Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 36
36 Skrýtið Vikublað 21.–23. október 2014 Tíska framtíðarinnar Á rið 1893 birtist skemmti­ leg grein í breska tímaritinu The Strand eftir W. Cade Gall nokkurn. Í greininni setur höf­ undurinn fram nokkuð ein­ kennilegar hugmyndir um tísku fram­ tíðarinnar. Hann ímyndar sér að bók frá árinu 1993 hafi á ótrúlegan hátt fundist í bókasafni. Bókin sýnir mynd­ ir af klæðnaði fólks í gegnum tuttug­ ustu öldina. Ekki liggur almennilega fyrir hvernig bók þessi, The Past Dic­ tates of Fashion, ferðaðist 100 ár aft­ ur í tímann, en Gall er ekkert að flækja málið með bollaleggingum um það. Hlægilega ósannspár Hann skrifar að tíska í framtíðinni sé flókin vísindagrein sem sé stunduð af miklu kappi í háskólum, enda sé henni stjórnað af alheimslögmál­ um líkt og stjörnufræði. Það er lík­ lega eini spádómurinn sem rætist. Enda er fatahönnun háskólagrein í dag. Gall var öðru leyti gjörsam­ lega ósannspár um tísku tuttugustu aldar eins og við sjáum á þessum myndum. Þessi klæði minna helst á miðaldatísku eða búninga í ævin­ týrakvikmyndum. Í aðalatriðum þró­ ast tískan, samkvæmt þessari fram­ tíðarspá, geysilega stutt frá tískunni 1893. Tekið skal fram að spádómur Galls var eflaust bara grín og gaman. En greinin sýnir enn og aftur að það er ómögulegt að spá í framtíðina, kannski fyrst og fremst vegna þess að við hugsum ávallt með augum sam­ tímans sem við lifum í. n helgihrafn@dv.is 1900–1920 Trúðaleg föt einkenna þessi ár, og raunar má finna þau áhrif frá aldamótum langt fram eftir öldinni. Eins og blanda af Sherlock Holmes og Galdakarlinum í Oz. 1970–1980 Sama gamla sirku- sstemningin. 1980–1990 Níundi áratugurinn var dálítið barokk. 1930–1940 Var þetta krúttkynslóð tuttugustu aldar eða er fólkið á myndinni hugsanlega hræðilega illt? Það er ómögulegt að segja. n Framtíðarspá um tísku frá 1893 n Furðuleg fötin meira í líkingu við miðaldaklæðnað 1920–1930 Suðurevrópskir straumar virðast vinsælir þarna, en trúðaandinn er enn til staðar. 1940–1950 Ef stríðsárin hefðu verið svona! Hvað er í gangi með 17. aldar fötin árið 1948? Hefðu Íslendingar þá klætt sig eins og Brynjólfur Sveinsson biskup og Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú gera á peningaseðlunum? 1960–1970 Bítlarnir hefðu verið töff í þessu. 1993 Hundrað árum síðar er tískan orðin svona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.