Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 24.–27. október 201410 Fréttir
Félag Jóns skuldar 1.500
milljónir umfram eignir
E
ignarhaldsfélag Jóns Ólafs-
sonar, Joco ehf., skuldar ríf-
lega 1.550 milljónir króna
umfram eignir. Þetta
kemur fram í ársreikningi
eignarhaldsfélags hans sem sam-
þykktur var í stjórn fyrirtækisins í
lok september síðastliðinn. Félagið
heldur meðal annars utan um hluta
af hlutabréfaeign Jóns í vatnsverk-
smiðjunni í Ölfusi sem framleið-
ir Icelandic Glacial-vatnið. Félagið
á eignir upp á tæplega 940 milljónir
króna en skuldar nærri 2,5 milljarða.
Hlutabréf færð niður
Jón hefur síðastliðin ár fyrst og
fremst einbeitt sér að rekstri vatns-
verksmiðjunnar og sagði hann í við-
tali við DV fyrir nokkrum árum að
hann hefði að mestu haldið að sér
höndum í lántökum og viðskiptum
á Íslandi fyrir hrunið 2008. Hann
sagðist hafa fengið fjölda símtala frá
bönkunum og mönnum úr atvinnu-
lífinu þar sem honum voru boðnar
alls kyns fjármálaafurðir með fjár-
mögnun frá bönkum. Hins vegar þá
hafi slík viðskipti ekki átt við hann.
„Nei, þetta bara hentaði mér ekki;
þetta var ekki ég.“
Í ársreikningi Joco vekur athygli
að hlutabréf fyrirtækisins í Vatns-
verksmiðjunni fyrir austan eru færð
niður um um rúmlega helming á
milli áranna 2012 og 2013, eins og
verðgildi þeirra hafi rýrnað. Í árslok
2012 voru þau verðmetin á nærri 230
milljónir króna en eru komin niður í
rúmlega 110 milljónir árið 2013. Ekki
er hins vegar að sjá að félagið hafi
selt hlutabréfin á árinu.
Á hús Sigurðar Nordals
Auk hlutabréfa á Íslandi á félag Jóns
meðal annars hús sem Sigurður Nor-
dal bjó í á Baldursgötu 33 í miðbæ
Reykjavík. Húsið er einkar glæsilegt
og er verðmetið á 360 milljónir króna
í ársreikningi Joco.
Þá kemur fram í veðbandayfir-
liti hússins að 120 milljóna króna
tryggingarbréf frá Arion banka hafi
verið fært á annan veðrétt hússins í
lok september síðastliðinn. Það lán
bætist við ný langtímalán upp á 330
milljónir króna sem Joco tók í fyrra.
Á húsinu á Baldursgötu í dag hvíla
veðbönd upp á samtals 170 milljón-
ir króna. Fyrirtækið fær því lánsfjár-
mögnun þrátt fyrir stöðu sína.
Joco á nokkur önnur íslensk
eignarhaldsfélög á Íslandi sem Jón
vinnur með. Meðal annars félög-
in Sonic ehf., Navia ehf., Sonic Pro-
ductions ehf. og Bíó ehf.
Í eigu Tortolafélags
Jón Ólafsson er hins vegar ekki
skráður eigandi Joco ehf. heldur
eignarhaldsfélagið Baraka Invest-
ment Limited sem skráð er á Bresku
Jómfrúaeyjum, nánar tiltekið á eyj-
unni Tortola. Í ágúst árið 2012 sótti
Íslandsbanki um íslenska
kennitölu fyrir þetta fé-
lag til ríkisskattstjóra.
Jón Ólafsson kem-
ur hins vegar ekki að
stofnun þess félags held-
ur einstaklingar í Hong
Kong þar sem félagið er
skráð með aðsetur.
Jón er aftur á móti
stjórnarmaður félags-
ins, sonur hans er fram-
kvæmdastjóri og það á
húsið sem hann býr í.
Dæmdur til að greiða
hálfan milljarð
Í mars í fyrra var Jón
dæmdur til að greiða
Landsbankanum nærri
hálfan milljarð króna
sem hann fékk að láni
með sjálfskuldar ábyrgð
hjá Sparisjóðnum í
Keflavík árið 2006. Lánið var veitt
til eignarhaldsfélagsins Yervistone
Ltd. en Jón var forsvarsmaður þess.
Upphaflega stóð til að
lánið yrði veitt án allra
ábyrgða en Jón var á
endanum látinn vera
í ábyrgð fyrir því. Lán-
ið var veitt til að kaupa
ótilgreind erlend hluta-
bréf.
Jón greiddi lítið af
láninu á næstu árum
og þegar Landsbankinn
yfirtók eignasafn Spari-
sjóðsins í Keflavík var
höfðað mál til að fá fjár-
munina til baka frá Jóni.
Bæði héraðsdómur og
Hæstiréttur dæmdu
hann til að greiða fjár-
munina til baka, sam-
tals nærri 2,3 milljónir
breskra punda.
DV hefur ekki heim-
ildir fyrir því hvort Jón sé
búinn að greiða umrædda
upphæð til baka en slík lán eru sett
í innheimtuferli þegar niðurstöður
dómsmála liggja fyrir. n
n Lán upp á nærri hálfan milljarð n Hlutabréf í vatnsverksmiðju færð niður
„Nei,
þetta
bara hentaði
mér ekki; þetta
var ekki ég.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is Tap á Joco Eignarhaldsfélag Jóns
Ólafssonar tapaði 43 milljónum í fyrra
og er eiginfjárstaða þess nú neikvæð
um 1.500 milljónir króna. MyND SIgTryggur ArI
Þ
að er búið að loka mig inni
í fangaklefa og ég veit ekki
hvenær ég losna út. Þeir
segjast vera að bíða eftir ein-
hverjum manni sem á að
taka skýrslu eða eitthvað á þá leið,“
segir sjúkraliðinn Lárus Páll Birgis-
son eða Lalli sjúkraliði eins og hann
er kallaður.
Lalli var á miðvikudag handtekinn
fyrir að „röskun á almannafriði“
þegar hann stóð friðsamlegur með
skilti fyrir utan bandaríska sendiráð-
ið. Á skiltinu stóði: „elskum friðinn.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lalli er
handtekinn fyrir að standa með skilti
fyrir utan sendiráðið en hann hef-
ur tvívegis verið dæmdur fyrir sama
verknað. Íslenska ríkið hafði fyrr um
daginn verið sýknað af tveggja og
hálfrar milljóna króna skaðabóta-
kröfu Lalla vegna sambærilegra
frelsis sviptinga og dóma sem féllu yfir
honum í kjölfarið.
Í samtali við DV fyrripartinn á mið-
vikudag sagði Lalli að hans fyrsta verk
eftir vinnu klukkan fjögur yrði að taka
sér stöðu með skiltið sitt fyrir framan
sendiráðið enda telur hann sig hafa
rétt til þess að viðhafa tjáningu á gang-
stéttinni fyrir framan sendiráðið, en
hún tilheyrir Reykjavíkurborg en ekki
lóð sendiráðsins. Um klukkan tuttugu
mínútur yfir fjögur hafði Lárus ver-
ið handtekinn. „Það er búið að hand-
taka mig fyrir að röskun á almannafrið
hvað sem það nú þýðir,“ sagði hann í
samtali við DV stuttu eftir handtökuna
en bætti við að hann hygðist taka sér
stöðu fyrir framan sendiráðið um leið
og hann losnaði. n
jonbjarki@dv.is
Aftur handtekinn fyrir að elska friðinn
Lalli sjúkraliði tvívegis verið dæmdur fyrir friðsamleg mótmæli
Aftur tekinn Lalli sjúkraliði stóð með skiltið fyrir utan sendiráðið á miðvikudag. Var hann
handtekinn fyrir „röskun á almannafriði“. MyND SIgTryggur ArI
Ofbeldi í
karlaklefa
„Kannski átti ég hreinlega að
hringja á lögregluna,“ skrifar
Björn Þorláksson, ritstjóri Akur-
eyrar Vikublaðs, í leiðara blaðsins
á fimmtudag þar sem hann lýsir
líkamlegu ofbeldi sem hann varð
vitni að í karlaklefanum í Sund-
laug Akureyrar.
„Ég hef séð
c.a. 6 ára barn
löðrungað fyr-
ir það eitt að
vera fjarhuga
þegar því
var ætlað að
klæða sig
sem hrað-
ast í fötin að
sundferð lok-
inni. Drengur-
inn minn var með mér í bún-
ingsklefanum, nokkru yngri en
þolandinn. Hann tók ekki eftir
löðrungnum og mér fannst
mikil vægt að hann yrði ekki
vitni að ofbeldinu þannig að ég
greip hann í fangið svo færðum
við okkur fjær ofbeldisfulla
föðurnum þegar hitt hefði komið
til greina að aðhafast, það hefði
ég gert einsamall,“ skrifar Björn
sem veltir því fyrir sér hvort hann
hafi tekið ranga ákvörðun og
hvort hann hefði hreinlega átt að
hringja á lögregluna.
Hann segist segja þessa sögu til
að minna á að þótt það sé í eðli
flestra að gæta hagsmuna eigin
fjölskyldu umfram aðra hags-
muni þá beri fólki líka skylda til
að aðhafast gegn ofbeldi ef grun-
ur leikur á því.
„Hafa samband við yfirvöld og
fagfólk, huga alla daga að okkar
minnstu bræðrum og systrum
sem síst geta varið sig.“
Björn Þorláksson
Forðuðu sér
eftir að þeir
voru gripnir
Tollverðir á Seyðisfirði haldlögðu
nýverið búnað sem notaður er til
að opna lása. Búnaðurinn fannst
við leit í bifreið, sem kom til
landsins með Norrænu á vegum
þriggja manna, sem sjálfir komu
með flugi til landsins.
Þremenningarnir, sem allir
eru af erlendu bergi brotnir,
kváðust ætla að dvelja hér í
mánuð. En eftir að búnaðurinn
hafði verið haldlagður breyttu
þeir áformum sínum skyndilega
og hröðuðu för sinni úr landi
með bílinn. Búnaðurinn sam-
anstóð af fjórum litlum kössum
með opnunarlyklum og örfín-
um sexkanti auk fleiri muna, sem
taldir eru tengjast lásaopnun. Að
auki var fjaðurhnífur haldlagður.
Tollverðir spurðu mennina
um fyrirhugaða notkun á þessum
búnaði áður en hinir síðarnefndu
yfirgáfu landið. Skýringar þær
sem aðilar þessir gáfu tollvörðum
voru metnar ótrúverðugar og er
það mat tollstjóra að líkur séu á
því að búnaðinn hafi átt að nota í
óheiðarlegum tilgangi og aðgerð-
ir tollgæslunnar hafi komið í veg
fyrir þau áform.