Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 50
50 Menning Sjónvarp Helgarblað 15.–18. ágúst 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
K
risten Stewart sagði í við-
tali við USA Today að hún
væri að taka sér pásu frá
leiklistinni. „Ég ætla að
fara í smá frí því ég hef verið að
leika stanslaust í tvö ár núna,“
sagði hún en hún er að kynna
nýjustu mynd sína Camp X-Ray
um þessar mundir. „Ég er leikari
og það er mín list. Ég var mjög
ung þegar ég byrjaði að leika
og hef því alltaf haft ákveðna
minnimáttarkend gagnvart öðr-
um listformum sem mig hef-
ur langað að prófa. Ég hef því
ákveðið að kaupa vinnustofu í
miðbæ Los Angeles, þar sem ég
ætla líka að búa. Þar ætla ég að
búa til list með höndunum. Ég
ákvað þetta fyrir nokkrum vik-
um og ég veit ekki enn hvern-
ig ég ætla að framkvæma þetta
allt saman en ég hef líka verið að
skrifa mikið.“
Leikkonan sagðist líka hafa
vanist því að vera í sviðsljósinu.
„Ég hef vanist því undanfarið. Ég
hef orðið sterkari með hverjum
deginum og hef aldrei verið eins
góð í þessu og núna. Ég kann
að meta óþægindin sem fylgja
sviðsljósinu og mér finnst gam-
an að ögra mér.
Síðustu dagar
hafa verið mér
mjög góðir, ég var
að ljúka tveggja
ára leiktörn, þannig
að ég hef ekki þurft
að eiga við blaða-
menn í langan tíma.“
Kristen er þekkt fyrir
óþol í garð papparassa en
hún segist nú hafa kom-
ist yfir það. „Ég er orðin
mun betri. Ef allir eru að
stara á mig, þá er það bara
þannig.“ n
Ætlar að skapa list með höndunum
Stewart tekur sér pásu frá leiklistinni
Sunnudagur 26. október
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (3:26)
07.04 Kalli og Lóla (21:26)
07.15 Tillý og vinir (31:52)
07.26 Kioka (48:52)
07.33 Pósturinn Páll (7:13)
07.48 Ólivía (33:52)
07.59 Vinabær Danna tígurs
08.10 Kúlugúbbarnir (8:26)
08.34 Tré-Fú Tom (25:26)
08.56 Um hvað snýst þetta
allt? (38:52)
09.00 Disneystundin (42:52)
09.01 Finnbogi og Felix (12:13)
09.24 Sígildar teiknimyndir
09.30 Nýi skólinn keisarans
09.53 Millý spyr (63:78
10.00 Chaplin (11:50)
10.06 Undraveröld Gúnda
10.20 Fisk í dag (2:8) e
10.30 Óskalög þjóðarinnar
(2:8) (1954 - 1963) e
11.25 Hraðfréttir e
11.50 Nautnir norðursins (7:8)
(Noregur - fyrri hluti) e
12.20 Djöflaeyjan (4:27) e
12.50 Villta Arabía (3:3) (Wild
Arabia) e
13.40 Íslendingar (Jón Páll
Sigmarsson) Fjallað er um
Íslendinga sem settu svip
sinn á íslenskt samfélag um
sína daga með margvísleg-
um hætti. Þættirnir spegla
jafnframt sögu þjóðarinnar
og samtíð á ýmsum tímum,
menningu, listir, stjórnmál
og fleira. e
14.30 Gítarveisla Bjössa Thors e
15.40 John Grant e
16.30 Eldað með Niklas
Ekstedt (Niklas Mat) e
17.00 Vísindahorn Ævars e
17.10 Táknmálsfréttir (56)
17.20 Stella og Steinn (19:42)
17.32 Sebbi (4:40)
17.44 Ævintýri Berta og Árna
17.49 Hrúturinn Hreinn (3:10
17.56 Skrípin (25:52)
18.00 Stundin okkar (4:28) 888
18.25 Basl er búskapur (2:10)
19.00 Fréttir
19.20 Íþróttir
19.35 Veðurfréttir
19.40 Landinn (7)
20.10 Óskalögin 1954 - 1963 (1:5)
20.15 Vesturfarar (10:10)
Egill Helgason ferðast á
Íslendingaslóðir í Kanada
og Bandaríkjum og skoðar
mannlíf, menningu og
sögu. Flutningur næstum
fjórðungs þjóðarinnar til
Vesturheims hlýtur að
teljast stærsti atburður
Íslandssögunnar.
21.05 Downton Abbey (2:8)
(Downton Abbey) Breskur
myndaflokkur sem gerist
upp úr fyrri heimsstyrjöld
og segir frá Crawley-fjöl-
skyldunni og þjónustufólki
hennar.
21.55 Ryð og bein 7,5 (De rouille
et d'os) Margverðlaunuð
og áhrifamikil frönsk kvik-
mynd frá 2012. Líf tveggja
einstaklinga umturnast af
ólíkum ástæðum og bæði
þurfa að byggja upp líf sitt
á ný. Leiðir þeirra krossast
og reynast tengslin sem
á milli þeirra myndast
einstök.
23.55 Afturgöngurnar (4:8) e
00.50 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
08:00 Moto GP Malasía B
09:00 Roma - Bayern Munchen
10:45 Cordoba - Real Sociedad
12:25 Anderlecht - Arsenal
14:10 Meistarad. - Meistaram.
14:55 Real Madrid - Barcelona
16:35 Moto GP - Malasía
17:35 Tottenham - Asteras
Tripolis
19:15 Rhein-Neckar Löwen - Kiel
20:35 Liverpool - Real Madrid
22:20 Meistarad. Evr. -fréttaþ.
22:50 UFC 179: Aldo vs Mendes
10:00 WBA - Crystal Palace
11:40 West Ham - Man. City
13:20 Burnley - Everton B
15:45 Man. Utd. - Chelsea B
17:55 Tottenham - Newcastle
19:35 Swansea - Leicester
21:15 Man. Utd. - Chelsea
22:55 Burnley - Everton
10:45 To Rome With Love
12:35 Silver Linings Playbook
14:35 Playing For Keeps
16:20 To Rome With Love
18:10 Silver Linings Playbook
.20:15 Playing For Keeps
22:00 The Lucky One
23:40 Skyline
01:15 Me, Myself and Irene
03:10 The Lucky One
16:00 The Carrie Diaries
16:45 World Strictest Parents
17:45 Friends With Benefits
18:10 Guys With Kids (16:17)
18:35 Last Man Standing (12:18)
19:00 Man vs. Wild (3:13)
19:45 Bob's Burgers (15:23)
20:10 American Dad (4:20)
20:35 The Cleveland Show
21:00 Eastbound & Down 4 (8:8)
21:30 The League (9:13)
Bandarísk gamanþáttaröð
um nokkra vini sem hafa
ódrepandi áhuga á am-
erískum fótbolta og taka
Draumadeildina fram fyrir
einkalífið.
21:55 Almost Human (9:13)
22:40 Mind Games (1:13)
23:25 Graceland (8:13)
00:05 The Vampire Diaries
00:45 Man vs. Wild (3:13)
01:30 Bob's Burgers (15:23)
01:55 American Dad (4:20)
02:20 The Cleveland Show
02:45 Eastbound & Down 4
03:10 The League (9:13)
03:35 Almost Human (9:13)
04:20 Tónlistarmyndbönd frá
Bravó
17:20 Strákarnir
17:45 Friends (11:24)
18:05 Little Britain (6:6)
18:35 Modern Family (15:24)
19:00 Two and a Half Men
19:25 Viltu vinna milljón? (5:19)
20:15 Suits (7:12)
21:00 The Mentalist (1:22)
Fimmta þáttaröð af
þessum sívinsælu þáttum
um Patrick Jane, sjálfstætt
starfandi ráðgjafa
rannsóknarlögreglunnar í
Kaliforníu. Hann á að baki
glæsilegan feril við að leysa
flókin glæpamál með því að
nota hárbeitta athyglisgáfu
sína.
21:40 The Tunnel (2:10)
22:30 Sisters (22:22)
23:15 The Tunnel (2:10)
00:05 Viltu vinna milljón? (5:19)
01:00 Suits (7:12)
01:45 The Mentalist (1:22)
02:25 Hunted
03:25 Tónlistarmyndb. Bravó
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Ævintýraferðin
07:35 Könnuðurinn Dóra
08:00 Algjör Sveppi
08:05 Doddi litli og Eyrnastór
08:15 Elías
08:25 Latibær
08:35 Tommi og Jenni
08:55 Grallararnir
09:15 Ben 10
09:40 Lukku láki
10:05 Kalli kanína og félagar
10:15 Villingarnir
10:40 Scooby-Doo! Mystery Inc.
11:00 Ozzy & Drix
11:20 iCarly (21:25)
11:45 Töfrahetjurnar (5:10)
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:45 Stelpurnar (5:10)
14:10 Meistaramánuður (4:4)
14:45 The Big Bang Theory (1:24)
15:10 Heilsugengið (3:8)
15:35 Louis Theroux: Miami
Mega Jail
16:40 60 mínútur (4:52)
17:30 Eyjan (9:16)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (61:100)
19:10 Ástríður (11:12) (Ástríður)
19:35 Sjálfstætt fólk (5:20)
20:10 Neyðarlínan (6:7)
20:40 Rizzoli & Isles (14:16)
21:25 Homeland 8,4 (4:12)
Fjórða þáttaröð þessarra
mögnuðu spennuþátta
þar sem við höldum áfram
að fylgjast Með Carrie
Mathieson, starfsmanni
bandarísku leyniþjón-
ustunnar. Líf hennar er
alltaf jafn stormasamt og
flókið, föðurlandssvikarar
halda áfram að ógna
öryggi bandarískra þegna
og hún og Sal takast á við
erfiðasta verkefni þeirra
til þessa.
22:15 Shamelsess (1:12) Fjórða
þáttaröðin af þessum bráð-
skemmtulegu þáttum um
skrautlega fjölskyldu. Fjöl-
skyldufaðirinn er forfallinn
alkóhólisti, mamman
löngu flúin að heiman og
uppátækjasamir krakkarnir
sjá um sig sjálfir.
23:10 60 mínútur (5:52)
23:55 Eyjan (9:16)
00:45 Brestir (1:8) Öðruvísi
fréttaskýringaþáttur sem
rýnir í bresti samfélagsins.
Forvitnir þáttastjórnendur
gægjast undir yfirborðið og
fylgjast með því sem fram
fer fyrir luktum dyrum.
Rýna í það sem er löglegt
en siðlaust - en líka það
sem er siðlegt en lögbrot.
Umsjónarmenn eru Lóa
Pind Aldísardóttir, Kjartan
Hreinn Njálsson og Þórhild-
ur Þorkelsdóttir.
01:20 Daily Show: Global
Edition
01:45 Outlander (2:16)
02:45 Legends (6:10)
03:30 Boardwalk Empire (7:8)
04:25 Haywire
05:55 Pariah
06:00 Pepsi MAX tónlist
11:25 The Talk
12:05 The Talk
12:45 Dr.Phil
13:25 Dr.Phil
14:05 Survivor (3:15)
14:50 Kitchen Nightmares (5:10)
15:35 Growing Up Fisher (6:13)
16:00 The Royal Family (6:10)
16:25 Welcome to Sweden
16:50 Parenthood (5:22)
17:35 Remedy (5:10) Remedy er
kanadísk læknadrama og
fjallar um Griffin Gonnor
(Dillon Casey) sem hættir
í læknaskólanum og snýr
aftur heim. Hann fær vinnu
sem aðstoðarmaður á
sjúkrahúsinu sem faðir hans
stýrir og tvær metnað-
arfullar systur starfa.
Griffin líður hálfpartinn
eins og svarta sauðnum í
fjölskyldunni, eftir að hann
hætti í miðju læknanámi,
en lærir þó heilmargt á því
að vinna sem aðstoðar-
maður á spítalanum. Öllum
er brugðið þegar greining
Brunos reynist rétt og
bjargar lífi sjúklings dr.
Tuttle. Sjúklingur í brjálæð-
iskasti sparkar í magann á
hinni barnshafandi Sandy.
18:20 Reckless (8:13) Bandarísk
þáttaröð um tvo lög-
fræðinga sem laðast að
hvort öðru um leið og þau
þurfa að takast á sem and-
stæðingar í réttarsalnum.
19:05 Minute To Win It
Ísland (6:10) Minute
To Win It Ísland hefur
göngu sína á SkjáEinum!
Í þáttunum keppist fólk
við að leysa tíu þrautir en
fá eingöngu eina mínútu
til að leysa hverja þraut.
Ingó Þórarinsson, betur
þekktur sem Ingó veðurguð
stýrir þáttunum af mikilli
leikni og hvetur af krafti
alla keppendur að klifra
upp þrautastigann þar sem
verðlaunin verða glæsilegri
og veglegri með hverri
sigraðri þraut.
20:05 Gordon Ramsay Ultima-
te Cookery Course (17:20)
Frábærir þættir þar sem
Gordon Ramsey snýr aftur
í heimaeldhúsið og kennir
áhorfendum einfaldar
aðferðir við heiðarlega
heimaeldamennsku.
20:30 Red Band Society 8,3
(3:13) Allir ungu sjúklingarn-
ir í Red Band Society hafa
sögu að segja og persónu-
leg vandamál að yfirstíga.
Vandaðir og hugljúfir þættir
fyrir alla fjölskylduna.
21:15 Law & Order: SVU (11:24)
22:00 Fargo (5:10) Fargo eru
bandarískir sjónvarps-
þættir sem eru skrifaðir
af Noah Hawlay og eru
undir áhrifum samnefndrar
kvikmyndar Coen bræðra
frá árinu 1996 en þeir eru
jafnframt framleiðendur
þáttanna.
22:50 Hannibal (5:13)
23:35 Ray Donovan (8:12)
00:25 Scandal (18:18)
01:10 The Tonight Show
01:55 Fargo (5:10)
02:45 Hannibal (5:13)
03:30 Pepsi MAX tónlist
Óður til smáspjallsins
S
íðastliðið eitt og hálft ár hef
ég unnið heiman frá mér. Ég
bý í Stokkhólmi en vinn á
DV, íslensku blaði með skrif-
stofu í Reykjavík. Fundirn-
ir við ritstjórnina fara fram á Skype
og símtölin í gegnum tölvusíma
og farsíma – ég er með dásamlega
sænska símaáskrift sem gerir mér
kleift að hringja eins mikið og ég
vil til allra landa í Evrópu fyrir 8.500
krónur á mánuði. Símtöl við frétta-
öflun fara fram með sama hætti.
Svo er það bara internetið: Þar er
tölvupósturinn, símanúmerin,
gögnin og ritstjórnarkerfið
sem greinar eru settar inn
í til birtingar í blaðinu eða
á vefnum. Ég geri í raun
nánast nákvæmlega það
sama hérna úti og ef ég
sæti við tölvuna heima á
Íslandi og hringdi í fólk
og skrifaði fréttir. En það
er samt ákveðinn grund-
vallarmunur.
Ég tala við fjölda
fólks á Íslandi á hverjum
degi en ég hitti aldrei
neinn augliti til auglit-
is. Margir sem ég tala
við hafa ekki hugmynd
um að bý ekki á Íslandi.
Af hverju ættu þeir svo
sem að vita það? Blaða-
menn eru yfirleitt bara
raddir í síma sem spyrja
spurninga. Litlu skiptir
hvaðan þeir spyrja þessara
spurninga. Vinnulega séð skiptir
litlu máli hvaðan blaðamaður skrif-
ar fréttir, svo framarlega sem hann
hefur aðgang að tölvu, interneti og
síma. Auðvitað skiptir máli hvernig
blaðamennsku viðkomandi stund-
ar: Ekki er hægt að taka persónu-
leg helgarviðtöl í gegnum síma, að
minnsta kosti ekki almennt séð.
Fyrir almenna fréttaöflun fyrir dag-
blað eða vefmiðil skiptir landfræði-
leg staðsetning hins vegar litlu. Það
er fyrir löngu af sem áður var að
blaðamenn á prentmiðlum þeysist
á milli staða til að tala við fólk þegar
þeir geta einfaldlega hringt.
Ég sé fyrir mér fjölmiðla fram-
tíðarinnar þar sem kannski helm-
ingur starfsmannanna er ekki á
vinnustaðnum á ritstjórninni held-
ur annars staðar og samskiptin fara
fram yfir netið eða í gegnum síma.
Fyrirtækið sparar starfsmanna-
kostnað fyrir vikið: Þarf minna hús-
næði, færri tölvur, færri stóla og
skrifborð og minna fé fer í kaffi-
kostnað og svo má íhuga að segja
jafnvel upp áskriftinni að kakóvél-
inni sem enginn virðist nota. Þetta
er allt mögulegt; ég er ekki fyrsti
starfsmaður DV eða annarra fjöl-
miðla á Íslandi sem ekki er stað-
settur á vinnustaðnum sjálfum.
En það er eitt við það að vinna
heima sem ég hef ekki nefnt sem
maður áttar sig á þeim mun lengri
tíma sem maður gerir það. Þetta at-
riði snýst ekki um vinnuna sjálfa eða
möguleikann á því að vinna hana
á milli landa. Ég er heldur ekki að
tala um vandamál sem stafa
af því að verða þunglynd-
ur af einverunni, hætta
að klæða sig á morgn-
ana og sitja við vinnuna
á náttsloppnum eða nær-
buxunum einum klæða af
því það sér mann enginn;
og ég er heldur ekki
að tala um aukn-
ar líkur á því að
byrja að stunda
dagdrykkju yfir
vinnunni eða
temja sér ósiði
eins og að sofa
út og ætla svo að vera að fram á nótt.
Í vissum skilningi held ég að sá
sem vinnur einn geti verið fókuser-
aðri og afkastameiri en hann væri
á vinnustað með öðru fólki. Hann
þarf að vera meðvitaður um að vera
í ákveðinni rútínu og halda fast í
hana og ímynda sér að ekkert í að-
stæðum hans bendi til að hann sé
að vinna heiman frá sér – heimilið
á að vera eins og vinnustaðurinn í
huga hans.
Nei, þetta atriði snýst um díalog,
hversdagsleg samskipti og spjall um
daginn og veginn og bein samskipti
við annað fólk. Ég er ekki að tala um
djúp samskipti um endilega merki-
lega hluti heldur frekar yfirborðsleg
samskipti um ómerkilega hluti.
Þegar ég byrjaði að vinna heiman
frá mér fann ég
vitan lega ekki fyrir
því að ég saknaði
beinna samskipta
við fólk, spjalls-
ins við kaffivél-
ina á vinnustaðn-
um, stuttra og
yfirborðslegra
orðaskipta á milli
skrifborða eða að
skiptast á orðum
hér, orðum þar, á
stangli á rölti frá A
til B. Söknuðurinn
eftir þessu kemur
seinna. Fyrst um
sinn áttar maður
sig ekki á því hvað
það er sem vantar
því vinnan gengur
sinn vanagang sem
fyrr. Svo gerist það
með tímanum, eftir
því sem vikurnar í heimavinnunni
verða að mánuðum, að söknuður-
inn eftir hversdagslegum samskipt-
um smýgur inn í heilabúið á manni.
Það er nefnilega svo andskoti gef-
andi að spjalla, að tjitttjatta eða smá-
spjalla um ekkert, þó að maður átti
sig kannski ekki á því þegar maður
er í þeim aðstæðum hversdagslega.
Þetta er ísmeygileg tilfinning sem
læðist einhvern veginn innundir hjá
manni. Lítill hlutur en samt svo stór.
Hvað er það sem ég sakna? Hvað er
það sem vantar?
Þegar ég tek upp símann og
hringi, eða þegar hringt er í mig, finn
ég svo aftur þessa tilfinningu að eiga
í díalog eða samræðum við annað
fólk. Ég hef tekið eftir því hvernig
brúnin á mér eiginlega lyftist þegar
ég tala í símann á milli þess sem ég
sit við tölvuna og les og skrifa. En
það er ekki alveg sama tilfinningin
því tilgangurinn með símtölunum
er nær eingöngu praktískur, vinnu-
legur; ég á eitthvert erindi við þann
sem hringir. Við erum ekki að smá-
spjalla og símtalið kann meira að
segja að vera erfitt og eða óþægi-
legt. Samt er það bara þessi kontakt
við annan mann sem er svo upplífg-
andi.
Ég sé, sem fyrr segir, fyrir mér
fjölmiðla framtíðarinnar þar sem
kannski helmingur starfsmannanna
er ekki vinnustaðnum á ritstjórn-
inni heldur annars staðar. En í þessa
framtíðarmynd vantar svo mik-
ilvægan þátt sem maður áttar sig
kannski á þegar maður horfir kalt
á hlutina og veltir fyrir sér kost-
um þess og göllum við að vinna
heima – já, eða vinna bara einn
sama hvar það er. Smáspjall-
ið, hversdagsleg samskipti og
díalógur um allt og ekkert við
annað fólk á vinnustað, er það
sem einyrkinn fer á mis við
og mun að öllum lík-
indum sannar-
lega sakna hvað
mest. Þetta eru
ekki djúp sann-
indi, og þetta
er sannarlega
klisja, en þegar
maður vinn-
ur heima áttar
maður sig svo
sannarlega á
því hversu mjög maður
er manns gaman. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Helgarpistill
Vinnufélagi
Dagleg persónuleg
tengsl við vinnufé-
laga eru mikilvæg.