Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 32
Helgarblað 24.–27. október 201432 Fólk Viðtal Þ órhildur tekur á móti blaða- manni á heimili sínu í Þing- holtunum, með stóran loðinn kött í fanginu. Hún kynnir hann sem Tuma og sleppir honum niður á gólf þegar blaðamaður er kominn inn úr dyr- unum. Hún býður upp á kaffi og við komum okkur fyrir í bjartri og fal- legri stofunni og Tumi gerir slíkt hið sama. Hann leggst útglenntur á bak- ið í sófanum og lætur fara vel um sig. „Hann liggur alltaf svona,“ segir Þórhildur og við hlæjum að kettin- um sem lætur sér fátt um finnast. Engin borgarstelpa „Það er svo fyndið að fyrst þegar fólk kynnist mér þá heldur það að ég sé algjör Reykjavíkurstelpa,“ segir Þór- hildur brosandi og fær sér sopa af kaffinu sem hún drekkur úr Múmín- bolla. En borgarstelpa er hún ekki, allavega ekki nema að hluta til. Þórhildur ólst upp á sveita- bænum Ármóti í Rangárvallar- sýslu til átta ára aldurs, en þá skildu foreldrar hennar og hún flutti með móður sinni á Flúðir. Þar kláraði hún grunnskólann og í kjölfarið kallaði Reykjavík hana til sín. „Ég flutti 15 ára gömul í bæ- inn til að fara í MH. Mamma grín- ast stundum með að hún hafi séð undir iljarnar á mér. Ég flutti bara að heiman, fór í bæinn, byrjaði að leigja og fór í skóla. Mig langaði alltaf í MH og gat ekki hugsað mér að fara í skóla á Selfossi,“ segir hún ákveðið. Bjó í ferðatösku Þórhildur átti í raun enga fjölskyldu í Reykjavík sem hún gat búið hjá, þannig að hún varð að leigja sér húsnæði sjálf. Þótt hún hafi reyndar fengið að liggja á sófanum hjá bróð- ur sínum í hálft ár, á tímabili. „Ég bara reddaði mér. Vann með skól- anum og setti það aldrei fyrir mig. Eftir á að hyggja þá var þetta eigin- lega fáránlegt. Ég var bara venjuleg stelpa í MH og lifði eðlilegu félagslífi og svo var ég líka að leigja og vinna. Í dag skil ég ekki alveg hvernig ég fór að þessu en þetta var einhvern veg- inn ekkert mál á sínum tíma.“ Á menntaskólaárunum flutti Þórhildur ansi oft og segir hún ýmis legt hafa valdið því. Henni telst til að á fjórum til fimm árum hafi hún flutt tíu sinnum. „Ég bjó bara í ferðastösku. Ég hef líka alltaf ver- ið mikil ævintýramanneskja, hef gaman af því að ferðast og stekk á alls konar hluti. Það spilaði svolítið inn í.“ Stökk fyrirvaralaust til New York Þegar Þórhildur hafði lokið þrem- ur árum í MH þá bauðst henni til að mynda að fara sem au-pair til New York með mánaðar fyrirvara. Hún hafði hugsað sér að klára mennta- skólann á einu og hálfu ári og fara svo til útlanda. En þetta var tækifæri sem hún gat ekki hafnað, og greip það nánast án þess að hugsa sig um. „Ég ákvað bara að fara og fresta þessari einu önn. Ég sagði upp íbúð- inni minni, hætti með kærastanum mínum og fór,“ segir hún og hlær. „Ég er rosamikið fyrir að grípa alltaf þau tækifæri sem bjóðast. Vera ekki að pæla of mikið í hlutunum.“ Hún var sérlega heppin með fjölskylduna sem hún starfaði hjá og segir dvölina í New York hafa verið frábæra og lærdómsríka lífs- reynslu. „Þetta var eiginlega það besta sem hefði getað komið fyr- ir mig á þessum tíma. Ég þroskað- ist mjög mikið. Var mjög mikið ein með sjálfri mér og fór á alls konar námskeið. Náði að finna úr ýmsum hlutum sem ég hafði verið að flýja lengi.“ Þegar heim var komið lauk hún síðustu önninni í menntaskólanum og hélt áfram að flytja sífellt á milli leigíbúða og sófa. „Þessi íbúð er fyrsta íbúðin þar sem ég kem mér virkilega fyrir,“ segir Þórhildur þar sem við sitjum í fallegri íbúð henn- ar á besta stað í Þingholtunum. En áður en hún datt niður á hana hafði hún verið á flakki í sex eða sjö ár. „Þá fann ég að mig langaði að fara að eiga heima einhvers staðar og ég flutti í Þingholtin og fékk mér kött,“ segir hún kímin. Nú hefur hún búið á sama staðnum í rúmt eitt og hálft ár, sem er hálfgert met hjá henni í seinni tíð. Æðislegt að moka skítinn Þórhildur er mjög þakklát fyrir að hafa alist upp úti á landi og kann alltaf betur að meta það. „Eins og mér lá mikið á að fara þegar ég var 15 ára, þá finnst mér æðislegt að eiga þetta athvarf í dag.“ Móðir hennar flutti fyrir nokkrum árum á sveitabæ þar sem hún heldur kýr, kindur og hesta. Þórhildur nýtur að sjálfsögðu góðs af því og á sjálf einn hest. „Mér finnst æðislegt að fara í sveitina og moka skít úti í hesthúsi. Það er al- gjör jarðtenging fyrir mig. Ég sef hvergi betur og það fyrsta sem ég geri þegar ég kem þangað er að leggja mig í sófanum og næ algjör- lega að núlstilla mig,“ segir hún og brosir. Þórhildur er augljóslega sveita- stelpa inni við beinið, þrátt fyrir að búa í hringiðu lattelepjandi lopatrefla í 101 Reykjavík. Vinnur við áhugamálið Þórhildur hóf fréttamannsferil sinn sem sumarstarfsmaður á Vísi.is, en henni hafði dottið í hug að það gæti verið góð hugmynd fyrir hana að sækja um starf í blaðamennsku. Sem hún gerði og var ráðin. „Ég sá fyrir mér að ég gæti sameinað það sem ég væri góð í og áhugamál,“ út- skýrir hún. Eftir að hafa tekið nokkr- ar afleysingavaktir á fréttastofu Stöðvar 2 um haustið fékk hún fast- ráðningu og hefur verið þar síðan. Hún segir það algjör forréttindi að hafa, eftir svona skamman tíma í fréttamennsku, fengið tækifæri til að taka þátt í fréttaskýringaþátt- unum Brestum. „Ég myndi segja að það væri draumur allra frétta- manna að geta unnið svona frétta- skýringar. Það er vissulega erfitt og krefjandi, en það er ótrúlega gaman. Fréttamennska á Íslandi er oft hálf- gerð framleiðsla og maður fær ekki oft tækifæri til að sökkva sér svona djúpt ofan í málin,“ segir Þórhildur sem hefur augljósa mikla ástríðu fyrir starfinu sínu. „Ég get verið svolítið frek“ Í ljósi þess að Þórhildur hefur lagt mikla vinnu í það á síðustu vikum að rýna í bresti samfélagins er ekki úr vegi að spyrja hvort það séu ein- hverjir brestir í henni sjálfri? Þórhildur skellir upp úr þegar blaðamaður ber upp spurninguna, enda gerum við okkur báðar grein fyrir því að hún er algjör klisja. Hún hugsar sig vel um áður en hún svar- ar. „Það er auðvitað enginn fullkom- inn. Ég get verið svolítið frek. Ég er mjög sjálfstæð og hef alltaf verið. Ég hef farið svolítið mínar eigin leið- ir. Það er erfitt að segja mér til um ýmsa hluti því ég vil hafa rétt fyrir mér, alltaf.“ Hún vill þó ekki meina að hún sé algjör þverhaus, því hún taki nú sönsum ef aðrir færi góð rök fyrir máli sínu. Forræðisdeilan hræðileg reynsla Það hve sjálfstæð og ákveðin hún er má að miklu leyti rekja til erfiðra aðstæðna sem hún þurfti að takast á við í æsku, og telur að hafi mót- að sig. „Foreldar mínir skildu þegar ég var átta ára og stóðu í mjög erf- iðri forræðisdeilu í tvö ár. Það var hræðileg lífsreynsla og eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Þetta var rosalega mikið stríð. Ég og bróðir minn fórum á tímabili á milli skóla og vorum hjá foreldrunum sitt á hvað,“ segir Þórhildur, en hún var tíu ára þegar forræðsdeilunni lauk. „Þegar ég hugsa til baka í dag, þá hætti ég svolítið að vera barn á þessum tíma. Ég tókst á við þess- ar aðstæður þannig að ég hélt bara með sjálfri mér og varð fyrir vikið mjög sjálfstæð. Ég fann að ég hafði bara mig. Í stað þess að verða lítil í mér eftir þetta allt saman þá varð ég mjög föst á mínu og fullorðnað- ist allt of hratt. Ég fór að taka mínar eigin ákvarðanir og fara mínar eigin leiðir. Ég leit þannig á fólk gæti ekki sagt mér til.“ „Ég treysti bara á sjálfa mig“ Þórhildur segist alltaf vera að sjá það betur og betur hvað þessi reynsla mótaði hana mikið, sérstak- lega hvað sjálfstæðið varðar. Hún er mjög fegin að henni hafi tekist að taka þennan pól í hæðina, að vera bara töffari, eins og hún orðar það sjálf. „Svo varð ég reyndar mjög lok- Þórhildur Þorkelsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sem fréttakona á Stöð 2 síðastliðið ár, en hún er 24 ára. Þá er hún einnig einn umsjónarmanna fréttaskýringaþáttarins Bresta sem hóf göngu sína í síðustu viku, og hefur vakið mikla athygli. Hún bjó í mörg ár í ferðatösku en hefur nú komið sér fyrir í fallegri íbúð í Þingholtunum. Þórhildur segist vera sveitastelpa, ákveðin og sjálfstæð, en erfið forræðisdeila foreldra hennar í æsku hefur mótað hana mikið. Blaðamaður DV settist niður með Þórhildi og ræddi um lífið og tilveruna, starfið sem hún elskar, ástina og alvarlegt bílslys sem fékk hana til að hugsa skýrar. Fullorðnaðist allt of hratt Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Stekkur á tækifærin Þórhildur lætur yfirleitt ekki bjóða sér neitt tvisvar. Ef henni líst á tilboðið þá tekur hún því strax. MYNd SigtRYgguR ARi „Ég hélt það yrðu mín örlög að deyja í þessu bílslysi „Foreldar mínir mínir skildu þegar ég var átta ára og stóðu í mjög erfiðri forræðisdeilu í tvö ár. Það var hræði- leg lífsreynsla og eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.