Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 44
Helgarblað 24.–27. október 201444 Menning „Ég er of vond fyrir Kalman“ É g er of vond fyrir Kalman. Ég held að við séum það öll. Í ríki fegurðarinnar situr gott ekki í hásæti við enda borðsins, þá væru allir hinir sofnaðir, skilurðu,“ segir Kata, að- alsögupersónan í samnefndri bók Steinars Braga Guðmundssonar sem nýlega kom út. Við lestur á bókinni vekur mikla athygli hvað rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson kemur mikið við sögu. Bæði sem skáldsagna- höfundurinn Jón Kalman – Kata er aðdáandi hans framan af bók- inni og bækur hans eru henni sem haldreipi á meðan hún bíður frétta af týndri dóttur sinni – og eins er sögupersóna í bókinni sem heitir Kalman. Notkunin á Jóni Kalmani vakti athygli mína því ég man ekki eft- ir því að hafa áður séð sambæri- lega notkun á lifandi rithöfundi í verkum annars höfundar og eins hefur sjálfsagt aldrei komið fram í íslenskri skáldsögu eins augljós gagnrýni á einn rithöfund. Bókmenntafræðilegur þráður Minnst hefur verið opinberlega á notkun Steinars Braga í bókinni á raunverulegum persónum úr ís- lenskum samtíma. Hins vegar hef- ur ekki verið útskýrt hversu stór hluti Jón Kalman er af bókinni í rauninni og ekki hefur verið fjall- að um það efnislega hvernig Stein- ar Bragi notar Jón Kalman í verk- inu. Notkun Steinars Braga á Jóni Kalmani virðist vera bókmennta- fræðilegur þráður sem hann tvinn- ar saman við söguþráð bókarinnar; fagurfræði- og stílfræðileg umræða vafin inn í harðneskjulega og trufl- andi frásögn þar sem rauði þráður- inn er kynbundið ofbeldi. Hugsanlega er hægt að túlka notkun Steinars Braga á Jóni Kalmani sem óbeina gagnrýni á höfundarverk hans, líkt og orð Kötu í bókinni bera með sér þegar hún heldur áfram með þankaganginn sem hófst með orðunum í upp- hafi greinarinnar: „Nei, gott situr andspænis vondu og þau horfa hvort á annað í fullkomnu ójafn- vægi, það er fegurðin. Ég hef ekki þolinmæði fyrir fólki sem segir að eitt sé gott og annað vont, skil- ur fegurðina eins og móralíserandi sveitaprestur.“ Orð Steinars Braga sjálfs, í viðtali við DV, renna stoðum undir þessa túlkun á tilvísunum í Jón Kalman. „Fallegt og gott“ Í samtali við DV segir Steinar Bragi að Kata hrífist af Jóni Kalmani framan af bókinni en svo skipti hún um skoðun. „Jón Kalman er uppá- haldsrithöfundur Kötu framan af bók, hún les hann sér til huggun- ar en svo virðist hann ekki leng- ur tjónka við hana. Pólitísk og til- finningaleg vakning hennar krefst annars konar bókmennta.“ Kata lýsir því í einni senu um miðbik bókarinnar hvaða áhrif bækur Jóns Kalmans höfðu á hana, bæði áður en dóttir hennar hvarf og eins eftir það. Hún tjáir sig um bók Jóns Kalmans, Sumarljós og svo kemur nóttin, sem hún las einu sinni á ári eins og: „… óhreinindi lesa svamp. Ég þurrkaði mér í hana, ég hreinsaðist. Ég varð öll tær og létt á eftir og fannst eins og allt væri fallegt og gott.“ Jón Kalman er því eins kon- ar viti sem færir fegurð í líf Kötu á tímabili. Þeir sem hafa lesið verk Jóns Kalmans geta örugglega sam- samað sig við tilfinningar hennar en þegar honum tekst vel til í sínum bókum nær hann sannarlega að hreyfa við lesandanum og orð hans leiða til andlegrar upplifunar sem kenna mætti við fegurð. Við fréttina af afdrifum dóttur sinnar byrjar sýn Kötu hins vegar að breytast. Samanburður við Rússana Þá lýsir Kata því yfir að hún sé of vond fyrir Kalman og að þeir sem hafi þjáðst geti ekki sæst á lífs- og mannskilning þar sem gott og vont séu í sitt hvoru hólfinu. „… pabbi minn skildi þetta, þótt hann skildi ekki mikið annað, hann hafði þjáðst. Þá skilurðu svonalagað. Pabbi minn las Rússana, þeir skildu ekki bara helming lífsins sem er verra en ekki neitt, héldu ekki að allt væri í sínu hólfinu hvert, sætt hér og ljótt þar af því að vísindin segja það og taka í leiðinni frá þér lífsskilninginn.“ Það er eins og heimsmynd og mannskilningur Jóns Kalmans sé of eintóna og einfaldur til að geta höfðað til Kötu eftir að hún hefur orðið fyrir áfallinu. Hún vill ekki lesa um veruleika sem er svarthvítur, þar sem hlutir eru ann- aðhvort góðir eða vondir, ljótir eða fallegir, svo orð Steinars Braga hér að framan sé túlkuð. Sjálf hefur hún áttað sig á því að hún er breyskari en svo – verri – og að sama eigi við um fólk almennt sem er flóknara en svo að hægt sé að hólfa það svo auðveldlega niður. Að fólk sé grárra en svart eða hvítt. Vísun Steinars Braga í Rússana er forvitnileg – annars staðar í bók- inni vísar hann í Glæp og refs- ingu eftir Dostoyevsky – því sjálf- ur er hann að reyna að skrifa bókmenntaverk sem hefur yfir sér ytri ásýnd spennusögu eða krimma þar sem söguþráðurinn snýst um hvarf á ungri stúlku, undirheim- ana, lögreglurannsókn, ofbeldi og hefnd. Bók Steinars Braga er hins vegar miklu dýpra og flóknara verk en flestir krimmar sem gefnir eru út hér á landi – með fullri virðingu fyrir því formi sem einn vinur minn líkti við „smásögu í Vikunni“ í sam- tali við mig fyrir nokkrum dögum – og er bæði ósanngjarnt og rangt að hengja þann stimpil á bókina. Umræða hans um Jón Kalman er eitt dæmi um slíkan þráð sem gæti varla átt heima í krimma. Ofurvald söguþráðarins Rússarnir – Gogol, Dostoyevsky, Turgenev, Tolstoy – sem Steinar Bragi vísar til skrifuðu verk sín á nítjándu öld og eða í byrjun þeirrar tuttugustu þegar skáldsagnaformið var enn á barnsaldri ef svo má segja og fyrir þær miklu stílfræði- legu breytingar sem urðu á form- inu með módernismanum á fyrri hluta tuttugustu aldar. Frásögnin hjá Dostoyevsky er til dæmis yfir- leitt línuleg og „hefðbundin“; bæk- ur hans hafa söguþráð sem byggist upp í kringum einhvern atburð eða atburði – eins og til dæmis Glæp- ur og refsing þar sem lykilatvikið er morð. Í Kötu er lykilatburðurinn hvarf dóttur Kötu og svo fréttin um afdrif hennar. Svo leiðir frásögnin yfirleitt til einhvers enda eða lykta. Jón Kalman hélt fyrir nokkrum Ólíkir höfundar Steinar Bragi og Jón Kalman eru afar ólíkir höfundar og gagnrýndi sá síðarnefndi „krimmavæðingu“ skáldsögunnar í fyrirlestri fyrir nokkrum árum. Skortur á siðmenningu í Hrauninu Gagnrýni Friðriks Erlingsson- ar, fyrrverandi handritshöfundar, á sjónvarpsþáttaröðina Hraunið sem sýnd var á RÚV hefur vakið mikla athygli. Í pistli á Klapptré.is segir hann þá vera innantóman, sannfæringarlausan þvætting. Ástæðuna telur hann vera þrá Ís- lendinga til að gera efni sem er á pari við það besta sem er fram- leitt erlendis. Vöntun á því að við segjum sögur af sjálfum okkur beri vott um skort á sannfæringu og raunar skort á siðmenningu. RÚV sinni ekki hlutverki sínu og hjá Kvikmyndamiðstöð sé engin listræn stefna og virki hún því sem flöskuháls á sköpun. Allt þetta hefti kvikmyndagerðamenn sem hann segir að eigi að stofna eigin sjóð og slíta sig lausa frá ríkissjóði. n Í skáldsögu Steinars Braga guðmundssonar, Kötu, er að finna talsverða umfjöllun og gagnrýni á verk Jóns Kalmans Stefánssonar„var ekki vitað frá upphafi að „ljóðið“ myndi sigra? Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ljóðræn sýn inn í hugarheim araba Um 50 frönskumælandi skáld frá arabaheiminum eiga ljóð í ljóðasafninu Mennska í myrkrinu Þ etta er bara venjulegt fólk sem tekur þátt í lífinu á eðli- legan hátt en hefur auðvitað áhyggjur af og er merkt af ástandinu,“ segir Þór Stefáns- son, sem gaf á dögunum út bókina Mennska í myrkrinu, safn þýðinga á ljóðum eftir frönskumælandi sam- tímaskáld frá arabaheiminum. Þór hefur áður safnað saman og þýtt ljóð eftir frönskumælandi Kanadamenn, Belga og verk skálda frá Afríku sunnan Sahara. Hann seg- ist hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess hversu treg bókaforlögin voru til að gefa leyfi fyrir birtingu þýð- inganna. „Þá datt mér í hug að leita beint til skáldanna og láta þau senda mér efni sem að þau hefðu fullan rétt á. Því skáldin sjálf voru æst í að vera með í einhverri þýðingu einhvers staðar,“ segir Þór. Um fimmtíu skáld frá arabaheim- inum eiga ljóð í bókinni, um þriðj- ungur konur. Flest koma skáldin frá fyrrverandi nýlendum Frakka í Norður- Afríku: Marokkó, Alsír og Túnis. En nokkur skáldanna koma frá Líbíu, Egyptalandi, Írak, Sýrlandi og Líbanon. Það er ljóst að innsýn í fjölbreytt- an hugarheim arabískra skálda getur haft áhrif á hina einvíðu mynd sem Íslendingum birtist oft af þessum heimshluta. „Eins og við verðum vör við í fréttunum á hverjum degi þá er víða skelfilegt ástand í þessum heimshluta, þar sem menn drepa hverjir aðra undir yfirskini trúar. Það eru hins vegar ekki nein merki um svoleiðis ofstopa í bókinni.“ Þór segir nokkur skáld takast á við hinn andlega heim islam. „Þau eru nú flest að gera það á gagnrýninn hátt. En svo er einhver mystískur þráður sem er áberandi hjá sumum skáldun- um. En fyrst og fremst eru þau að tak- ast á við lífið og ástina og dauðann, eins og skáld eru alltaf að gera.“ Bókaútgáfan Oddi gefur einnig út ljóðabókina Heima eftir Þór nú á haustmánuðum. Það er tólfta bók Þórs með frumsömdum ljóðum. n kristjan@dv.is ekki færri titlar í áratug 619 titlar eru skráðir í Bóka- tíðindi sem koma út í nóvem- ber, um 25 prósentum færri en í fyrra. Titlarnir í auglýsingabæk- lingnum, sem er dreift frítt á öll heimili landsins á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda, hafa ekki verið færri frá árinu 2003. Þetta er þó ekki fullkominn mæli- kvarði á bókaútgáfuna, meðal annars vegna þess að ekki allar bækur sem koma út í aðdraganda jólanna eru auglýstar í bæklin- ingnum. Bryndís Loftsdóttir hjá FÍB segir í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag að um 10 prósent- um fleiri bækur komi út árlega en sem sem auglýstar eru. Verð fyrir bókakynningu í Bókatíðind- um 2014 kostar 30.748 krónur og því einhverjar ör- og sjálfsútgáfur sem ákveða að auglýsa ekki. Ólafur einn sá valdamesti Ólafur Elíasson er í 88. sæti á lista ArtReview yfir valdamesta fólk- ið í myndlistarheiminum. Efstur á listanum sem var birtur í gær er Bretinn Nicholas Serota, safn- stjóri Tate-listasafnanna. Hann er fyrsti safnstjóri almennings- safns sem nær á topp listans, en ekkert listasafn í heiminum fær fleiri gesti árlega. Næstir á lista eru galleríeigendurnir David Zwirner frá Þýskalandi, og Iwan Wirth frá Sviss. Safnstjóri MoMA, Bandaríkjamaðurinn Glenn D. Lowry, er álitinn fjórða valda- mesta manneskjan í bransanum. Efsta konan á listanum er í fimmta sæti, serbneska listakonan Mar- ina Abramovic sem sló rækilega í gegn með sýningunni 512 Hours í Serpentine-galleríinu í London í ár. Þýðir úr frönsku Þór Stefánsson hefur þýtt ljóð frönskumæl- andi höfunda frá hinum ýmsum menn- ingarhlutum, nú síðast frá arabaheiminum. Mynd dV SIgtRygguR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.