Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 38
38 Lífsstíll Helgarblað 24.–27. október 2014 Kyrrsetumanneskja sem varð íþróttafrík n Fékk hjólabakteríuna í vor n Hefur hjólað á þriðja þúsund kílómetra n Vinnur í reiðhjólaverslun É g geng í barndóm þegar ég sest á hjólið mitt. Ég brosi allan hringinn og það er oft svolítið vandræðalegt, enda gleypti ég allmargar flugur í sumar. Þetta er svo ofboðslega gaman,“ segir fjölmiðlakonan Kol- brún Björnsdóttir, betur þekkt sem Kolla, sem nú hefur söðlað um og hafið störf í hjólaversluninni Kria Cycles sem er úti á Granda. Hún fékk hjólreiðabakteríuna í vor eftir að hafa tekið þátt í WOW cyclathon, en þátttaka í þeirri keppni var afrek út af fyrir sig á þeim tíma. Fann sig ekki í neinu sporti „Það var Rikka á Stöð 2 sem stakk upp á því að við byggjum til lið fyrir WOW cyclathon, sem mér fannst alveg klikkuð hugmynd þegar hún nefndi hana fyrst,“ segir Kolla og hlær. „Þá hafði ég í raun ekki stundað neina líkamsrækt frá því að ég var í menntaskóla,“ bætir hún við. Hún hafði lengi leitað að ein- hverju sporti sem henni þætti skemmtilegt en hafði ekki fund- ið sig í neinu. Það var ekki fyrr en hún kynntist hjólreiðunum að hún fann að hún var á réttri hillu. „Mér þótti öll almenn líkamsrækt sjúk- lega leiðinleg en þetta var ein- hvern veginn nógu klikkað til að vera spennandi, þannig að ég sló til og tók þátt. Fór og keypti mér hjól og fannst þetta brjálæðis- lega gaman,“ segir Kolla um WOW cycla thon í vor. Fyrsti túrinn sex kílómetrar Þrátt fyrir að Kolla hefði æft sig töluvert fyrir WOW cyclathon þá fór hún ekki að hjóla að ráði fyrr en eftir keppnina. „Þá byrjaði ég fyrir alvöru að hjóla og er búin að hjóla mjög mikið. Ég er búin að hjóla á þriðja þúsund kílómetra í sumar. Fyrir byrjanda er það alveg slatti,“ segir hún alveg án þess að gorta. Kolla segir fyrsta hjólatúrinn sinn í vor þó ekki hafa lofað góðu, en hann var aðeins um sex eða sjö kílómetrar. „Ég var alveg búin eftir hann og var eiginlega frekar fúl út í manninn minn fyrir að hafa val- ið leið með brekku sem eftir á að hyggja var í raun bara smá halli. Ég þurfti alveg að setjast niður og hvíla mig,“ segir Kolla hlæjandi þegar hún rifjar þetta upp. „Það er samt svo frábært við hjólreiðarnar hvað þetta er ótrú- lega fljótt að koma. Maður er svo ofboðslega fljótur að vinna upp þol og styrk.“ Gott að hjóla í hóp Kolla skráði sig fljótlega í hjólreiða- félag og hefur kynnst fjölda frá- bærs fólks í gegnum hjólreiðar nar. Hún segir leitun að leiðinlegum hjólreiðamanni og gerir ekki ráð fyrir að finna einn slíkan. Hún hafi bara kynnst snillingum á síð- ustu mánuðum. „Þetta er mjög félagslegt sport og það er auð- velt að finna hóp til þess að hjóla með. Ég mæli með því að þeir sem hjóla einir og eru að æfa sig finni sér einhvern hóp til þess að hjóla með. Bæði vegna félagsskaparins og þess að maður lærir svo mikið af því að hjóla í hóp.“ Gott að láta loftið leika um andlitið Kolla segir að allir geti hjólað, enda hafi flestir, ef ekki allir, lært að hjóla þegar þeir voru börn. „Við getum þetta öll og það þurfa ekkert allir að hjóla neitt rosalega hratt. Fólk bara hjólar á sínum hraða og nýtur þess. Lætur loftið leika um andlitið og fær súrefni í lungun.“ Hún segir að fólk megi ekki verða hrætt þegar það sjái hjól- reiðamenn á svokölluðum racer- hjólum þeysa um göturnar. Það þurfi ekki allir að fara í þann pakka. „Ég er ekkert að fara jafn sjúklega hratt og þeir sem eru að keppa. Ég bara hjóla á mín- um hraða og keppi við sjálfa mig. Svo tek ég kósí rúnta með stelp- unum og við förum á kaffihús eða eitthvað slíkt.“ Kolla segir hjól- reiðarnar vera frá- bæra útivist og hreyf- ingu og hún hafi ekki verið í betra formi síðan hún var ung- lingur. „Ég get varla lýst því hvað það hefur orðið mikil breyting á minni líðan eft- ir að ég byrjaði að hjóla. Ef ég gat þetta þá geta þetta allir.“ Hlakkar til að mæta í vinnuna Á aðeins nokkrum mánuðum hef- ur Kolla þróast úr því að vera al- gjör kyrrsetumanneskja í að lifa og hrærast í íþróttum, bæði í leik og starfi. Hún hlær þegar blaðamaður spyr út í þessa algjöru kúvendingu og hvernig nýja lífið leiki hana. „Til að toppa þetta alveg og til að geta gert nákvæmlega það sem ég elska og elskað það sem ég geri, þá fór ég að vinna í hjólabúð.“ Aðspurð segist Kolla ekki beint hafa sótt um starf í versluninni, heldur hafi málin einhvern veginn bara þróast svona. „Þetta var upp- áhaldshjólabúðin mín sem ég kom reglulega í og svo æxlaðist það þannig að það varð samkomulag um að ég færi að vinna hjá þeim,“ útskýrir hún. Kolla nýtur sín vel í versluninni og segir starfið mjög skemmtilegt. „Það eru algjör forréttindi að fá að starfa við áhugamálið mitt. Ég er allan daginn í þessu og að hlakka til að mæta í vinnuna er dásam- legt,“ segir Kolla og ljómar öll þegar hún ræðir nýja starfið. n Auðvelt að hjóla á veturna Gættu þess að þér verði ekki kalt á höndum, fótum og höfði Í hugum margra eru hjólreiðar eflaust frekar sumaríþrótt en Kolla segir ekkert því til fyrirstöðu að hjóla líka á veturna. Hún er sjálf búin að koma sér upp búnaði sem gerir henni kleift að þjóta um göturnar í kulda og snjó á næstu mánuðum. „Maður þarf kannski að hafa pínulítið meira fyrir þessu á veturna. Veðrið getur auðvitað verið misjafnt, en það er yfirleitt betra en maður hélt þegar maður er kominn út og sestur á hjólið,“ segir hún sannfærandi. Kolla segir þó nauðsynlegt að huga að ýmsu þegar hjólað er á veturna, bæði hvað hjólið varðar og hjólreiðamanninn sjálfan. „Þegar kemur að hjólinu eru góð ljós númer eitt, tvo og þrjú, bæði svo þú sjáir hvert þú ert að hjóla og svo aðrir sjái þig. Góð dekk eru líka mikilvæg og langflestir fara á nagladekk á veturna. Við erum nefnilega oft að hjóla á göngustígum og þar er ekki saltað og oft töluverður snjór. Svo þarf hjólreiðamaðurinn að huga að því að klæða sig vel. Auðvitað klæðir maður sig í vetrarföt, góðan jakka og buxur, en erfiðast er að ná að halda almennilegum hita á fótum og höndum.“ Hún segir því mikilvægt að verða sér úti um hlýja hanska og góða skó og gæta þess einnig að verða ekki kalt á höfðinu. „Maður þarf þó minna af fötum en maður heldur því manni hitnar svo fljótt af því að hjóla,“ bendir Kolla á. „Það er samt svo frábært við hjól- reiðarnar hvað þetta er ótrúlega fljótt að koma. Úti að hjóla Kolla er búin að hjóla um 3.000 kílómetra síðan í vor. Kúventi lífsstílnum Kolla var algjör kyrrsetumanneskja og hafði í raun ekki stundað líkamsrækt frá því að hún var í menntaskóla. Mynd SiGtryGGur Ari WOW cyclothon Kollu fannst það klikkuð hugmynd þegar Rikka vinkona hennar stakk upp á því við hana að þær skelltu í lið í WOW cyclothon. Sólrún Lilja ragnarsdóttir solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.