Gunnar mikinn fjölda skýrsla um einstök jarðhitasvæði bæði hérlendis og erlendis, enda varð hann allt frá 1951 eftirsóttur sem ráðgjafi fyrirtækja, stofnana og ríkisstjórna víða um heim í málefnum er vörðuðu nýtingu jarðhita. Rannsóknir Gunnars hvíldu á mjög traustum grunni þekkingar í stærðfræði og eðlisfræði, en einnig hafði hann áhuga á mörgum sviðum verkfræði og jarðvísinda. Hann varð meðal annars einna fyrstur Islendinga til að skoða byggingu landsins í ljósi nýrra hugmynda um landrek; sjá til dæmis vel þekkta grein er hann birti ásamt G.P.L. Walker 1964. Tímaritið Jökull stendur í mikilli þakkarskuld við Gunnar Böðvarsson. Hann sendi ritinu fjölda merkra ritsmíða til birtingar, einkum um jarðhita. Grein hans í Jökli 1982 um uppruna lághita-jarðvarmans á Islandi fjallar um það að þessi virkni geti að verulegu leyti orsakast af tímabundnum ferlum í tengslum við ísöldina og lok hennar, fremur en að virknin sé „æstætt“ ástand, svo notað sé nýyrði Gunnars. Drög að hugmyndum Gunnars í þessu efni má sjá í fyrri grein hans í ritinu 1957. Eru greinarnar afar merkilegt og sígilt framlag til umræðu um jarðhitann hérlendis. Síðasta grein Gunnars í Jökli, sem birtist 1983 og fjallar um rennsli hrauns, byggir að nokkru á stærðfræðilegu líkani af rennsli jökla, sem sett var fram í fyrstu grein hans í ritinu 1955. Til þess brautryðjendaverks er enn mjög vitnað af jökla- fræðingum. Einnig ritaði Gunnar í Jökul um úthafsbylgjur og segulsviðstruflanir, svo dæmi séu 110 JÖKULL, No. 41, 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.