Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Side 22
Helgarblað 24.–27. október 201422 Fréttir Erlent
Gæði fara aldrei úr tísku
Velkomin á Rusleyju
n Rusleyju við Maldíveyjar lýst sem eitraðri tímasprengju n Svartur blettur í paradís
Ö
rfáa kílómetra frá ströndum
Maldíveyja í Indlandshafi er
tilbúin eyja sem formlega
ber heitið Thilafushi – en er
í daglegu tali aldrei kölluð
neitt annað en Rusleyja, eða Rubb-
ish Island. Á svæðinu þar sem eyjan
liggur var upphaflega grunnt lón
með fallegum kóralrifjum en árið
1992 ákvað þáverandi ríkisstjórn
að láta útbúa þar landfyllingu und-
ir rusl í þeim tilgangi að sporna
við vaxandi ruslvanda þjóðarinn-
ar. Þessi fyrrverandi paradís er nú
einn stærsti ruslahaugur landsins
en rúmlega 400 tonnum af úrgangi
er hrúgað þangað á hverjum degi.
Rusleyja er nú rúmlega fimmtíu
hektarar að stærð, eða um hálfur
ferkílómetri, og hún stækkar enn-
þá um einn fermetra að meðaltali á
hverjum degi.
Ferðamannaparadís
Í einungis sjö kílómetra fjarlægð frá
Rusleyju er höfuðborg Maldíveyja,
Malé. Ferðaþjónusta er helsta
tekjulind Maldíveyja en þangað
fara um 750 þúsund ferðamenn
á hverju ári til þess að njóta nátt-
úrufegurðar, hvítra stranda og sól-
arinnar. Stjórnvöld hafa hins vegar
átt í erfiðleikum með að takast á við
úrgang sem fylgir auknum ferða-
mannastraumi, en talið er að hver
gestur búi til um þrjú og hálft kíló
af rusli á hverjum degi. Rusleyja er
því virkilega svartur blettur á para-
dís Maldíveyja.
Rusleyja er einnig heimili fjölda
farandverkafólks, aðallega frá
Bangladess, sem vinnur við erfiðar
aðstæður við að fara í gegnum
ruslið og aðskilja hrúgur af drasli.
Afar eitruðum efnum er hins vegar
einnig kastað á eyjuna og má þar
til dæmis nefna asbest, blý og olíu-
tunnur. Bluepeace, stærstu um-
hverfissamtök Maldíveyja, segja
eyjuna því „eitraða tímasprengju“.
Árið 2008 tilkynnti ríkisstjórn
Maldíveyja að hún hygðist fara í
samstarf við Alþjóðabankann um
að þróa umhverfisvæna lausn á úr-
gangsvanda þjóðarinnar. Alþjóða-
bankinn lánaði stjórnvöldum tæp-
lega 14 milljónir Bandaríkjadala,
eða hátt í tvö hundruð milljónir
króna, til að setja á fót umhverfis-
stofnun Maldíveyja. Samstarfið
er enn í fullum gangi en á undan-
förnum sex árum hefur vandamál-
ið hins vegar haldið áfram að vaxa.
Heimildamynd í bígerð
Árið 2012 heimsótti kvikmynda-
gerðarkonan Alison Teal Rusleyju
í fyrsta skipti. Hún sneri aftur ári
síðar með ákveðið ætlunarverk í
huga – að vekja heiminn til meðvit-
undar um þetta vaxandi vandamál
sem heimurinn stendur frammi
fyrir. Með í för voru ljósmyndar-
inn Sarah Lee og ástralski mynda-
tökumaðurinn Mark Tipple. Ali-
son sagði frá reynslu sinni í samtali
við áströlsku fréttaveituna News á
dögunum. Hún sagði upplifunina
yfirþyrmandi og að hún hefði feng-
ið hálfgert áfall við að sjá allt plast-
ið á þessari óbyggðu, fögru eyju.
„Þetta er bara ein eyja – ég get
ekki ímyndað mér hvernig hinar
tólf hundruð eyjarnar, sem einnig
eru þaktar rusli, líta út,“ sagði hún
meðal annars. Alison leggur til að
plastið verði endurunnið og því
umbreytt í nothæfa hluti á borð við
bikiní, jakka og sólgleraugu. Heim-
ildamynd byggð á reynslu Alison er
væntanleg á næsta ári. n
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is Vill endur-
vinna plastið
Alison Teal leggur
til að plastinu
verði umbreytt
í nothæfa hluti
á borð við bikiní,
jakka og sólgler-
augu. Mynd Supplied
„Þetta er bara ein eyja“ Alison segir tólf hundruð sams konar rusleyjur í heiminum í dag.
eitruð tímasprengja Rúmlega 400
tonnum af úrgangi er hrúgað á Rusleyju á
hverjum degi. Mynd AliSon'S AdVentureS
„Ég get ekki
ímyndað mér
hvernig hinar tólf
hundruð eyjarnar,
sem einnig eru
þaktar rusli, líta út.