Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2014, Side 17
Vikublað 18.–20. nóvember 2014 Fréttir Erlent 17 E vrópubúum fækkar nú óðum og því verða stöðugt færri starfandi til að hugsa um þá sem eldri eru. Hver kona þarf að eignast að meðaltali 2,1 barn til að halda stofninum við, en Evrópumeðaltalið er nú komið nið- ur í 1,6. Ástandið í Þýskalandi er sér- staklega slæmt, þar sem hver kona eignast ekki nema 1,35 börn. Á Norðurlöndum er þetta eilítið skárra, meðaltalið þar er um 1,9 börn á konu. Eigi að síður hefur þetta sín áhrif á fólksfjöldann. Í Svíþjóð er reiknað með að árið 2050 verði um 25 prósent landsmanna ellilífeyris- þegar, en þeir eru í dag um 17 pró- sent. Til að sinna þeim verður að gerbreyta heilbrigðisþjónustunni, þá sérstaklega á landsbyggðinni þar sem erfiðast er fyrir fólk að komast til lækna. Af þessu tilefni var haldin ráðstefna í norrænu sendiráðun- um í Berlín, þar sem sérfræðingar frá Norðurlöndunum og Þýskalandi komu saman til að kanna hvað þeir gætu lært hver af öðrum. Landsbyggðarlæknar fái helmings kauphækkun Ferdinand Gerlach er prófessor í læknisfræði við Goethe-háskólann í Frankfurt. Hann segir að í héraðinu Hessen í Þýskalandi verði tveir þriðju heimilislækna komnir á eftirlaun eft- ir áratug en aðeins um helming- ur þeirra muni finna sér eftirmann. Hluti af vandamálinu sé sá að nú vilji allir verða sérfræðingar en fáir vilji verða heimilislæknar. Því verði of- framboð af sérfræðingum í þéttbýli en of fáir almennir læknar fyrir dreif- býlin. Leggur hann því til að læknar á landsbyggðinni fái kauphækkun, allt upp í 50 prósent, sem hvata til að vera um kyrrt. Leggur hann einnig til fjárhagshvata svo að fólk fari frekar í almennt læknanám og síður í sér- hæfingu. Stefán Þórarinsson var fulltrúi Ís- lands á ráðstefnunni, en hann vann lengi sem héraðslæknir á Aust- fjörðum. Hann segir að mörgu leyti sömu vandamál hrjá Ísland, en þau hafi aukist til muna eftir hrun og sú freisting að leggja stund á sérfræði- nám í nágrannalöndunum og dvelja þar áfram sé mikil. Ekki hafi verið nóg gert hérlendis til að hvetja menn til að gerast almennir læknar í sinni heimasveit. Raunverulegar Jesú-lækningar Svíinn Per-Olof Egnell telur að hægt sé að leysa vandann með tækninýj- ungum. Hann starfar við Luleå-há- skóla, en í Norður-Svíþjóð er land- svæði á stærð við Ísland þar sem einungis býr um um kvartmillj- ón manns og því langt á milli staða. Meðal þess sem hann leggur til er það sem hann kallar „alvöru Jesú- tækni“, þar sem lömuðum verði gert fært að ganga á ný með ytri stoð- grindum. Með aðstoð slíkra grinda geti eldra fólk jafnframt borið helm- ingi fleiri innkaupapoka og frekar séð um sig sjálft. Fyrst og fremst telur Egnell lausn- ina þó liggja í því að veita heilbrigð- isþjónustu á netinu, sem hann kallar „eHealth“. Læknar geti þannig vitj- að allra landsmanna heima hjá sér netleiðis með aðstoð háhraðakapla, en héraðið Norrbotten í Svíþjóð ku vera með besta kerfi af þeim toga í Evrópu. Þetta muni gefa mörg- um kost á að búa heima hjá sér sem annars þyrfti að vista á stofnunum, og jafnframt veitt læknum tækifæri til að sinna mun stærri svæðum en áður. Þessi þjónusta gerir það að verk- um að fólk þarf að einhverju leyti að sinna lækningum sínum sjálft, en þó með leiðbeiningu læknis sem skoð- ar það með aðstoð myndavéla. Ef til vill væri best ef fólk gæti sótt læknis- þjónustu á spítala, en í samfélagi þar sem öldruðum fer fjölgandi og hér- aðslæknum fækkandi eru líklega fáir aðrir kostir í stöðunni en að leysa vandann með tækninýjungum. n Kreppa í heil- brigðiskerfi Evrópu n Þurfa tækninýjungar og launahækkun n Fólk gæti endað á að sinna lækningum sjálft Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Þarf að fæða 2,1 barn Evrópubúum fækkar nú óðum og því verða stöðugt færri starfandi til að hugsa um þá sem eldri eru. Hver kona þarf að eignast að meðaltali 2,1 barn til að halda stofninum við. „Alvöru Jesú-tækni Breytinga þörf Með „etækni“ þurfa læknar ekki lengur að taka á móti sjúklingum á sjúkrahúsum eða fara heim til þeirra, heldur geta þeir vitjað allra landsmanna heima hjá sér netleiðis með aðstoð háhraðakapla. n Listi Forbes yfir 72 valdamestu einstaklinga heims n Pútín valdameiri en Obama

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.