Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 8
8 Fréttir Helgarblað 24.–27. október 2014
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
n Styrkurinn barst og lán var endurgreitt n Geta krafist endurgreiðslu
F
lugvélin sem notuð var til
að flytja Hjördísi Svan Aðal
heiðardóttur og dætur henn
ar þrjár frá Noregi til Íslands
í september í fyrra var tek
in á leigu daginn eftir að innanrík
isráðuneyti Hönnu Birnu Kristjáns
dóttur lofaði að styrkja hana um 500
þúsund krónur í forræðisdeilunni
við Kim Gram Laursen.
Loforðið um styrkinn barst í
tölvupósti frá Þóreyju Vilhjálms
dóttur, aðstoðarkonu Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, þann 3. septem
ber 2013 eftir fund föður Hjördísar
Svan, Rafns Svan Svanssonar, sama
dag með ráðherranum. Flugvél
in var svo leigð daginn eftir, þann
4. september 2013, og flaug fað
ir hennar út til Noregs í kjölfarið,
ásamt Jóni Kristni Snæhólm, sem
skipulagði flóttann að eigin sögn, og
blaðamanni Nýs Lífs, sem svo fjall
aði um flótta Hjördísar. Loforðið um
styrkinn var forsenda þess að hægt
væri að leigja flugvélina sem sótti
Hjördísi og dætur hennar til Noregs
og flaug með þær til Íslands.
Um helmingur ráðstöfunarfjár
DV greindi frá því á þriðjudaginn að
innanríkisráðuneyti Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur hefði styrkt Hjördísi
Svan um ríflega 1.300 þúsund krón
ur frá því ný ríkisstjórn tók við völd
um í fyrra. Styrkirnir voru teknir af
ráðstöfunarfé Hönnu Birnu sem
ráðherra en hver ráðherra hefur
yfir á ráða 2,5 milljónum króna sem
hann getur veitt til verðugra mál
efna sem hann vill styrkja. Hanna
Birna styrkti Hjördísi því vel og hef
ur um helmingur ráðstöfunarfjár
Hönnu Birnu ratað til hennar síð
astliðið eitt og hálft ár.
Hjördís Svan hlaut svo eins og
hálfs árs dóm í Danmörku fyrir að
nema dætur sínar á brott frá landinu
í fyrra en föður þeirra hafði þá verið
dæmt forræðið. Eftir flóttann hafa
dætur Hjördísar Svan hins vegar
verið á Íslandi og afhendingarmál
sem Kim Gram Laursen höfðaði hér
á landi bar ekki árangur. Hjördís lýk
ur nú brátt afplánun sinni á Vernd.
Greiddi í lok september
Leigan var upp á tvær milljónir
króna, líkt og fram kom í DV á
þriðjudaginn, og var styrkurinn frá
ráðuneytinu því einn fjórði af leig
unni á henni. Greiðslan barst svo
frá ráðuneytinu til föður Hjördísar
þann 30. september 2013 en þá
voru þær Hjördís og dætur henn
ar komnar til landsins. Í millitíð
inni voru 500 þúsund krónur lagð
ar út tímabundið og fór styrkurinn
svo upp í þá skuld þegar hann barst
þann 30. september. Í millifærsl
unni frá ráðuneytinu var hins vegar
ekki skilgreint fyrir hvað greiðslan
væri. Einungis að um væri að ræða
500 þúsunda króna greiðslu.
Tekið skal fram að innanríkis
ráðuneytið vissi ekki að 500 þús
unda króna styrkurinn, sem
skilgreindur var sem lögfræði
kostnaður, hefði runnið með þess
um hætti upp í leiguna á flugvél
inni. Þetta sjónarmið kemur fram í
svari innanríkisráðuneytisins, þann
14. október síðastliðinn, við fyrir
spurn DV um málið. Blaðið hafði
þá ítrekað spurningu um vitneskju
ráðuneytisins um málið: „Innan
ríkisráðuneytið ítrekar að styrkur
sem veittur var Hjödísi Svan Aðal
heiðardóttur í lok september á síð
asta ári var ætlaður til að taka þátt
í að greiða lögfræðikostnað hennar.
Ráðuneytið hefur ekki vitneskju um
að styrknum hafi verið ráðstafað í
annað.“
Geta krafist endurgreiðslu
Í reglum um ráðstöfunarfé ráðherra
á vef forsætisráðuneytisins kemur
fram að ráðuneyti geti gert kröfu um
endurgreiðslu styrks ef sýnt þyki að
hann hafi ekki verið notaður í það
sem hann var veittur til. „Ráðuneytið
getur gert kröfu um að styrkþegi skili,
að verkefni loknu, greinargerð um
framgang verkefnisins og ráðstöf
un styrksins. Ef sýnt þykir að styrkfé
hafi ekki verið varið í þeim tilgangi
sem ætlað var getur ráðuneytið kraf
ist þess að styrkurinn verði endur
greiddur í heild sinni,“ segir í reglun
um.
Brottnámið frá Noregi var lykil
atriði í forræðisdeilu Hjördísar; at
riði sem hún síðar var dæmd fyrir að
dönskum lögum. Með því að sækja
dætur sínar tókst Hjördísi Svan hins
vegar að gera það sem hún vildi mest
af öllu: Ná dætrum sínum frá föð
ur þeirra í Danmörku. Líkt og kom
ið hefur fram þá hefur Hjördís Svan
vænt Kim Gram um meint ofbeldi
og harðræði í sinn garð og eins í garð
dætra þeirra Kims Grams. Ráðu
neyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
aðstoðaði Hjördísi Svan sannarlega
í málinu og langt umfram skyldu. n
Flugvélin
leigð
daginn
eftir
loforð
um styrk
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Ráðuneytið
hefur ekki
vitneskju um að
styrknum hafi
verið ráðstafað
í annað
Sjaldgæft Sjaldgæft er að ríkið
styrki íslenska ríkisborgara vegna
dómsmála sem þeir eiga í erlendis
og meira að segja skýrt kveðið á
um þetta í reglum um borgara-
þjónustu utanríkisráðuneytisins.
Mynd HeIða HelGadóttIr
loforð eftir fund Loforðið um 500 þúsunda króna styrkinn kom eftir fund með Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur þann 3. september 2013 og tilkynnti Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðar-
kona hennar, um styrkinn í tölvupósti sama dag. Mynd SIGtryGGUr arI
Kolólöglegur í
umferðinni
Á öðrum stað í höfuðborginni
var ökumaður stöðvaður á bifreið
sem var ótryggð, án skráningar
merkja og skráningarskírteinis. Til
að bæta gráu ofan á svart þá var
ökumaðurinn ekki einu sinni með
ökuréttindi. Var viðkomandi því
eins kolólöglegur í umferðinni og
hugsast getur, að því undanskildu
að hann virðist ekki hafa verið
undir áhrifum.
Lögreglan hafði afskipti af
fimm öðrum bifreiðum á mið
vikudag þar sem skráningarnúmer
voru tekin af þeim því láðst hafði
að færa bifreiðarnar til skoðunar.
Ráðist var á
öryggisvörð
Tilkynnt var um að ráðist hefði
verið á öryggisvörð í verslun á höf
uðborgarsvæðinu um miðnætti á
miðvikudagskvöld. Lögreglan kom
á vettvang og var öryggisvörðurinn
skrámaður eftir árásina.
Vitað er hverjir árásarmennirn
ir eru og var þeirra leitað síðast
þegar vitað var til.
Mengun
við Höfn
Í dag, föstudag, eru horfur á
mengun á svæðunum norð
ur og austur af eldstöðinni við
Holuhraun, frá Eyjafirði og
allt austur að Höfn í Horna
firði. Þetta segir Veðurstofan.
Þeim sem finna fyrir ertingu
eða óþægindum vegna meng
unarinnar er bent á að dvelja
innandyra, loka gluggum og
hækka í ofnum híbýla sinna.