Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 24.–27. október 2014
83. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Þingmenn hafa
fengið félags-
skap við hæfi
þennan dag.
Langir,
steiktir dagar
n „Tökur til miðnættis, en
sleppur í þessum félagsskap!!“
skrifar skemmtikrafturinn
Steinþór Hróar Steinþórsson,
betur þekktur sem Steindi Jr., við
skrautlega mynd sem hann birtir
á Instagram. Þar má sjá Steinda,
með furðulegan hjálm á höfð-
inu, umkringdan Sögu Garðar-
dóttur, Pétri Jóhanni Sigfússyni
og Auðuni Blöndal sem leika í
þáttunum Hreinn Skjöldur sem
sýndir verða í vetur á Stöð 2.
Auðunn birti svipaða mynd á
dögunum, af sér með athyglis-
verða hárkollu á höfðinu, þar
sem hann skrifar og lofar: „Þetta
verður ekkert steikt!“
Hörður snýr aftur
n Íþróttafréttamaðurinn Hörður
Magnússon komst í fréttir net-
miðla á dögunum þegar hann
hætti með látum á samskipta-
síðunni Twitter. Hörður hafði
farið hörðum orðum um leik-
skipulag U-21 árs landsliðs karla
í knattspyrnu svo mörgum þótti
nóg um. Í kjölfarið lokaði hann
aðgangi sínum en nú á miðviku-
dag sneri hann aftur.
„Eftir umhugsun sný ég aftur.
Friður og jákvæðni ofarlega í
huga,“ skrifaði Hörður sem síð-
an þakkar fyrir sterk viðbrögð við
brotthvarfinu. Hann samþykkir
að hafa farið yfir strikið. „Er
mannlegur og ég fór
framúr sjálfum
mér. Mun ekki
gerast aftur.
Er stundum
einmana-
legt að vera á
mínu svæði.“
Ekki bandið
hennar Sölku
n „Ég get verið stundum gleym-
inn og er með athyglisbrest á háu
stigi. Salka Sól skammaði mig
réttilega fyrir að tala um hana
sem „Salka sól og bandið henn-
ar.“ Bandið sem hún er partur
af af heitir AmabAdamA,“ seg-
ir Bubbi Morthens í athugasemd
á Facebook. Hann hefur boðað
til tónleika til styrktar níumenn-
ingunum sem ákærðir voru fyrir
mótmæli í Gálgahrauni og dæmd-
ir til sektargreiðslu. Í auglýsingu
fyrir tónleikana kallaði Bubbi fyrir
slysni AmabAdamA
bandið hennar
Sölku. Á tónleikun-
um, sem fara fram
þann 29. október,
koma þau fram auk
Unnsteins Manúels,
Ojba Rasta og fleiri
tónlistarmanna.
Nánari upplýsingar veitir Arna í síma 568 7733 eða: arna@epal.is
Við hjá Epal hjálpum þér að velja
réttu gjöfina fyrir þig og þitt starfsfólk.
- Mikið úrval
- Góð verð
- Fagleg ráðgjöf
- Frí innpökkun
Epal hefur boðið upp á faglega
þjónustu og gæða vörur í 39 ár
Gefðu gjöf frá
frægustu hönnuðum
heims
Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurflugvöllur / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is
Hönnun: Sigurjón Pálsson
Hönnun: Stella Design
Þ
eir hafa mikinn áhuga á
þingstörfunum og finnst
ekkert leiðinlegt að heilsa
fólki sem þeim þykir afar
merkilegt, þvert á flokka. Þeir hafa
verið að teikna og finnst gaman að
spóka sig hér. Þeim finnst þó svo-
lítið skrítið að við þingmennirnir
séum ekki alltaf sammála,“ segir
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og
formaður Vinstri grænna, sem tók
syni sína þrjá með í vinnuna á Al-
þingi á þriðjudag því vetrarfrí var
í skólum þeirra. Fleiri þingmenn
voru í sömu stöðu og því voru
nokkur börn sem tóku sæti á Al-
þingi á þriðjudag.
Í vikunni voru víða vetrarfrí í
skólum og því eflaust mörg börn
sem fóru með foreldrum sínum til
vinnu. „Ég hafði lítið getað sinnt
þeim í vetrarfríinu vegna anna við
þingstörfin svo pabbi þeirra hafði
tekið það að sér hina dagana. Hjá
okkur er þetta svolítið púsluspil
eins og hjá öðrum fjölskyldum.“
Katrín segir að gaman væri ef
foreldrar gætu nýtt vetrarfríin bet-
ur með börnum sínum. „Þang-
að til eru börnin bara höfð með í
vinnuna. Eitt af því sem ég skoð-
aði þegar ég var menntamálaráð-
herra var hvort ekki væri hægt að
samræma þetta en það var ekki
nægur vilji til þess. Það er stund-
um flókið fyrir foreldra að koma
þessu heim og saman. Úr því við
erum komin með vetrarfrí í skól-
um væri mjög æskilegt að vinnu-
markaðurinn myndi fylgja með. Í
öðrum löndum er gert ráð fyrir því
að einhverju leyti að fólk geti feng-
ið frí þegar vetrarfrí eru í skólum,“
segir hún. n
dagny@dv.is
Börnin með á Alþingi
Æskilegt að foreldrar geti nýtt vetrarfríin með börnum sínum
Vetrarfrí Katrín Jakobsdóttir tók syni sína
þrjá með á Alþingi í vikunni. Á myndinni er
hún með tveimur þeirra, Ármanni Áka, 3 ára,
og Jakobi, 8 ára. Mynd SiGtryGGur Ari