Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 24.–27. október 201422 Fréttir Erlent Gæði fara aldrei úr tísku Velkomin á Rusleyju n Rusleyju við Maldíveyjar lýst sem eitraðri tímasprengju n Svartur blettur í paradís Ö rfáa kílómetra frá ströndum Maldíveyja í Indlandshafi er tilbúin eyja sem formlega ber heitið Thilafushi – en er í daglegu tali aldrei kölluð neitt annað en Rusleyja, eða Rubb- ish Island. Á svæðinu þar sem eyjan liggur var upphaflega grunnt lón með fallegum kóralrifjum en árið 1992 ákvað þáverandi ríkisstjórn að láta útbúa þar landfyllingu und- ir rusl í þeim tilgangi að sporna við vaxandi ruslvanda þjóðarinn- ar. Þessi fyrrverandi paradís er nú einn stærsti ruslahaugur landsins en rúmlega 400 tonnum af úrgangi er hrúgað þangað á hverjum degi. Rusleyja er nú rúmlega fimmtíu hektarar að stærð, eða um hálfur ferkílómetri, og hún stækkar enn- þá um einn fermetra að meðaltali á hverjum degi. Ferðamannaparadís Í einungis sjö kílómetra fjarlægð frá Rusleyju er höfuðborg Maldíveyja, Malé. Ferðaþjónusta er helsta tekjulind Maldíveyja en þangað fara um 750 þúsund ferðamenn á hverju ári til þess að njóta nátt- úrufegurðar, hvítra stranda og sól- arinnar. Stjórnvöld hafa hins vegar átt í erfiðleikum með að takast á við úrgang sem fylgir auknum ferða- mannastraumi, en talið er að hver gestur búi til um þrjú og hálft kíló af rusli á hverjum degi. Rusleyja er því virkilega svartur blettur á para- dís Maldíveyja. Rusleyja er einnig heimili fjölda farandverkafólks, aðallega frá Bangladess, sem vinnur við erfiðar aðstæður við að fara í gegnum ruslið og aðskilja hrúgur af drasli. Afar eitruðum efnum er hins vegar einnig kastað á eyjuna og má þar til dæmis nefna asbest, blý og olíu- tunnur. Bluepeace, stærstu um- hverfissamtök Maldíveyja, segja eyjuna því „eitraða tímasprengju“. Árið 2008 tilkynnti ríkisstjórn Maldíveyja að hún hygðist fara í samstarf við Alþjóðabankann um að þróa umhverfisvæna lausn á úr- gangsvanda þjóðarinnar. Alþjóða- bankinn lánaði stjórnvöldum tæp- lega 14 milljónir Bandaríkjadala, eða hátt í tvö hundruð milljónir króna, til að setja á fót umhverfis- stofnun Maldíveyja. Samstarfið er enn í fullum gangi en á undan- förnum sex árum hefur vandamál- ið hins vegar haldið áfram að vaxa. Heimildamynd í bígerð Árið 2012 heimsótti kvikmynda- gerðarkonan Alison Teal Rusleyju í fyrsta skipti. Hún sneri aftur ári síðar með ákveðið ætlunarverk í huga – að vekja heiminn til meðvit- undar um þetta vaxandi vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir. Með í för voru ljósmyndar- inn Sarah Lee og ástralski mynda- tökumaðurinn Mark Tipple. Ali- son sagði frá reynslu sinni í samtali við áströlsku fréttaveituna News á dögunum. Hún sagði upplifunina yfirþyrmandi og að hún hefði feng- ið hálfgert áfall við að sjá allt plast- ið á þessari óbyggðu, fögru eyju. „Þetta er bara ein eyja – ég get ekki ímyndað mér hvernig hinar tólf hundruð eyjarnar, sem einnig eru þaktar rusli, líta út,“ sagði hún meðal annars. Alison leggur til að plastið verði endurunnið og því umbreytt í nothæfa hluti á borð við bikiní, jakka og sólgleraugu. Heim- ildamynd byggð á reynslu Alison er væntanleg á næsta ári. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Vill endur- vinna plastið Alison Teal leggur til að plastinu verði umbreytt í nothæfa hluti á borð við bikiní, jakka og sólgler- augu. Mynd Supplied „Þetta er bara ein eyja“ Alison segir tólf hundruð sams konar rusleyjur í heiminum í dag. eitruð tímasprengja Rúmlega 400 tonnum af úrgangi er hrúgað á Rusleyju á hverjum degi. Mynd AliSon'S AdVentureS „Ég get ekki ímyndað mér hvernig hinar tólf hundruð eyjarnar, sem einnig eru þaktar rusli, líta út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.