Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 24.–27. október 201440 Lífsstíll Velja hollari valkost Veggspjöld með upplýsingum um fjölda hitaeininga í gosdrykkjum hafa áhrif á val ungmenna á drykkjum. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn. Í ljós kom að unglingar keyptu síður sykraða drykki þegar vegg- spjöld með viðvörunum voru sýnileg. Á veggspjaldinu sem hafði hvað mest áhrif á kaup ung- linganna stóð að ganga þyrfti fimm mílur til að brenna 250 hita- einingum gosdrykkjarins. Vísindamenn segja niðurstöð- urnar sanna að einföld skilaboð varðandi heilsuna skili sér í heil- brigðari valkostum. Tileinkaðu þér góða siði Það er gott að tileinka sér góða og heilbrigða siði í lífinu, bæði til þess að manni líði betur andlega og til að auka velgengni í einka- lífi og starfi. Hér eru nokkur atriði sem er gott að minna sig reglulega á að fara eftir. Þegar þú gerir góðverk þá verður þú að vera viss um að það komi frá hjartanu. Ekki af því að þú treystir á karma og trúir að með því að gera góðverk þá njót- ir þú góðs af því. Karma virkar nefnilega bara ef þú virkilega lætur gott af þér leiða án þess að hugsa um sjálfan þig. Tjáðu tilfinningar þínar, svo lengi sem þú særir ekki aðra. Það er eðlilegt að upplifa reglulega hamingju, sorg, reiði, vonbrigði, afbrýðisemi, ást og fleiri tilfinn- ingar. Þér líður miklu betur ef þú deilir tilfinningunum með öðr- um og færð útrás fyrir þær á ein- hvern hátt. Aldrei taka neinu sem sjálf- sögðum hlut og farðu reglulega yfir það góða í lífinu. Minntu þig á hvað þú hefur það í raun gott. Það er alltaf einhver annar sem hefur það verr en þú. Hættu allri sjálfs- vorkunn, taktu þig saman í and- litinu og taktu erfiðleikum sem áskorun. Vertu dugleg/ur að segja ástvinum þínum að þú elskir þá. Kveddu alltaf eins og þú sért að kveðja í síðasta skipti, því þú veist aldrei hvenær það verður raunin. Síðast en ekki síst, ekki dæma aðra. Við eigum öll okkar sögu og leyndarmál. Það er sjaldan sem þú þekkir sögu viðkomandi það vel að þú getir dæmt hann. Þess vegna er best að sleppa því alveg og taka fólki bara eins og það er. 38 ára á hjólabretti n Opnar tónlistar- og jaðaríþróttavef n Brettaíþróttir fyrir allan aldur É g hef gaman af því að lesa um tónlist, hjólabretti, snjó- bretti, hjól og allt sem viðkem- ur því. Mér fannst einhvern veginn vanta vettvang fyrir þetta,“ segir Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini í Quarashi. En í gær, fimmtudag, opnaði hann ásamt Sigrúnu Guðjohnsen, Ómari Smith og Adda Introbetas og fleirum síð- una albumm.is þar sem fjallað verð- ur um allt ofantalið, ásamt borgar- menningu í víðara samhengi. Þetta eru að miklu leyti hans eigin áhuga- mál sem hann hefur ástríðu fyrir. Tónlist og jaðarsport mjög tengt Á vefsíðunni verður eingöngu fjallað um íslenska tónlist, en Steina hefur til að mynda þótt skorta ítarlegri umfjöllun um vinsælustu tónlistar- menn landsins. Þá segir hann það al- gjörlega óplægðan akur að vera með umfjöllun um hjól, snjóbretti, hjóla- bretti og tónlist, allt á sama stað. „Svo eru tónlist og þessi menn- ing rosaleg tengd. Ég hefði sjálfur ör- ugglega aldrei farið út í tónlist nema af því ég var á brettum. Það er líka þannig með marga sem ég þekki, sem hafa farið út í kvikmyndagerð, ljósmyndun eða tónlist, þeir hafa langflestir verið á brettum. Það er til dæmis alltaf glæný tónlist í öllum þessum „skate“-myndum og þannig kynntist ég tónlist og fékk áhugann.“ Steini segir því mjög viðeigandi að fjalla um þetta allt á einni og sömu vefsíðunni. „Við ætlum að tengja þetta allt mjög skemmtilega saman,“ útskýrir hann. Aðspurður segir Steini ekki eina ákveðna tónlistar- stefnu tengjast brettamenningunni, heldur sé um mjög fjölbreytta tón- list að ræða. Um fertugt ennþá á bretti Blaðamann leikur forvitni á að vita hvort það sé ekki aðallega ungt fólk sem stundi brettaíþróttir, en Steini þvertekur fyrir það. „Það er svo mik- ill misskilningur í gangi á Íslandi og fólk heldur að þetta sé bara dót fyrir krakka, en ég og vinir mínir við erum ennþá að „skate-a“ og ég er 38 ára. Við förum meira að segja ennþá í bílageymslur þegar það er snjór úti.“ Steini segist ekki skilja af hverju fólk líti á hjólabretti sem leikfang. Hjólabrettaiðkun sé einfaldlega áhugamál, góð hreyfing og félags- skapur. „Það er fullt af strákum og stelpum á hjólbrettum þó að þau séu komin yfir þrítugt og menningin er bara að breytast.“ Hann segir að þessi eldri hópur sem sé virkur á hjóla- brettum hafi verið að síðan á ung- lingsárunum og þekkist vel innbyrð- is. „Fólk hittist til að „skate-a“ saman og spá og spekúlera.“ Í tengslum við albumm.is hefur Steini bæði verið í sambandi við ungt og efnilegt brettafólk, sem og gamla félaga og allir taka vel í það sem hann er að gera. „Þetta er ótrúlega sterkur hópur sem má alveg gefa smá rödd.“ Eitthvað fyrir augað Á síðunni verður einnig fjallað um fjalla- og BMX-hjól, en Steini hefur sjálfur mikinn áhuga á hjólum. Hann var mikið á BMX þegar hann var yngri en hefur nú skipt yfir í fjallahjól. Hann segir fjallahjólamenninguna mjög íslenskt fyrirbæri og honum finnst frábært að fara með hjólið upp í fjall og hjóla niður. „Þannig að það verður mikið að gerast á þessum vef,“ segir hann, að vonum stoltur af verk- efninu. Að sögn Steina verður einnig mik- ið lagt upp úr því á síðunni að birta góðar ljósmyndir og er það í hönd- um ljósmyndarans Ómars Smith að sjá um þann hluta. „Við viljum hafa þetta svolítið fyrir augað líka,“ út- skýrir Steini. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Við förum meira að segja ennþá í bílageymslur þegar það er snjór úti. Fannst vanta umfjöllun Steini og Addi Introbeat standa að tónlistar- og jaðar- sportvefnum Albumm.is Tveir menn nema tilfinningu með gervilim Miklar framfarir í lífhermitækni F ramfarir í lífhermitækni hafa gert tveimur mönnum sem misst hafa hendur kleift að nema tilfinningu í fingurgómum á ný með gervihendi. Mennirnir geta nú gert ákveðnar fínhreyfingar eins og til dæmis losað stilka úr kirsu- berjum. Þetta kemur fram í banda- rískri rannsókn sem birt er í Science Translational Medicine. Það eru nemar á gervihendinni sem senda merki beint í taugaenda manneskjunnar sem heilinn breytir í tilfinningu. Á sama tíma hefur sænsku rannsóknarteymi tekist að festa gervihendi beint í bein til að auka hreyfistjórn. Igor Spetic missti hendina fyrir tveimur árum í Bandaríkjunum. Hann fékk gervihendi sem knúin er raf- magni en hann gat ekki skynjað neitt með fingrunum. Hann varð að fylgjast vel með því sem hann var að gera til að sjá hvort hann kreisti of fast til dæm- is. Vísindamennirn- ir festu nema á fingur gervihandarinnar sem tengdir voru við taugaenda í hendinni og senda rafmagns- boð sem heilinn nemur og greiðir úr. Spetic getur nú fundið mun á til dæmis frönskum rennilás og sand- pappír. Í Svíþjóð fékk maður fyrstu raf- magnsgervihendina sem grædd er beint í bein, taugar og vöðva. Þessi aðgerð hefur gert honum kleift að hreyfa hendina betur. Hendin er því föst við beinagrindina hans og er partur af manninnum. Báðir menn hafa sagt að þessar að- gerðir hafi eytt verk í draugalimnum. Ekki er óal- gengt að þeir sem missi lim finni enn til í honum þó að hann sé ekki til staðar. n helgadis@dv.is Nema tilfinningar með gervihendi Rafmagnsboð í nýjum gerðum gervi- handa gefa fólki tilfinningu á ný. Freyðandi epli Vísindamönnum hefur tekist að þróa epli sem freyðir þegar bitið er í það. Mörg ár hefur tek- ið að þróa ávöxtinn, sem kallast Paradise Sparkling. Tilfinningin þegar bitið er í eplið mun vera svipuð og að drekka svalandi gosdrykk, en það er jafnframt einstaklega safaríkt og stökkt. Það er ekki safinn sjálfur sem freyðir heldur eru það frumur í eplinu sem springa út í munni fólks sem gera eplið freyðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.