Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Side 8
8 Fréttir Vikublað 2.–4. desember 2014 T ilkynningin sem stjórn Lög­ reglustjórafélags Íslands sendi á fjölmiðla til varnar Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuð­ borgarsvæðinu, var samin í vinnu­ tölvu nánasta samstarfsmanns henn­ ar, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, setts aðstoðarlögreglustjóra á höfuð­ borgarsvæðinu. Þetta sést þegar au­ kaupplýsingar inni í skjalinu sjálfu eru skoðaðar. Alda Hrönn situr ekki í stjórn Lögreglustjórafélagsins en hún og Sigríður Björk hafa starfað saman til margra ára, fyrst á Suðurnesjum, þar sem Alda var aðstoðarlögreglu­ stjóri og Sigríður lögreglustjóri, og nú á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sýslumaður á Akranesi og formað­ ur stjórnar Lögreglustjórafélags Ís­ lands, segist hafa fengið tölvu Öldu lánaða til að semja tilkynninguna. Þrátt fyrir að yfirlýsingin hafi verið samin á tölvu aðstoðarlögreglustjór­ ans á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, hafi Alda þó ekki komið nálægt gerð hennar. „Ég kom ekki á nokkurn hátt að samningu fréttatilkynningarinnar. Ég gaf formanni Lögreglustjóra­ félagsins leyfi til að nota mína vinnu­ tölvu,“ segir Alda Hrönn í skriflegu svari við fyrirspurn DV. „Ég sit ekki í stjórn félagsins og hef aldrei setið. Ég er einungis búin að vera meðlimur í félaginu í tvo mánuði.“ Sigríður Björk situr í stjórn Lög­ reglustjórafélagsins en formaður félagsins sagði í samtali við RÚV á dögunum að Sigríður hefði ekki komið nálægt yfirlýsingunni. Nú er hins vegar orðið ljóst að hún var sett saman í höfuðstöðvum emb­ ættis hennar hér í Reykjavík. „Við í stjórninni að undanskilinni Sigríði Björk nýttum nútímatækni við samn­ ingu ályktunarinnar enda dreifð um landið,“ segir Halla Bergþóra spurð um það hvort stjórnarmenn hefðu fundað um efni tilkynningarinnar áður en hún fór í loftið. Tilkynningin vakti furðu Í tilkynningu Lögreglustjórafélagsins voru fjölmiðlar sakaðir um að hafa gert samskipti Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, tortryggileg vegna greinargerðar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðar­ manninum. „Lögreglustjórar líta ein­ faldlega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfsmanna ráðuneyt­ is til samskipta við lögreglustjóra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni sem formaður Lögreglustjórafélags­ ins hefur sagt að ríkt hafi einhugur um á meðal stjórnarmanna. Tilkynningin vakti furðu ekki síst vegna þess að sama dag hafði Fréttablaðið greint frá því að enginn yfirmaður lögreglu í lögreglu­ stjóraumdæmunum sem blaðið ræddi við vildi kannast við að starfs­ maður ráðuneytis, aðstoðarmað­ ur ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í saka­ málarannsókn á vegum lögreglu­ embættis. Þá sagði blaðið að sumir lögreglustjórar, sem það hefði rætt við, hefðu furðað sig á vinnubrögðum Sigríðar Bjarkar. Ragnhildur Hjalta­ dóttur, ráðuneytisstjóri í innanrík­ isráðuneytinu, hafði nokkrum dög­ um fyrr greint fréttastofu Stöðvar 2 frá því að aðstoðarmenn innanríkis­ ráðherra hefðu ekki rétt til að óska eftir upplýsingum af þessu tagi. Þá hefur verið bent á það að Sig­ ríður hafi sent greinargerðina í trássi við reglugerð um meðferð persónu­ upplýsinga hjá lögreglu. Persónu­ vernd hefur óskað eftir að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum skýri frá því hvaða upplýsingum var miðl­ að til innanríkisráðuneytisins með sendingu umræddrar greinargerðar. Þá er þess óskað að fram komi hvern­ ig sú miðlun er talin horfa við ákvæð­ um laga um persónuvernd. Í fram­ haldinu verður ákveðið hvort málið verði tekið til formlegrar athugunar. „Fékk tölvu Öldu lánaða“ Sem fyrr segir er Halla Bergþóra Björnsdóttir formaður stjórnar Lög­ reglustjórafélags Íslands. Hún sendi yfirlýsinguna úr vinnunetfangi sínu að loknum hefðbundnum vinnu­ tíma klukkan 17.07 mánudaginn 24. nóvember. Í skriflegu svari við fyrir­ spurn DV staðfestir hún að tilkynn­ ingin hafi verið samin á tölvu Öldu Hrannar, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Það liggur nú þannig í málinu að ég var á fundi í borginni og ákvað að fara niður á Hverfisgötu frekar en að fara upp á Akranes til að ganga frá henni og senda út. Þar fékk ég tölvu Öldu lán­ aða,“ segir Halla sem tekur þó fram að Alda Hrönn hafi hvergi komið nálægt málinu: „Langar að taka það fram að Alda kom hvergi nálægt samningu á tilkynningunni.“ DV spurði Höllu hvort félagið teldi það vera almennt og eðlilegt verklag hjá lögreglustjóra að senda persónuupplýsingar úr rannsóknar­ og sönnunargögnum lögregluemb­ ætta landsins til aðstoðarmanna ráðherra án nokkurrar formlegrar beiðni. Halla Bergþóra sagði tilkynn­ ingu félagsins einungis hafa snúið að almennum samskiptum: „Yfirlýs­ ing stjórnar félagsins snýr eingöngu að samskiptum ráðuneytis og lög­ reglustjóra almennt. Hún þarfnast ekki frekari skýringa.“ Þannig virð­ ist yfirlýsingin ekki hafa snúið að þeirri gagnrýni sem komið hefur fram í fjölmiðlum varðandi miðlun persónuupplýsinga, heldur einung­ is að því hvort lögreglustjóri megi almennt eiga í samskiptum við að­ stoðarmann ráðherra og/eða aðra starfsmenn ráðuneytis. Tjáir sig ekki Líkt og komið hefur fram sendi Sig­ ríður Björk Gísla Frey yfirheyrslu­ skýrslu og greinargerð varðandi Tony Omos þann 20. nóvember í fyrra eða stuttu eftir að Gísli Freyr lak upplýsingum sem byggðu með­ al annars á rannsóknargögnum frá Suðurnesjum til fjölmiðla. Þá upp­ lýsti hún lögregluna á höfuðborgar­ svæðinu ekki um það meðan á rann­ sókn málsins stóð að hún hefði sent umrædda greinargerð en Gísli Freyr hafði eytt gögnunum úr tölvupóst­ hólfi sínu þegar lögreglurannsóknin hófst. DV spurði formann lögreglustjóra­ félagsins meðal annars að því hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð en hún sagðist ekki geta tjáð sig fyrir félag­ ið. Ný stjórn Lögreglustjórafélags Ís­ lands var kjörin á aðalfundi félagsins föstudaginn 28. nóvember. Auk Höllu Bergþóru eru stjórnarmenn þau Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri Austur­ lands, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglu­ stjóri Vesturlands. Halla Bergþóra segir nýja stjórn ekki hafa fjallað um málið og að til­ kynningin sé á ábyrgð fyrri stjórnar. Þá stjórn skipuðu þau Halla Berg­ þóra, Ólafur Helgi, Kjartan Þorkels­ son, Bjarni Stefánsson og Sigríður Björk. „Yfirlýsingin var frá þáverandi stjórn félagsins. Hún hefur látið af störfum. Ný stjórn hefur ekki fjallað um þetta mál,“ segir Halla Bergþóra sem er þó á því að ályktunin standi enn fyrir sínu. n n Formaður Lögreglustjórafélagsins segist hafa fengið tölvu aðstoðarlögreglustjórans lánaða Áralangt samstarf Alda Hrönn og Sigríður Björk störfuðu saman á Suðurnesjum Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanríkisráðherra, skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra höfuðborgar- svæðisins án auglýsingar. Stefán Eiríksson hafði sagt starfi sínu sem lögreglustjóri lausu í kjölfar afskipta ráðherrans af rannsókn lekamálsins, en umboðsmaður Alþingis hefur málið nú til skoðunar. Sigríður tók formlega við embættinu þann 1. september síðastliðinn. Mánuði síðar var fyrrverandi samstarfskona hennar af Suðurnesjum, Alda Hrönn, sett sem aðstoðarlögreglustjóri í stað Harðar Jóhannessonar. Hörður var settur yfir verkefnastjórn hjá ríkislögreglustjóra í staðinn og það sagt tímabundið til eins árs. Hörður var einn nánasti sam- starfsmaður Stefáns á meðan hann fór fyrir framkvæmd lögreglurannsóknar á lekamálinu. Sigríður Björk og Alda Hrönn áttu um árabil náið samstarf sem lögreglustjóri og aðstoðarlögreglustjóri á Suðurnesjum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sigríður er skipuð í embætti án auglýsingar. Árið 2007 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráð- herra, hana í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra án þess að starfið hefði verið auglýst. Þá skipaði hann Sigríði sem lögreglustjóra á Suðurnesjum árið 2008 í kjölfar umdeildrar ákvörðunar um að auglýsa stöðu Jóhanns R. Benediktssonar, þáver- andi lögreglustjóra, lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Jóhann hafði þótt farsæll í starfi og notið stuðnings á meðal starfs- manna embættisins. Þrír lykilstarfsmenn sögðu upp störfum vegna málsins. Alda Hrönn tók stuttu síðar við starfi aðstoðar- lögreglustjóra á Suðurnesjum. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Samin á lög- reglustöðinni Halla Bergþóra, formaður Lögreglu- stjórafélagsins, segist hafa fengið tölvu Öldu Hrannar, aðstoðarlögreglu- stjóra í Reykjavík, lánaða til að skrifa tilkynningu þar sem Sigríði Björk, lögreglustjóra á höf- uðborgarsvæðinu var komið til varnar. Þá segir Halla að stjórnarmenn hafi samþykkt tilkynn- inguna netleiðis, en Ólafur Helgi er einn stjórnarmanna. Tilkynningin var samin í tölvu Öldu „Þar fékk ég tölvu Öldu lánaða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.