Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 37
Skrýtið Sakamál 37Helgarblað 24.–27. október 2014 Ý mislegt er enn á huldu varð- andi berserksgang sem rann á Sabinu Radmacher, 41 árs þýska konu, sunnu- daginn 19. september 2010, en daginn eftir reyndi lögreglan að henda reiður á blóði drifna at- burðarás dagsins áður. Það fyrsta sem lögreglu datt í hug var að um hefði verið að ræða afleiðingar for- sjárdeilu en aðalpersónan í harm- leiknum, sem átti sér stað í bæn- um Lörrach, var lögfræðingurinn Sabina Radmacher. Lörrach er í Ba- den-Württemberg, í suðvesturhluta Þýskalands, skammt frá landamær- um Þýskalands og Sviss. Faðir og sonur Sabina hófst handa þegar langt var liðið á sunnudaginn. Fyrstu fórnar- lömbin voru fimm ára sonur henn- ar og fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir. Ekki lá ljóst fyrir hvernig hún varð syni sínum að aldurtila, en talið er að hún hafi kæft hann. Barnsföður sinn hafði Sabina hvort tveggja stungið og skotið, en hún lét ekki þar við sitja. Eftir að hafa banað syni sínum og barnsföður bar Sabina eld að íbúð- inni. Skömmu síðar orsakaði eldur- inn sprengingu með tilheyrandi tjóni. 15 manns slösuðust, en þeim var bjargað, sumum við illan leik, úr húsinu og samliggjandi húsi. En Sabina taldi sig greinilega eiga eftir að gera upp sakir við fleira fólk því hún lagði því næst leið sína yfir götuna – að kaþólska St. Elizabeth- sjúkrahúsinu. Með byssu og hníf að vopni Þegar þarna var komið sögu var klukkan um 18.00. Þá fór Sabina með .22 kalíbera Walther-skamm- byssu og hníf að vopni inn á kven- sjúkdómadeild sjúkrahússins. Þangað komin beið hún ekki boð- anna og skaut og stakk hjúkr- unarliða til bana. Einnig náði hún að særa lögregluþjón, sem stadd- ur var á sjúkrahúsinu í einkaerind- um, og eina manneskju að auki. Þegar lögreglu bar að skömmu síð- ar og hafði girt af svæðið í kring- um sjúkrahúsið varð ljóst að Sabina hugðist ekki leggja árar í bát. Hún beindi skothríð sinni hiklaust að lögreglunni er hún freistaði inn- göngu í sjúkrahúsið, en enginn má við margnum og þegar upp var staðið lá Sabina örend á vettvangi. Sennilega sambandsörðugleikar Að sögn yfirvalda í kjölfar harm- leiksins var hvergi að finna þess merki að Sabina og barnsfað- ir hennar ættu í forsjárdeilu vegna sonar þeirra, en leiddar voru líkur að því að hugsanlega hefðu þau átt í annars konar erfiðleikum. Ekk- ert fannst sem tengdi látna hjúkr- unarliðann við Sabinu og því álitið að um einbera tilviljun hefði verið að ræða. Sabina hafði stundað skotfimi í tómstundum og var því enginn nýgræðingur í meðferð skotvopna og fann lögreglan meira en 100 skot í sjúkrahúsinu að lokn- um hildarleiknum, sem tók 40 mín- útur frá upphafi til enda. Árið 2004 hafði Sabina misst fóstur á þessu sama sjúkrahúsi, en hvort það skipti atburði þessa dags nokkru máli skal ósagt látið. n n Sabina Radmacher banaði syni sínum og barnsföður n Um ástæður þess er ekkert vitað Móðir í vígahug Á vettvangi Lögreglan við sjúkrahúsið daginn eftir að Sabina Radmacher var þar vopnuð á ferð. Sabina Radmacher Ekkert er vitað um tildrög þess að Sabina banaði syni sínum og barnsföður. Feðgar Sonur Sabinu og faðir hans á góðri stundu. „Sabina beindi skothríð sinni að lögreglunni er hún freist- aði inngöngu í sjúkra- húsið. Þóttist vera í dái til að sleppa við refsingu n Eiginkonan tók þátt í blekkingunni n Gerði sér upp mænuskaða S vikahrappur frá Swansea í Wales þóttist til margra ára vera lamaður á höndum og fótum til þess sleppa við fang- elsisdóm. Þar af þóttist hann vera í dauðadái í tvö ár. Eiginkona manns- ins aðstoðaði hann við glæpinn og tók meðal annars myndir af sér að ann- ast eiginmann sinn á meðan hann var í meintu dái. Þess má geta að hjónin eiga saman þrjú börn. Hinn 47 ára Alan Knight hafði, auk þess að hafa bætur frá ríkinu, narrað um fjörtíu þúsund bresk pund, eða tæplega átta milljónir króna, út úr öldruðum, Alzheimersjúkum ná- granna sínum. Þegar málið komst upp þóttist hann vera lamaður frá hálsi til þess að sleppa við refsingu. Lögregla reyndi í tvígang, árin 2012 og 2013, að færa Knight fyrir dómara en í hvert sinn sagði hann heilsu sína hafa versnað og lagðist inn á spítala. Í fyrstu náði hann að blekkja lækna en þeir gripu hann hins vegar góðvolgan þegar þeir sáu hann borða, þurrka sér í framan og jafnvel skrifa á sjúkrastofu sinni. Þá komst lögregla einnig yfir myndir úr öryggismynda- vélum þar sem hann sést ýta á undan sér inn- kaupakerru í versluninni Tesco og í ferðalögum með fjölskyldu sinni. Harry Paul, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeildinni sem sá um mál- ið, hefur látið hafa eftir sér að þetta sé úthugsaðasta, langlífasta svikabragð sem hann hefði nokkru sinni orðið vitni að. Knight hefur nú játað glæpi sína og gengist við fölsun, svikum og þjófnaði sem stóð yfir árin 2008 og 2009. Dómur verður kveðinn upp yfir honum í næsta mánuði. n aslaug@dv.is Þóttist vera í dái Svikahrappurinn Alan Knight lagði mikið á sig til að sleppa við refsingu. Eiginkonan tók þátt Eiginkona mannsins tók þátt í blekkingarleiknum og lét taka myndir af sér að annast eiginmann sinn sem þá átti að vera í dauðadái.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.