Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 24.–27. október 2014 „Niðurlægjandi og niðurbrjótandi“ n NPA verður ekki lögfest á þessu ári n Freyja gagnrýnir seinagang í málefnum fatlaðs fólks L ögfesting um notendastýrða persónulega aðstoð verður ekki sett fram á Alþingi á þessu ári líkt og kveðið er á um í lög- um um málefni fatlaðs fólks. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins í svari við fyr- irspurn DV. Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður og fyrrverandi fram- kvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar, gagnrýnir seinagang við innleiðingu aðstoðarinnar og skort á upplýsinga- gjöf frá ráðuneytinu. Hún segir al- veg ljóst að ef viljinn hefði verið fyrir hendi hefði mátt innleiða aðstoðina í lok árs. Tvö ár séu of langur tími til að bíða niðurstöðu um varanlegt frelsi fatlaðs fólks. Ráðherra sýnir ábyrgðarleysi Þriggja ára tilraunaverkefni um not- endastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk, sem samkvæmt lög- um á að leiða til lögfestingar NPA fyrir lok þessa árs, lýkur um áramót. Nú er ljóst að frumvarp um lögfestingu NPA verður ekki lagt fyrir á þessu ári. Rúm- lega fimmtíu fatlaðir einstaklingar, sem fengið hafa NPA samninga, hafa því verið í óvissu um framhaldið. Stjórnarformaður NPA miðstöðvar- innar, Rúnar Björn Herrera, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af gangi mála og þá skrifaði Freyja Har- aldsdóttir, varaþingmaður og fyrr- verandi framkvæmdastýra NPA mið- stöðvarinnar, einnig pistil um málið. DV leitaði svara hjá velferðarráðu- neytinu og fékk þau svör að lögfesting muni ekki fara fram á þessu ári held- ur standi til að framlengja tilraunaver- kefnið um tvö ár, eða til ársloka 2016. Í svari við fyrirspurn DV kemur einnig fram að fjármunir séu fyrir hendi til að halda áfram þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir um NPA og þá standi vonir til að hægt verði að sækja aukið fé til Alþingis við yfirstandandi fjárlagagerð til að fjölga samningum. Ekki hafi verið fallið frá því að lögfesta NPA sem þjónustuúrræðis við fatlað fólk. Í pistli Freyju Haraldsdóttur gagn- rýnir hún meðal annars skort á upp- lýsingagjöf og samráði. Eftir því sem hún best viti bóli ekkert á löggjöf og þá sé ekki skilgreint fjármagn fyrir NPA í fjárlögum. Hún líti því svo á að þær rúmlega fimmtíu fötluðu manneskjur sem fengu NPA samning í tilraunaver- kefninu séu í óvissu um framhaldið. Þegar blaðamaður upplýsir Freyju um fyrirætlun Eyglóar Harðardóttur, fé- lags- og húsnæðismálaráðherra, kem- ur hún af fjöllum. Henni finnst afar óeðlilegt að hún fái upplýsingar um sitt frelsi frá blaðamanni. „Ég tel það mjög mikið ábyrgðarleysi að láta not- endur ekki vita hvert sé planið. Eygló hefur fengið nokkrar fyrirspurnir á Al- þingi um málið en aldrei svarað með þessum hætti áður,“ segir Freyja. „Ég fagna því auðvitað að það sé á dagskrá að tryggja áframhaldandi þjónustu við okkar en í rauninni breyta þessar frétt- ir ekki afstöðu minni. Þarna er bara verið að ýta á undan sér einhverju sem væri alveg hægt að klára. Maður bjóst svo sem alltaf við því að það yrði einhver frestun en tvö ár er ótrúlega langur tími. Þetta er eins og að hlaupa maraþon en það er alltaf verið að færa markið lengra í burtu. Ég veit núna að ég mun lifa sjálfstæðu lífi næstu tvö árin, en hvað svo? Og hvað með þá sem komust ekki í tilraunaverk efnið og bíða enn eftir aðstoð?“ Umdeild formannsskipti Fyrir rúmu ári voru umdeild for- mannsskipti í verkefnisstjórn um NPA. Guðmundi Steingrímssyni var vísað frá og í staðinn var fenginn emb- ættismaður úr velferðarráðuneytinu, Þór G. Þórarinsson, sem var starfs- maður nefndarinnar í formannstíð Guðmundar. „Mín afstaða er sú að markmiðið með því að skipta um for- mann hafi augljóslega verið að láta þetta þjónustufyrirkomulag stranda og á endanum renna út í sandinn,“ segir Freyja, en hún var áheyrnarfull- trúi í verkefnisstjórninni þar til í janú- ar síðastliðnum. Í kjölfar formannsskiptanna sendu NPA miðstöðin, Öryrkjabandalag Ís- lands og Þroskahjálp frá sér yfirlýs- ingar þar sem ákvörðun félagsmála- ráðherra var harðlega mótmælt. Engu að síður stóðu formannsskiptin. „Að- stoðarmaður félags- og húsnæðis- málaráðherra svaraði fyrirspurn um formannsskiptin á sínum tíma og sagði að það ætti ekki að koma stjórn- málamönnum á óvart þótt pólitískt skipaðar stjórnir taki breytingum við ríkisstjórnarskipti þar sem traust skipti öllu í mikilvægum málum. Nú- verandi formaður verkefnisins sem ráðherra skipaði er starfsmaður vel- ferðarráðuneytisins, hefur mikla fag- lega þekkingu á NPA og var að mati ráðherra rétti aðilinn til að leiða þetta vandasama starf,“ segir í svari frá vel- ferðarráðuneytinu. Dýrt að brjóta mannréttindi Freyja segir að á þessum tveimur árum, áður en formannsskiptin urðu, hafi verkefnisstjórnin unnið mikið verk. Unnin hafi verið handbók um NPA, leiðbeinandi reglur fyrir sveitar- félög, drög að samstarfssamningi milli umsýsluaðila og sveitarfélaga, haldin ráðstefna, farið í fræðsluferð um landið, kominn var bráðabirgðakjara- samningur, vinnustrúktúr hjá skattin- um, rannsókn á tilraunaverkefninu var að hefjast sem átti að leggja grunn að lögfestingunni og margt fleira. Þess vegna ætti ekki að vera flókið að taka næsta skref og lögleiða NPA. „Þetta strandar ekki á þekkingu eða reynslu. Þetta strandar á vilja,“ segir Freyja. „Rökin sem eru yfirleitt notuð eru að þetta sé svo dýrt. En ef maður skoðar heildarmyndina, til dæmis afleidd- an kostnað við að stofnanavæða fólk, þá er líka mjög dýrt að brjóta mann- réttindi.“ Áheyrnarfulltrúar upplýsi almenning Eitt af því sem Freyja gagnrýnir í pistli sínum er að engin fundargerð hafi verið birt á vef velferðarráðuneytis- ins frá formannsskiptum. Í fyrirspurn DV til ráðuneytisins er meðal annars spurt um þetta. Í svari ráðuneytis- ins segir að NPA miðstöðin sé með áheyrnarfulltrúa á fundum verkefnis- stjórnarinnar. Þessir fulltrúar hafi því á hverjum tíma upplýsingar um alla fundi sem séu haldnir, fjölda þeirra, fundartíma, dagskrá og niðurstöður umræðunnar. Reiknað hafi verið með því að fulltrúar NPA miðstöðvarinn- ar miðluðu þessum upplýsingum til síns baklands. Þessi svör ráðuneyt- isins segir Freyja afar ófullnægjandi. „Hér er verið að setja ábyrgð í hend- ur fatlaðs fólks sem hefur ekkert vald í þessari nefnd, er bara áheyrnarfull- trúar og hefur engan atkvæðisrétt. Að setja það í hendur áheyrnarfulltrúa að upplýsa almenning um gang mála er ótrúlega ljótt að mínu mati. Þetta er nefnd á vegum ráðuneytisins en ekki NPA miðstöðvarinnar og mér finnst ráðamenn með þessu sýna mikla ófagmennsku í starfi,“ segir Freyja. Skrítið og óskiljanlegt ferli Freyja segir í pistli sínum margt í vinnu verkefnisstjórnarinnar hafa verið skrítið og stundum óskiljan- legt. Hún segist meðal annars hafa séð hvernig ýmis öfl, til dæmis innan ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hafi reynt að stjórna þróun mála með þeim hætti að úti- loka átti vissa hópa frá þjónustunni og setja skrítnar reglur sem þjónuðu fyrst og fremst hagsmunum kerfisins. Þegar blaðamaður biður hana um að útskýra þetta nánar segir hún til dæm- is mikinn tíma hafa farið í að ákveða hverjir ættu að hafa tilkall til þjón- ustunnar. „Í fyrstu var bara talað um að það yrði hreyfihamlað fólk, blint fólk og bara fullorðið fólk. Þannig átti að útiloka fólk með geðraskanir, fólk með þroskahömlun og fötluð börn. Það var mikil hræðsla hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að það ætti að opna á þetta fyrir fötluð börn og rökin sem voru notuð voru að þörf- in væri svo mikil. Einnig áttu að vera reglur um að þú mættir ekki ráða ætt- ingja þína sem aðstoðarfólk sem er mjög skrítið því það getur verið mjög mikilvægt fyrir ákveðna hópa. Ef þú til dæmis fatlast í slysi þá viltu kannski fyrst um sinn að einhver nákominn þér aðstoði þig,“ segir Freyja. Falin þörf Líkt og áður segir njóta nú rúmlega fimmtíu manns NPA. Freyja segir þörfina miklu meiri og að tugir manna bíði þess að þjónustan verði lögfest. Hún segir raunverulega þörf aldrei vera uppi á borðum. Hún sé falin. „Flest fatlað fólk er bara heima hjá sér upp á ættingja sína komið. Rosa- lega margir foreldrar fatlaðra barna, makar fatlaðs fólks og fjölskyldumeð- limir þurfa að leggja sitt líf til hliðar og ganga í hlutverk aðstoðarfólks. Þetta þurfti mamma mín að gera þangað til ég fékk NPA og hún fékk aldrei borgað fyrir það. Þetta þótti bara sjálfsagt. Við erum í raun með neðanjarðarþjón- ustukerfi sem byggir á sjálfboðaliða- starfi aðstandenda fatlaðs fólks. Þetta er bara ákveðið þrælahald.“ Freyja segir viðhorf til fatlaðs fólks þurfa að breytast. „Við erum álitnir sjúklingar. Við erum eitthvert góð- gerðamál velferðarkerfisins og það er ekki gert ráð fyrir því að við höfum skoðanir eða hæfni til að taka ákvarð- anir um okkar eigið líf. Þegar við stíg- um síðan upp og krefjumst þess að hafa vald yfir okkar eigin lífi þá fer allt í baklás. Mér finnst þetta gefa mér þau skilaboð að mitt frelsi og mitt sjálf- stæði skipti engu máli. Það skipti engu máli hvort ég taki þátt í samfélaginu eða ekki. Þetta eru ótrúlega niður- lægjandi og niðurbrjótandi skilaboð,“ segir Freyja. n Gagnrýnir seinagang stjórnvalda Freyja Har- aldsdóttir segir tveggja ára bið eftir innleiðingu NPA of langan tíma. Lögfestingu frestað Eygló Harðardóttir mun leggja til að yfirstandandi samstarfsverk- efni um NPA verði framlengt um tvö ár, eða til ársloka 2016. MynD SiGtRyGGUR ARi „Eins og að hlaupa maraþon en það er alltaf verið að færa markið lengra í burtu. „Þetta er bara ákveðið þrælahald Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.