Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 29
Helgarblað 24.–27. október 2014 Fólk Viðtal 29 hann og bætir við að málið sé afar viðkvæmt. „Sum þeirra eru enn í tómu tjóni. Það var ekkert búið að hugsa þetta til enda. Það átti bara að loka. Ef velferð krakkanna hefði verið í fyrirrúmi hefði ég bara átt að víkja af staðnum, eins og ég bauðst til að gera. Þetta var jafn asnalegt og ef einhver deildarstjóri á spítala hefði verið með einhvern kjaft þá væri sjúkrahúsinu bara lokað eða ef Magga hefði verið með einhverja þvælu þá væri Litla-Hrauni lokað. Þarna hurfu 20 rými en ekkert kom í staðinn. Það logar allt í erjum og rifrild- um við þennan mann og ég skil ekki að hann og þessi stofnun hans skuli ekki vera rannsökuð. Það er mín skoðun en það eru fleiri en ég í þessum geira sem hafa margbeðið um það.“ Mikill fögnuður Fram hefur komið í fjölmiðlum að Bragi íhugi að fara fram á endur- upptöku dómsins en Mummi seg- ist ekki óttast framhaldið. „ Auðvitað reynir hann að bera hönd fyrir höf- uð sér. Þetta er samt algjörlega marklaust. Ég hef engar áhyggjur og ég myndi fagna því að fara í dóm- sal. Ég var spældur yfir því að hann hunsaði þetta. Ég vildi takast á um þetta mál fyrir dómi og vitnum. Ég hef aldrei fengið að svara fyrir mig. Hann hélt mér hreðjataki, klippti á peninga til okkar og leyfði mér ekki að borga uppsagnarfrest til starfs- fólksins, fimmtán manns sem mér þótti vænt um, nema ef ég skrif- aði undir samning þess efnis að við hefðum náð sáttum, sem var rak- inn þvættinur, og að ég talaði ekki við fjölmiðla né nokkurn skapaðan mann. Ég varð að kyngja því. Fögn- uðurinn var því mikill þegar dóm- ur féll því ég hefði aldrei átt aftur- kvæmt nema ég væri hreinsaður af þessum ásökunum.“ Laminn eins og harðfiskur Mummi þekkir á eigin skinni hlut- skipti þeirra sem hafast við á götunni og eiga hvergi höfði sínu að halla. „Ég er alinn upp á brotnu heimili. Þetta þótti fínt hús og var hátt skrif- að í samfélaginu en allir innviðirn- ir voru molbrotnir, drykkjuskapur og ofbeldi,“ segir Mummi sem var alinn upp af móður sinni og stjúp- föður. „Ég var óþægilegi guttinn sem byrjaði að brjótast inn tíu ára og kom reglulega með löggunni heim, svarti sauðurinn sem fékk þau skila- boð að ef hann yrði til friðs myndi allt lagast. Bræður mínir áttu allir ein- hvern sem hélt upp á þá, ömmu eða frænku, en ég átti engan. Nema pabba. Í huganum hélt pabbi upp á mig og ég upp á pabba,“ seg- ir Mummi en faðir hans hafði flutt í burtu þegar Mummi var níu ára og þeir feðgar kynntust ekki fyrr en Mummi var fullorðinn. „Pabbi var Ég var tekinn af lífi virkur alki og gjörsamlega vanhæf- ur til að vera faðir þótt hann væri með gott hjarta. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn að ég varð honum reiður fyrir að hafa ekki ver- ið til staðar fyrir mig. Ég var laminn heima og barinn eins og harðfisk- ur af kennara í Lauganesskóla. Ég var les- og skrifblindur og þótti svo heimskur að það var talað við mig eins og ég væri greindarskertur. Ég var skólabókardæmi um krakka sem er dæmdur til að ganga þessa leið. Það er ekkert mál að smíða svona einstakling,“ segir Mummi sem yfir- gaf æskuheimilið aðeins 14 ára. „Fjölskyldunni haldið í járnkrumlu með ofbeldi og andrúmsloftið var gjörsamlega þjakað, þótt út á við hafi þetta litið vel út. Ég hætti í skól- anum og fór á sjóinn. Sjórinn varð mitt heimili, en á milli túra var ég að væflast á götunni og djammaði. Svo þegar allt var komið í þrot hljóp ég aftur á sjóinn. Sjómennskan bjarg- aði mér frá því að drepast. Ég hef afrekað að sitja bæði í pólsku og rússnesku fanglesi og hef verið rændur af löggunni í Þýska- landi. Ég hef lent í öllu sem hægt er að lenda í, það er ótrúlegt að hafa lifað þetta allt af. Núna, þegar ég horfi á minn 14 ára flotta stjúpson, trúi ég varla að ég hafi verið svona mikið barn þegar ég stóð í þessu. En maður lærir fljótt að lifa af; og gerir allt til þess.“ U-beygja eftir símtal Eins og gefur að skilja hafði erfið æska stórfelld áhrif á Mumma. „Ég varð fyrir miklu tjóni og kem inn í fullorðinsárin sem skemmd- ur einstaklingur. Ég kunni ekki að vera faðir, bróðir eða vinur. Ég kunni ekkert og var stútfullur af neikvæð- um tilfinningum, reiði, biturleika og sorg. Það voru mínar megin tilf- inningar. Ég bar núll „respect“ fyrir samfélaginu.“ Tvítugur fór hann í sína fyrstu meðferð á Silungapolli. „Ég var langyngstur, var barnalega fésið á meðal rónanna sem ég þekkti af göt- unni. Einn vinur minn, sem drakk með mér, hafði þann eiginleika að vera alltaf jákvæður. Hann bjargaði mér. Án hans hefði ég svipt mig lífi. Ég var svo „suicidal“. En svo hjálpar það að vera með greind í meðallagi. Ég hugsaði með mér að þetta gengi ekki. Ég hafði eignast þrjú börn úti í bæ og fannst ég verða að ná tökum á þessu ein- hvern veginn. Svo, þegar ég er enn eina ferðina inni á Vogi, fullur af hroka og attitjúdi, var ég að tala við bróður minn í síma. Það verða svona lykilsetningar í lífi fólks og bróðir minn, sem var löngu orðinn edrú, verður pirraður á mér og segir mér að ég sé svo mikil gunga, að ég þori ekki að sýna hver ég sé og þess vegna sé ég ekki edrú. Ég tók þessu ekki vel og stútaði símanum, vegna þess að hann hitti í mark. Ég þorði aldrei að sýna fólki hver ég var. Ég var svo hræddur um að þá sæi fólk hvað ég væri lélegur. Ég reyndi að sýna fólki hver ég var en ég var ekki sá maður. Þessi harði skrápur, útlitið, síða hárið; harðasti skrápurinn er ávallt með mýksta hjartað. Það fer svo mikil orka í að berja heiminn frá sér. Þetta sím- tal varð til þess að ég tók u-beygju. Ég fattaði að hann hafði rétt fyrir sér,“ segir hann og bætir við að um þetta snúist Götusmiðjan. „Að búa til öruggan stað þar sem það er allt í lagi að vera sá sem maður er, að vera samþykktur en ekki hafn- að. Það er þar sem öll vinnan byrj- ar og af þeirri húmanísku nálgun er ég ekki til í að gefa afslátt. Að- ferðafræði Götusmiðjunnar verður alltaf sú sama, persónuleg nálgun við einstaklinginn. Við verðum að þora að tengjast þessum krökkum. Ég man þegar ég sat sjálfur níu ára gamall fyrir framan geðlækna og sálfræðinga en vissi aldrei við hvern ég var að tala. Þetta var bláókunnugt fólk sem vildi að ég segði því hvern- ig mér liði. Við verðum að þora að tengjast þessum krökkum og um- lykja þau. Þetta er erfiða leiðin og þess vegna er mikið „burn-out“ „Þá var búið að „tvista“ um- ræðuna þannig að ég á að hafa sagt að ef ung- lingarnir héldu ekki trúnað við mig þá myndi ég hnébrjóta þá Umdeildur Mummi viður- kennir að vera umdeildur maður en þvertekur fyrir að hann sé ofbeldisfullur. Mynd SigtryggUr Ari M y n d S ig tr y g g U r A r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.