Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Side 24
Helgarblað 24.–27. október 2014
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
24 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Fréttastjóri: Jóhann Hauksson
Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson
Sölu- og markaðsstjóri: Helgi Þorsteinsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Umræðan stendur yfir
U
mfjöllun DV í vikunni um
mestu breytingar á vopna-
búnaði lögreglunnar í
landinu frá stofnun Víkinga-
sveitarinnar 1982 vekur fjölmargar
spurningar sem yfirvöld lögreglu-
mála í landinu hafa ekki svarað svo
fullnægjandi geti talist.
Hátt í 300 hríðskotabyssur af
gerðinni MP5 voru keyptar frá
Noregi með leynd fyrir lögreglu-
embætti landsins og Landhelgis-
gæsluna. Þetta telst umtalsverð
viðbót við núverandi vopnabúr lög-
reglunnar þó svo yfirmenn henn-
ar haldi því fram að um eðlilega
endurnýjun sé að ræða.
Komið hefur í ljós að umleitanir
um byssukaupin frá Noregi ná rúm
fjögur ár aftur í tímann. Ákvarðan-
irnar að baki þeim eru ennþá um
margt óljósar og rökstuðningur
ríkis lögreglustjóra fyrir þeim er bæði
brotakenndur og óljós. Sumpart
hefur ríkislögreglustjóraembættið
reynt að vísa ábyrgðinni á kaupun-
um yfir á stjórnmálamenn sem nú
keppast við að afneita henni, þar á
meðal Ögmundur Jónasson, fyrr-
verandi innanríkisráðherra.
Ögmundur sakar þannig Jón
Bjartmarz, yfirlögregluþjón hjá
ríkislögreglustjóra, beinlínis um
ósannindi þegar Jón hefur í rök-
stuðningi fyrir breytingunum vís-
að til stöðuskýrslu um löggæsluna
sem lögð var fyrir Alþingi í innan-
ríkisráðherratíð Ögmundar, þar sem
komið hafi fram kröfur um aukinn
vopnabúnað.
Ögmundur segir Jón hafa geng-
ið fram fyrir skjöldu í fjölmiðlum
fyrir hönd ráðherra og ríkislög-
reglustjóra til að réttlæta ákvarð-
anir um að koma hríðskotabyssum
fyrir í almennum lögreglubílum.
Ögmundur segist „mjög ósáttur við
að nú sé bætt í vopnabúrið með það
markmið í huga að vopn verði að-
gengilegri fyrir almenna lögreglu-
menn. Þar með er stigið afrifaríkt
skref í þá átt að almenn íslensk lög-
regla sé vopnuð.“ Björn Bjarnason,
fyrrverandi dómsmálaráðherra,
gagnrýnir síðan Ögmund fyrir að
hlaupast undan ábyrgð. Jafn súr-
realísk sveifla með hugtök eins og
ábyrgð og ábyrgðarleysi hefur ekki
sést lengi í íslenskum stjórnmálum.
Sú sveifla gengur út á það að sitjandi
innanríkisráðherra og Alþingi hafi
á sínum tíma í raun samþykkt nýjar
áherslur í vopnaburði löreglunnar í
landinu, en bara óafvitandi.
Meginatriðin og lykilbreytingin
sem felast í ákvörðunum ríkislög-
reglustjóra og Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur innanríkisráðherra í
tengslum við vopnakaupin skína
þó í gegn í orðum Jóns F. Bjartmarz
og Haraldar Johannessen ríkislög-
reglustjóra í viðtölum við RÚV í vik-
unni. Jón ýjaði þannig sterklega að
því í Kastljósi að ef skotvopnum væri
ekki komið fyrir í lögreglubílum gæti
það leitt til þess að lögregumenn
gætu varla sinnt þeirri frumskyldu
að vernda líf og heilsu borgarans.
Og Haraldur Jóhannessen slær
úr og í. Í einu orðinu segir hann ekki
verið að setja hríðskotabyssur í 150
eða 200 lögreglubíla á landinu en í
hinu að hann styðji lögreglustjóra í
landinu ef þeir ákveði að taka hríð-
skotabyssurnar í notkun með hvaða
hætti sem þeir vilja.
Áherslubreytingin er líka undir-
strikuð með því að allir nýir lög-
reglubílar verða nú útbúnir með
geymslum fyrir skotvopn, en
skammbyssur eru nú þegar til stað-
ar í 10 til 20 bílum fjögurra lögreglu-
embætta úti á landi.
Því fyrr sem yfirvöld lögreglu-
mála hætta að fara undan í flæm-
ingi og vísa frá sér ábyrgð hvað
varðar breytingar á vopnabúnaði
lögreglunnar því betra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra fór með yfirstjórn
lögreglumála þegar byssurnar voru
keyptar. Það eina sem hún hefur
látið frá sér fara um málið er að frá-
leitt sé að almenna lögreglan verði
skotvopnavædd án þess að umræða
fari fyrst fram um það.
Hanna Birna, umræðan stendur
yfir og við söknum þín úr henni. n
Ábatasöm umskipti
Afbrotafræðingurinn og lögreglu-
maðurinn fyrrverandi, Jón Óttar
Ólafsson, hefur verið talsvert í
umræðunni í fjölmiðlum það sem
af er hausti.
Jón Óttar vann hjá embætti
sérstaks saksóknara og byrjaði
að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi
samhliða því, meðal annars fyrir
þrotabú Milestone sem hann
seldi skýrslu um gjaldþol félags-
ins fyrir um 30 milljónir króna.
Hann lét svo af störfum hjá emb-
ættinu og var kærður til ríkissak-
sóknara fyrir trúnaðarbrot í starfi
– kærunni var síðar vísað frá.
Jón Óttar hefur unnið talsvert
fyrir aðila sem eru til rannsókn-
ar hjá embætti sérstaks sak-
sóknara, meðal annars Sam-
herja, síðustu misserin. Umskipti
Jóns Óttars hafa verið ágætlega
ábatasöm fyrir hann enda borgar
ríkið sannarlega ekki best. Þegar
Jón Óttar vann hjá sérstökum
bjó hann í blokkaríbúð í Vestur-
bænum en nú býr hann í nýju 70
milljóna raðhúsi í Garðabænum.
„Galvaskur sauður
feðraveldisins“
Skáldsaga Steinars Braga Guð-
mundssonar um Kötu fer langt í frá
penum höndum um nokkra nafn-
greinda menn í íslensku samfélagi.
Svo eru það
þeir menn í sam-
félaginu sem aug-
ljóslega er vísað
til með ákveðnum
persónum án þess
þó að viðkomandi
heiti það sama og
þeir heita í raunveruleikanum.
Einn af þeim sem kemur fram
undir nafni í bókinni er blaðamað-
urinn Jakob Bjarnar Grétarsson hjá
365. Í bókinni er hann kallaður
„galvaskur sauður feðraveldisins“
og er gefið í skyn að hann hampi
vafasömum mönnum í fjölmiðlum.
Ljóst er að bók Steinars Braga
mun leiða til talsverðrar umræðu
í samfélaginu og verða umdeild
fyrir margar sakir.
Bara borgarstjórar
Borgarstjórar, fyrrverandi og
núverandi, sitja við allar hlið-
ar borðsins þegar kemur að
ákvörðun um að leggja niður
þriðju flugbrautina á Reykjavíkur-
flugvelli, neyðarbrautina, svo
Valsarar geti numið fyrsta flugvall-
arlandið í Vatnsmýri sem fer und-
ir íbúðabyggð. Þetta eru Þórólfur
Árnason, sem var til skamms tíma
stjórnarformaður Isavia en er nú
forstjóri Samgöngustofu, Hanna
Birna, ráðherra samgöngumála,
og svo auðvitað Dagur núverandi
borgarstjóri. Hanna Birna gæti
verið búin að koma sér í enn eina
klípuna hér því lögformleg ör-
yggisnefnd flugmálayfirvalda á
vegum Isavia á eftir að skila loka-
niðurstöðu um áhrif lokunarinnar.
Komist nefndin að þeirri niður-
stöðu að ekki sé forsvaranlegt að
loka þriðju brautinni er ekki talið
útilokað að Valsmenn telji sig
verða að sækja bætur til borgar-
innar, sem teldi sig þá eiga endur-
kröfu á samgönguráðherra, fyrir
að samþykkja eitthvað, sem átti
eftir að fara í gegnum lögformlegt
ferli. Svolítið flókið, en kannski líka
of margir borgarstjórar við borðið.
Sarajevó, lýðræði og mannréttindi
F
yrir hundrað árum og fjórum
mánuðum reyndu sjö ungir
Serbar í Sarajevó að myrða
Franz Ferdinand stórher-
toga og ríkisarfa austurrísk-
ungverska keisaradæmisins. Tilræðið
virtist ætla að fara út um þúfur. Tveir
úr fylgdarliði hertogans slösuðust.
Hann bað þá bílstjóra sinn að aka sér
á spítalann, svo að hann gæti vitjað
hinna slösuðu fylgdarmanna sinna.
Bílstjórinn villtist af leið og ók með
hertogann og Soffíu konu hans beint
í flasið á einum samsærismannanna,
Gavrilo Princip, sem neytti lags og
skaut þau bæði til ólífis. Princip var
þá 19 ára. Skotárásin var notuð sem
átylla til að hefja stríðið mikla, sem
síðar fékk nafnið fyrri heimsstyrjöldin
1914–1918.
Byssuskotin í Sarajevó voru þó
ekki orsök stríðsins, heldur bara neist-
inn, sem kveikti bálið. Sagnfræðingar
líta nú margir svo á, að stórveldastríð
hafi legið í loftinu frá því skömmu eft-
ir aldamótin 1900, m.a. vegna þjóð-
rembu og vegna óuppgerðra saka eftir
stríð Frakka og Þjóðverja 1869–1870,
þar sem Þjóðverjar höfðu betur. Segja
má, að stríð Frakka og Þjóðverja 1869–
1870 hafi kallað á fyrri heimsstyrj-
öldina, sem kallaði á síðari heims-
styrjöldina, og hún kallaði á stofnun
ESB og nær óslitinn frið í Evrópu æ
síðan.
Forgarður fasismans
Nær óslitinn frið, segi ég, því að
Balkanskaginn er púðurtunna enn
sem endranær. Þegar Júgóslavía lið-
aðist í sundur eftir hrun kommún-
ismans 1989–1991, brauzt þar út
blóðug borgarastyrjöld. Hún leiddi
af sér mestu voðaverk eftirstríðsár-
anna í Evrópu. Serbar slátruðu tug-
þúsundum múslima í Bosníu. Serb-
neskir þjóðernissinnar stefna enn á
landvinninga og ógna nágrönnum
sínum. Þeir héldu á dögunum hersýn-
ingu, sem var eins og atriði úr 80 ára
gamalli kvikmynd, með gæsagangi og
öllu saman. Ég sá þetta í sjónvarpinu
í Sarajevó. Vladimír Pútín Rússlands-
forseti var á staðnum og virtist ánægð-
ur. Vandinn er ekki bundinn við
Balkanskaga. Ungverska ríkisstjórnin
storkar nú mannréttindum og hugs-
ar upphátt um fyrirhugaða landvinn-
inga. Fyrirmyndin er Rússland.
Þjóðremban er ekki bundin við
Austur-Evrópu. Í Finnlandi er stjórn-
málaflokkur, sem heitir Sannir Finn-
ar og á fulltrúa á þinginu þar. Í Stokk-
hólmi sitja Svíþjóðardemókratar á
þingi með 13% kjósenda að baki sér.
Þeir eiga rætur að rekja til nýnasista og
nærast á andróðri gegn innflytjend-
um. Þjóðremba hefur einnig rutt sér
til rúms í stjórnmálum hér heima svo
sem ráða má t.d. af ýmsum ræðum
forseta Íslands og forsætisráðherra.
„Með kæruleysi, tækifærismennsku
og lýðskrumi hafa íslenskir stjórn-
málamenn fært okkur að forgarði
fasismans,“ sagði Stefán Rafn Sigur-
björnsson, formaður Ungra jafnaðar-
manna, í ræðu sinni á landsþingi
þeirra um daginn.
Og nú er svo komið, að sjálfstæðis-
menn daðra við Rússa. Leynisímtal-
ið dýra milli þv. forsætisráðherra og
seðlabankastjóra Sjálfstæðisflokksins
6. október 2008 átti sér stað daginn
áður en seðlabankastjórinn tilkynnti
um risalán Rússa til Íslands til að forða
ríkisstjórninni frá því að þurfa að
þiggja lán og ráð frá AGS og Norður-
löndum, en Rússalánið rann út í sand-
inn. Dagsetningarnar skipta máli. Lík-
legt er, að Rússalánið hafi borið á
góma í símtalinu, sem hefur ekki enn
verið gert opinbert.
Skálkaskjól allra skálkaskjóla
Evrópa hefur við þessi erfiðu skilyrði
ekki náð að fylla skarðið, sem hnign-
un Bandaríkjanna – bankakreppa, sí-
aukin misskipting, dvínandi virðing
umheimsins – skilur eftir sig. Sum-
ir kalla þetta sjálfskaparvíti og segja,
að Evrópulöndin geti sjálfum sér um
kennt. Það er skiljanlegt sjónarmið, en
ekki raunsætt. Ekkert aðildarland ESB
hugleiðir eins og sakir standa úrsögn
úr sambandinu nema Bretland af ótta
við þjóðremblana í Brezka sjálfstæðis-
flokknum (UKIP).
Jafnvel sumt unga fólkið í gömlu
flokkunum hér heima laðast að þjóð-
rembu. Gamla þjóðremban – sú hug-
sjón, að íslenzkt lambakjöt sé bezt í
heimi o.s.frv. – er sauðmeinlaus, þótt
hún kosti sitt, m.a. í hærra vöruverði.
Nýja þjóðremban, sem birtist í svo
eindreginni andúð á ESB, að þjóð-
remblarnir laðast sumir að Rússlandi
sem mótvægi við Evrópu, hún er á
hinn bóginn hættuleg. Hvers vegna?
Ísland er Evrópuland, þar sem lýðræði
og mannréttindi eiga að hafa óyggj-
andi forgang. Þjóðremblar kenna
útlendingum helzt um hrunið, þar eð
þeir neita margir að horfast í augu við
eigin ábyrgð og leita huggunar í þjóð-
rembunni, skálkaskjóli allra skálka-
skjóla.
Lýðræði og mannréttindi eiga
nú undir högg að sækja einnig hér
heima. Mannréttindanefnd SÞ birti
bindandi álit 2007 með skýrum fyrir-
mælum til Alþingis um að nema
mannréttindabrotaþáttinn burt úr
fiskveiðistjórninni og um skaðabæt-
ur handa fórnarlömbum brotanna,
tveim sjómönnum, sem höfðu höfð-
að málið og haft sigur. Ríkisstjórn-
in fékk mannréttindanefndina til að
leysa sig úr snörunni með því að lofa
nýrri stjórnarskrá með skýru ákvæði
um auðlindir í þjóðareigu. Og nú er
Alþingi búið að stinga stjórnarskránni
niður í skúffu hjá LÍÚ. Þegar mann-
réttindanefnd SÞ kemst að því, mun
hún vafalaust taka málið upp aftur. n
MynD ReuteRS
„Með kæruleysi,
tækifærismennsku
og lýðskrumi hafa ís-
lenskir stjórnmálamenn
fært okkur að forgarði
fasismans.
Þorvaldur Gylfason
skrifar
Kjallari
Það er náttúrlega
mjög óþægilegt
Ásdís Viðarsdóttir segir Erlend Þór farinn að tala um barnabarnið. – DV
Þetta var algjört
ævintýri
Söngkonan una Stef trúlofaðist í Indlandshafi. – DV
Þá viltu hitta
réttan mann
Vilhjálmur Árnason segir erfiðara að miða með skammbyssum en vélbyssum. – Síðdegisútvarpið
Leiðari
Hallgrímur thorsteinsson
hallgrimur@dv.is
„Umleitanir um
byssukaupin frá
Noregi ná rúm fjög-
ur ár aftur í tímann.
Ákvarðanirnar að baki
þeim eru óljósar og rök-
stuðningur er bæði brota-
kenndur og óljós.