Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Side 15
Fréttir 15Helgarblað 24.–27. október 2014 Skuldabréf Landsbankans: Úrslitastund n Mikilvæg ákvörðun um gjaldeyrishöft n Stórskuld Landsbankans í húfi K röfuhafafundi gamla Landsbankans (LBI) verð- ur fram haldið í dag, föstu- dag, en honum var óvænt frestað í gær skömmu eft- ir að hann hófst. Ástæðan var sú að engin svör höfðu þá borist frá stjórnvöldum eða Seðlabankanum um það hvort slitastjórn LBI fengi undanþágu frá gjaldeyrishöft- um til að greiða kröfuhöfum hluta af gjaldeyriseign sinni. Bú gamla Landsbankans (LBI) á um 400 milljarða króna handbæra og hef- ur undanfarna mánuði leitað eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftun- um til þess að greiða út alla þá upp- hæð eða hluta hennar í gjaldeyri. LBI gerir undanþágu frá gjaldeyris- höftum að skilyrði fyrir samkomu- lagi um að lengja í um 230 milljarða króna skuld nýja Landsbankans til ársins 2026, en nýi bankinn er að mestu í eigu íslenska ríkisins. Frestur sem LBI gaf Seðlabanka Íslands til þess að svara erindinu rennur út í dag og fellur samkomu- lag um 230 milljarða króna skulda- bréfið úr gildi ef stjórnvöld og Seðlabanki Íslands sjá sér ekki fært að veita LBI undanþágu frá gjald- eyrishöftunum. Rætt á ríkisstjórnarfundi Eftir því sem DV kemst næst var málið rætt á ríkisstjórnarfundi í gær að viðstöddum Má Guð- mundssyni seðlabankastjóra. Mik- ið er húfi því þungar afborganir af skuldabréfi Landsbankans á næstu misserum geta ógnað fjármála- stöðugleika eins og fram kemur í nýlegri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika. Þar kemur fram að verði ekki af samningi um að lengja lánsfrest nýja Lands- bankans við bú þess gamla kunni gengi íslensku krónunnar að lækka um 8 prósent, verðbólga gæti þar með aukist og einkaneysla dreg- ist saman. Við slíkar aðstæður yrði Seðlabankinn að veita Lands- bankanum langtímafjármögnun í erlendum gjaldmiðlum með til- heyrandi áhrifum á skuldastöðu ríkissjóðs og gjaldeyrisforðann, eins og segir í fjármálastöðugleika- skýrslu Seðlabankans. Kröfuhafa- fundi LBI verður fram haldið síð- degis í dag, föstudag, og er þá gert ráð fyrir að einhver svör hafi borist frá Seðlabankanum og stjórnvöld- um. n Ögurstund Már Guðmundsson seðlabankastjóri var kallaður á fund ríkisstjórnarinnar í gær vegna málsins. Hann og Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, hafa Lands- bankaskuldabréfið í höndum sér ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Mynd SaMSett Helgi Seljan reyndi að kæra hótanir Erlendar n Lögreglan neitaði að taka við kærunni n Hafði líka í hótunum við dóttur Ásdísar Viðarsdóttur Þ etta ónæði sem við höfum orðið fyrir hérna í Kastljósinu eru algjört smámál miðað við það sem þessi fjölskylda er búin að þola,“ segir Helgi Seljan, fréttamaður í fréttaskýringa- þættinum Kastljósi, en hann staðfestir í samtali við DV að Erlendur Þór Ey- steinsson, sá sem ítrekað hefur hótað Ásdísi H. Viðarsdóttur frá því samvist- um þeirra lauk, hafi að undanförnu sent Helga hótanir með SMS-skila- boðum. Helgi reyndi að kæra hótan- irnar til lögreglu sem neitaði að taka við kærunni. „Þeim fannst þetta ekki vera nógu alvarlegt. Þetta var ekki nógu skýr hótun,“ segir Helgi. Hann segist hafa fengið þær útskýringar hjá lögreglu að til sé dómafordæmi á Ís- landi að manni sé heimilt að segja við annan mann að hann finni hann í fjöru, án þess að það sé álitið hótun. „Það var bara prinsippmál að kæra. Maður lætur ekki hóta sér. Alveg sama hver gerir það,“ segir Helgi. Ásdís steig fram í maí síðastliðnum og sagði sögu sína í Kastljósi. Erlendur var í kjölfarið dæmdur í átta mánaða fangelsi í júlí síðastliðnum fyrir gróf- ar hótanir og brot á nálgunarbanni sem lagt hafði verið á hann. Ljóst er að dómari í málinu leit málið mjög alvarlegum augum því Erlendur hlaut mun þyngri dóm en gengur og ger- ist í dómsmálum af þessu tagi. Þrátt fyrir það gengur Erlendur enn laus og heldur uppteknum hætti. „Maður skilur vel hvers vegna þau eru í þessari stöðu þegar maður fer sjálfur til lög- reglunnar og hún segist ekki geta tekið þetta sem kæru. Maður veltir því fyr- ir sér hversu lengi þetta bull á að við- gangast gangvart þessari fjölskyldu. Maðurinn á að vera í fangelsi. Hann áfrýjaði ekki dómnum. Það er ekkert gert til þess að stöðva það sem varð til þess að maðurinn var dæmdur. Af hverju fær hann að komast upp með þetta?“ spyr Helgi. Sendir dóttur Ásdísar skilaboð „Hann er hættur að senda mér skila- boð en þá fer hann bara í fólkið mitt í staðinn og sendir einhver skítaskila- boð þannig að hann veit að ég muni frétta af því,“ segir Ásdís í samtali við blaðamann en sagt var frá því á DV. is á fimmtudag að Erlendur væri nú farinn að ofsækja dóttur Ásdísar og barnabarn. Dóttir Ásdísar hefur birt skilaboð sem henni bárust frá Erlendi á miðvikudagskvöld þar sem hann talar um barnabarn Ásdísar. „Dóttur minni bárust einhver tuttugu skeyti í gærkvöldi,“ segir Ásdís en í þessum skilaboðum talar hann um barnabarn Ásdísar. „Þetta er farið að beinast gegn fjögurra ára barni,“ segir Ásdís í sam- tali við DV um málið. Ásdís segir Erlend búa í grennd við dóttur hennar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er náttúrlega mjög óþægilegt. Þannig að henni stóð ekkert á sama í gær. Hún býr ein með lítið barn og fannst þetta mjög óþægilegt, skiljan- lega,“ segir Ásdís sem segir dóttur sína ætla að kæra þessi skilaboð frá Erlendi. Í Kastljósviðtalinu í maí síðastliðn- um sagði Ásdís frá því að hún hefði flúið ofsóknir Erlendar til Þórshafnar eftir að hann hafði beitt hana líkam- legu og andlegu ofbeldi. Í eitt skipti var líkamlega ofbeldið svo alvarlegt að hún gat ekki mætt í vinnu í mánuð á eftir. n Skilaboðin sem Helgi fékk n „Gæti verið að þú hafir gert þín mestu mistök?“ n „Verður þú einhvern tíma sá sami og áður eftir þessi viðtöl?“ n „Þér er ekki borgið.“ Áslaug Karen Jóhannsdóttir Birgir Olgeirsson aslaug@dv.is / birgir@dv.is „Af hverju fær hann að komast upp með þetta? Var dæmdur í fangelsi Erlendur Þór Eysteinsson heldur uppteknum hætti þrátt fyrir fangelsisdóm. Mynd FaceBOOK Áreitir fjölskyldu Ásdísar Erlendur er nú farinn að ofsækja dóttur Ásdísar og barnabarn. Mynd RÚV - SKJÁSKOt Kærði hótanirnar Lögregla neitaði að taka við kæru Helga Seljan vegna hótana Erlendar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.