Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 24.–27. október 2014
I
llugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra gæti borið vitni í máli
Kristínar Egilsdóttur gegn ís-
lenska ríkinu. Kristín höfðaði
mál gegn ríkinu vegna ráðn-
ingar Illuga á Hrafnhildi Ástu Þor-
valdsdóttur í framkvæmdastjóra-
stöðu LÍN haustið 2013. Stjórn LÍN
taldi Kristínu vera hæfasta í starf-
ið og fylgdi sú umsögn til mennta-
málaráðuneytisins þegar ráðið var í
starfið.
Illugi ákvað hins vegar að ráða
Hrafnhildi Ástu í starfið en hún var
einn af þremur umsækjendum sem
stjórn LÍN taldi hæfa til að gegna
starfinu. Stjórnin benti hins vegar
sérstaklega á Kristínu. Fyrirtaka var
í máli Kristínar gegn ríkinu í vikunni
og verður aðalmeðferð í málinu síð-
ar á árinu.
Í viðtali við DV í mars síðastliðn-
um útskýrði Illugi af hverju hann
hefði ákveðið að ráða Hrafnhildi
Ástu í starfið. „Ef það væri þannig
að stjórnin hefði bara talið einn um-
sækjanda hæfastan og hefði bara
sent mér eitt nafn þá væri þetta
kannski svolítið öðruvísi. En þetta
var ekki þannig heldur sendi hún
mér þrjú, þótt enginn hefði sagt
þeim að gera það. Síðan er það bara
mitt mat, eftir að hafa farið í gegn-
um gögnin og eftir að hafa tekið við-
töl, að þessi umsækjandi standi best
að vígi af þessum þremur […] Niður-
staða stjórnarinnar bindur hendur
mínar ekki með nokkrum hætti.“
Ákvörðunin var því á endanum
Illuga og gæti hann þurft að útskýra
hana fyrir dómi síðar á árinu. n
ingi@dv.is
Gæti borið vitni Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra gæti borið vitni í máli
Kristínar Egilsdóttur gegn íslenska ríkinu
en stjórn LÍN mælti með henni í fram-
kvæmdastjórastöðu sjóðsins. Mynd SiGtryGGur Ari
Illugi gæti borið vitni
Fyrirtaka í máli Kristínar Egilsdóttur gegn íslenska ríkinu
250 milljónir
í arð hjá Já
E
igendur upplýsingaveitunn-
ar Já hf., sem meðal annars
rekur þjónustusímanúm-
erið 118, greiddu sér út
250 milljóna króna arð í
fyrra vegna rekstrarársins á und-
an. Fyrir tækið skilaði 311 milljóna
króna hagnaði í fyrra. Þetta kemur
fram í ársreikningi Já.hf. fyrir árið
2013 sem skilað var til ársreikn-
ingaskrár ríkisskattstjóra fyrir rúm-
um mánuði.
Hluthafar Já eru fjárfesta-
sjóður í eigu Auðar Capital og
framkvæmdastjórans Sigríð-
ar Oddsdóttur auk Katrínar Olgu
Jóhannesdóttur. Sjóður Auðar á
85 prósenta hlut í fyrirtækinu og
eignarhaldsfélag í eigu Sigríðar
og Katrínar á 15 prósenta hlut í
fyrirtækinu. Móðurfélag Já heitir
Eignarhaldsfélagið Njála ehf.
Hagnaður byggir á
ríkiseinokun
Hagnaður Já hf. byggir meðal
annars á rétti á miðlun símanúm-
eraupplýsinga til almennings. Já
hf. hefur haft einkarétt á miðlun
símanúmerupplýsinga til almenn-
ings á Íslandi en fyrirtækið er byggt
á upplýsingaveitu sem var í eigu
íslenska ríkisins þegar Síminn hf.
var einkavæddur árið 2005. Kaup-
endur Símans, eignarhaldsfélagið
Exista, eignuðust upplýsingaþjón-
ustu um leið og Símann. Síminn og
Já voru svo rekin saman til ársins
2010 þegar rekstur Já var seldur út
úr móðurfélagi Símans, Skiptum
hf.
Einokunin afnumin
Nú í sumar varð miðlun þessara
upplýsinga um símanúmer hins
vegar gefin frjáls og geta aðrir að-
ilar en Já hf. nú stofnað fyrirtæki
og boðið almenningi upp á upp-
lýsingar um símanúmer. Þann 4.
júní síðastliðinn gaf Póst- og fjar-
skiptastofnun út upplýsingar um
hvernig staðið skyldi að því að
afnema einkarétt Já hf. á miðlun
þessara upplýsinga.
Í tilkynningu frá stofnuninni
sagði meðal annars: „Útgáfa raf-
rænnar og prentaðrar símaskrár
ásamt upplýsingaþjónustu um
símanúmer telst til alþjónustu,
sem eru tilteknir þættir fjarskipta-
þjónustu sem skulu standa öllum
landsmönnum til boða á viðráð-
anlegu verði. Lengst af hvíldi sú
skylda að veita þessa þjónustu á
Símanum hf. (og forverum hans)
og síðar á fyrirtækinu Já upplýs-
ingaveitum hf. Reynsla undanfar-
inna ára hefur leitt í ljós að forsend-
ur eru til þess að þessi þjónusta sé
boðin fram á markaðsforsendum.“
Halda sínu striki
Nýtt upplýsinganúmer með síma-
númeraupplýsingum, 1819, var
opnað fyrr í mánuðinum auk
heimasíðu með sama heiti. Fyrir-
tækið er rekið í samkeppni við Já
hf. Sigríður Margrét Oddsdóttir
vill ekki svara því hvort minnk-
andi eftir spurn sé eftir þjónustu Já
í kjölfarið á stofnun nýju síðunnar.
Aðspurð hvort hún telji að nýju
reglurnar um miðlun símanúm-
eraupplýsinganna muni hafa áhrif
á rekstur Já, og eins hvort það muni
hafa áhrif á reksturinn að missa
númerið 118, segir hún: „Við telj-
um að við munum áfram eiga í
góðu samstarfi við símafyrirtækin
um að kaupa af þeim hrágögn um
símanúmer eins og við höfum gert.
Við erum í þeirri vinnu núna, og
höfum verið lengi, að kynna núm-
erið 1818, sem tekur við af 118, og
við munum nota í framtíðinni.“
Sigríður Margrét segir að fyr-
irtækið muni halda sínu striki
rekstrar lega og að ekki verði telj-
andi breytingar á starfseminni.
1.150 milljóna króna arður
250 milljóna króna arðgreiðslan
sem greidd var út í fyrra bætist við
900 milljóna króna arð sem tekinn
hefur verið út úr fyrirtækinu á síð-
ustu fjórum árum fram að því. 500
milljóna króna arður var greiddur
út úr Já og til þáverandi hluthafa
þess, Skjá miðla, dótturfélags Sím-
ans. Árið áður hafði arðgreiðslan
numið 150 milljónum. 250 millj-
óna króna arður var greiddur út
árið 2012, eftir kaup núverandi
hluthafa á fyrirtækinu, og svo 250
milljónir í fyrra einnig.
Núverandi hluthafar hafa því
tekið 500 milljóna króna arð út
úr fyrirtækinu á síðustu tveim-
ur árum; síðustu árunum áður en
einkaleyfið til miðlunar símanúm-
eraupplýsinganna rennur út.
Þá er einnig gerð tillaga um arð-
greiðslu til hluthafa fyrirtækisins
á þessu ári, vegna 311 milljóna
króna hagnaðar ársins í fyrra, en
ekki er tekið fram í ársreikningnum
hversu há hún á að vera. Sigríður
Margrét Oddsdóttir vill í sam-
tali við DV ekki gefa upp hversu
há arðgreiðslan var sem fyrirtæk-
ið greiddi til hluthafa á þessu ári.
„Nei,“ segir hún aðspurð. n
n Hafa greitt út 1.150 milljónir króna frá 2009 n Einokun fyrirtækisins afnumin
ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Ótrúlegur hagnaður og arður Fyrirtækið Já hf. hefur sannarlega malað gull fyrir
eigendur sína á liðnum árum og nema arðgreiðslurnar frá 2009 nú 1.150 milljónum króna
– ekki er vitað hversu há arðgreiðslan var í ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Já.
„Við erum í þeirri
vinnu núna, og
höfum verið lengi, að
kynna númerið 1818.
Beittu
klippunum
Harður árekstur varð við
Blönduhlíð í Skagafirði um
hádegisbilið á fimmtudag.
Tveir bílar skullu saman er
þeir komu úr gagnstæðri átt.
Tvennt var í öðrum bílnum,
farþegi og bílstjóri, en í hinum
var aðeins bílstjórinn. Fólkið
var ekki lífshætttulega slasað,
en var flutt á sjúkrahús á Ak-
ureyri til aðhlynningar. Til að
ná einu þeirra út úr bifreiðinni
þurfti að beita klippum. Þjóð-
vegi 1 var lokað í um klukku-
stund meðan sjúkralið og lög-
regla athöfnuðu sig á veginum
og sinntu fólkinu. Mikil hálka
hefur verið á þessum slóðum.
Vill vita hver
opnar bréfin
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
og kapteinn Pírata, hefur beint
átta spurningum til fjármála- og
efnahagsráðherra um opnun
sendibréfa.
Í fyrirspurninni spyr Birgitta
meðal annars hversu oft á árun-
um 2005–2013 íslensk stjórnvöld,
eða einhver í þeirra umboði, hafi
opnað sendibréf til og frá Íslandi
án þess að það hafi verið hluti af
rannsókn tiltekins sakamáls? Þá
vill hún vita hversu oft var beðið
um dómsúrskurð áður en slíkt
var gert og upplýsingar um það
hver opnaði bréfin og hvaðan þau
komu eða hvert þau áttu að fara.
Þá vill hún einnig vita hvers vegna
bréfin voru opnuð.
Birgitta krefur ráðherrann
einnig svara um það hversu oft á
sama tímabili sendibréf hafi verið
gert upptæk án þess að það hafi
verið hluti af rannsókn tiltekins
máls og aftur hvort að úrskurður
dómara hafi legið fyrir.
„Hvaða skilyrði þurfa að vera
uppfyllt til þess að tolleftirlitið,
eða aðrir sem sjá um opnun
bréfasendinga, megi opna sendi-
bréf? Er þess gætt að skráður
sendandi eða viðtakandi sendi-
bréfs eigi möguleika á að vera
viðstaddur opnun þess? Ef svo
er, hvernig er það gert? Ef svo er
ekki, af hverju er það ekki gert?“
spyr Birgitta. Hún vill einnig vita
hvaða aðilar hafa leyfi til þess að
opna bréfasendingar sem hing-
að berast.