Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 36
36 Skrýtið Vikublað 21.–23. október 2014 Tíska framtíðarinnar Á rið 1893 birtist skemmti­ leg grein í breska tímaritinu The Strand eftir W. Cade Gall nokkurn. Í greininni setur höf­ undurinn fram nokkuð ein­ kennilegar hugmyndir um tísku fram­ tíðarinnar. Hann ímyndar sér að bók frá árinu 1993 hafi á ótrúlegan hátt fundist í bókasafni. Bókin sýnir mynd­ ir af klæðnaði fólks í gegnum tuttug­ ustu öldina. Ekki liggur almennilega fyrir hvernig bók þessi, The Past Dic­ tates of Fashion, ferðaðist 100 ár aft­ ur í tímann, en Gall er ekkert að flækja málið með bollaleggingum um það. Hlægilega ósannspár Hann skrifar að tíska í framtíðinni sé flókin vísindagrein sem sé stunduð af miklu kappi í háskólum, enda sé henni stjórnað af alheimslögmál­ um líkt og stjörnufræði. Það er lík­ lega eini spádómurinn sem rætist. Enda er fatahönnun háskólagrein í dag. Gall var öðru leyti gjörsam­ lega ósannspár um tísku tuttugustu aldar eins og við sjáum á þessum myndum. Þessi klæði minna helst á miðaldatísku eða búninga í ævin­ týrakvikmyndum. Í aðalatriðum þró­ ast tískan, samkvæmt þessari fram­ tíðarspá, geysilega stutt frá tískunni 1893. Tekið skal fram að spádómur Galls var eflaust bara grín og gaman. En greinin sýnir enn og aftur að það er ómögulegt að spá í framtíðina, kannski fyrst og fremst vegna þess að við hugsum ávallt með augum sam­ tímans sem við lifum í. n helgihrafn@dv.is 1900–1920 Trúðaleg föt einkenna þessi ár, og raunar má finna þau áhrif frá aldamótum langt fram eftir öldinni. Eins og blanda af Sherlock Holmes og Galdakarlinum í Oz. 1970–1980 Sama gamla sirku- sstemningin. 1980–1990 Níundi áratugurinn var dálítið barokk. 1930–1940 Var þetta krúttkynslóð tuttugustu aldar eða er fólkið á myndinni hugsanlega hræðilega illt? Það er ómögulegt að segja. n Framtíðarspá um tísku frá 1893 n Furðuleg fötin meira í líkingu við miðaldaklæðnað 1920–1930 Suðurevrópskir straumar virðast vinsælir þarna, en trúðaandinn er enn til staðar. 1940–1950 Ef stríðsárin hefðu verið svona! Hvað er í gangi með 17. aldar fötin árið 1948? Hefðu Íslendingar þá klætt sig eins og Brynjólfur Sveinsson biskup og Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú gera á peningaseðlunum? 1960–1970 Bítlarnir hefðu verið töff í þessu. 1993 Hundrað árum síðar er tískan orðin svona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.