Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 24.–27. október 2014 Traðkað á Tjáningarfrelsinu n Dómstólar þurfa að taka dóma Mannréttindadómstóls Evrópu alvarlega n Sigur fyrir tjáningarfrelsið n Hanna Birna vill ræða um fjölmiðla haft. Þannig að ég held að líklega væri staðan óbreytt hvað það varð­ ar.“ Þá tekur Eiríkur fram að það eigi eftir að reyna á og móta hver sönnunarkrafan sé í þeim efnum. Hraðar sveiflur Eiríkur segir viðhorfin til tjáningar­ frelsismála hafa tilhneigingu til þess að sveiflast hratt í samfélaginu. Inn­ an réttarkerfisins séu breytingarnar miklu hægari og mýkri. „Það er viss tilhneiging til þess að þetta gangi aðeins í bylgjum. Eftir að mál Þor­ geirs Þorgeirssonar féll árið 1992 þá lögfestu menn Mannréttinda­ sáttmálann hér og breyttu stjórnar­ skránni í samræmi við hann. Í kjölfarið kom talsverður fjöldi af sýknudómum hér á landi.“ Upp úr aldamótum var viðhorfið á þá leið að þessum málum myndi fara að fækka þar sem tjáningarfrelsið hefði rímkað mjög mikið. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Karólínu Mónakó­ prinsessu hafi síðan haft sín áhrif. „Þar komst Mannréttindadóm­ stóllinn að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið gert nóg til að tryggja hennar einkalíf. Í kjölfar­ ið komu dómar á svipuðum nót­ um hér á landi, þar á meðal „Bubbi fallinn“­dómurinn sem byggði á svipuðum grunnsjónarmiðum. Hann tekur undir að það hafi verið holskefla af slíkum málum fyrir ís­ lenskum dómstólum á síðustu árum, þar á internetið vafalaust sinn þátt en fjölmargir hafa verið dæmdir fyrir bloggskrif og ummæli á kommentakerfum vefmiðlanna. „Þessi sjónarmið og mörkin þarna á milli hafa tilhneigingu til þess að sveiflast örlítið hjá dóm­ stólum en í almennri umræðu þá sveiflast þau alveg öfganna á milli. Í stjórnmálaumræðunni fer þetta svo eftir því hvernig vindar blása. Það var hérna um tíma, árið 2006, sem þingmenn vildu setja ákvæði um refsibætur í tilviki svona mála en eftir hrunið breytast þeir vind­ ar og þá á að opna allt. Breiðari myndin er hins vegar þannig að auðvitað hefur tjáningarfrelsið rýmkað mjög mikið, ef þú skoðar síðustu fimmtíu ár, en ef þú skoð­ ar síðustu tíu til fimmtán ár, þá er vafi.“ n H anna Birna Kristjánsdótt­ ir innanríkisráðherra seg­ ir kominn tíma til þess að ræða fjölmiðla og umhverfi þeirra í ljósi dóms Mannréttinda­ dóls Evrópu. Hún segir þó að frelsi fjölmiðla fylgi ábyrgð. „Ég held að það sé reyndar svo, virðulegur forseti, að það sé ýmislegt í okk­ ar fjölmiðlaumhverfi og löggjöf í kringum það og svo framvegis sem við þurfum að brýna. Það er líka þannig, háttvirtur þingmaður, í þessu máli eins og öðru, að frelsi fylgir ábyrgð.“ Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, vakti máls á dómnum í óundirbúnum fyrir­ spurnatíma á Alþingi á fimmtu­ dagsmorgun og spurði Hönnu Birnu hvort hún teldi stjórnvöld þurfa að bregðast við tjáningar­ frelsisdómum yfir íslenska ríkinu síðustu ár. „Mér þykja þessir dóm­ ar mjög mikilvægir enda er gríðar­ lega mikilvægt að blaðamenn upplifi sig frjálsa og óhindraða í því að hafa hluti eftir viðmælend­ um sínum,“ sagði Róbert. Gríðar­ lega mikilvægt væri að sporna við þeim kælingaráhrifum sem svona dómar hafa á blaðamenn. Þá væri ljóst að Mannréttindadómstóllinn gerði minni kröfur til sönnunar­ kröfu blaðamanna en Hæstiréttur Íslands. „Það er rétt sem háttvirtur þingmaður bendir á að þessir dómar sem vísað er til vekja ýms­ ar spurningar, spurningar sem ég held að við þurfum að fara yfir og átta okkur á og velta fyrir okkur,“ sagði Hanna Birna. „Í röksemd­ unum koma fram ákveðnir hlutir sem ég held að við þurfum sem samfélag að fara yfir. Það lýtur að lögum um fjölmiðla, fjölmiðlalög­ gjöfinni sem er í landinu, hvort við þurfum einhvern veginn að rýna það og fara yfir það. Það heyrir reyndar ekki undir mig sem ráð­ herra en ég held samt sem áður að við þurfum að ræða það.“ „Frelsi fylgir ábyrgð“ Hanna Birna segir þurfa að brýna ýmislegt í fjölmiðlalöggjöfinni M ögulegar refsingar vegna móðgana og ærumeiðinga eru þyngri á Íslandi en í flestum löndum Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegu fjöl­ miðlastofnunarinnar (IPI) sem kom út í sumar. Þingflokkur Pírata hyggst leggja fram frumvarp um lagabreytingu þess efnis að fangelsisrefs­ ingar vegna ærumeiðinga verði lagðar af. Í skýrslu IPI sem birt var í ágúst eru bor­ in saman ákvæði um refsingar í mismunandi löndum Evrópu í málum sem varða tjáningar­ frelsi íbúanna. Meðal þess sem kemur fram er að mögulegar refsingar vegna móðgana og ærumeiðinga eru þyngri á Íslandi en í flest­ um löndum Evrópu, en samkvæmt kafla um ærumeiðingar og önnur brot á friðhelgi einka­ lífsins í 25. kafla almennra hegningarlaga seg­ ir að dæma megi einstaklinga í allt að tveggja ára fangelsi fyrir að birta „ærumeiðandi að­ dróttun“. Ákvæðin um ærumeiðingar hafa staðið nánast óbreytt frá því að þau voru sett árið 1940 og byggja raunar á grunni enn eldri laga, en frá þeim tíma hafa orðið gríðarlegar breytingar á sviði mannréttinda og í viðhorfum til tjáningarfrelsis. Íslensk lög bjóða þá upp á þyngstu há­ marksrefsinguna fyrir að smána erlenda þjóð eða þjóðarmerki, fána Evrópusambandsins eða Evrópuráðsins opinberlega – allt að sex ára fangelsi ef um alvarlegt brot er að ræða. Enn fremur eru Íslendingar með eina þyngstu refsinguna fyrir ærumeiðingar sem beint er að látnu fólki. Einungis fjögur önnur ríki Evrópu eru með jafnþung viðurlög við slíku athæfi. „Það er ekki í takt við grundvallargildi lýð­ ræðisins að það séu fangelsisrefsingar við tjáningarbrotum yfirhöfuð, jafnvel þótt þeim refsingum sé ekki beitt. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir Alþingi að afnema þessar fang­ elsisrefsingar á blaði fyrst enginn vilji er fyrir því að beita þeim,“ sagði Helgi Hrafn Gunnars­ son, þingmaður Pírata, í samtali við DV í águst. Hann sagði Pírata helst vilja líta til þingsá­ lyktunartillögu Eiríks Jónssonar lagaprófess­ ors frá árinu 2006 um að refsingar – fangelsis­ vist og sektir – vegna hvers kyns tjáningarbrota verði aflagðar. Í rökstuðningi Eiríks kom fram að refsingar vegna ærumeiðinga væru mis­ notaðar af valdhöfum víða um heim, meðal annars til að þagga niður í pólitískum and­ stæðingum og loka þá inni. Núgildandi ákvæði íslenskra laga eru þá jafnvel notuð sem rök­ semd fyrir því að slíkar aðgerðir teljist í lagi. Ef slík ákvæði eru í lögum ríkja sem vilja kenna sig við lýðræði og frjálslyndi, jafn­ vel þótt þau séu aldrei fullnýtt, geri það þeim erfiðara um vik að gagnrýna aðgerðir ríkja sem refsa einstaklingum grimmi­ lega fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt. Í greinargerðinni sagði Eiríkur lög varð­ andi ærumeiðingar tæpast standast stjórnar­ skrána annars vegar, en í 73. grein hennar er réttur einstaklinga til að láta í ljós hugsanir sínar varinn, og hins vegar alþjóð­ legar skuld­ bindingar Íslands á sviði mann­ réttinda. Fangelsi fyrir tjáningu Allt að tveggja ára fangelsi fyrir að birta „ærumeiðandi aðdróttun“ Sigrar ríkið aftur Erla Hlyns- dóttir, fyrrverandi blaðamaður á DV, hefur í tvígang unnið mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu. „Það er viss tilhneiging til þess að þetta gangi aðeins í bylgjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.