Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 2.–4. desember 201418 Skrýtið
Örríki um víða verÖld
n Sum stofnuð í gríni en önnur í mótmælaskyni n Ljósmyndari gaf út bók um efnið
Í
myndaðu þér ef þú gætir stofn-
að eigið ríki með eigin reglum.
Það kann að hljóma eins og efni
í einhvers konar vísindaskáld-
sögu en sannleikurinn er sá að
um víða veröld eru til slík örríki.
Þetta eru landsvæði sem að nafn-
inu til eru sjálfstæð eða fullvalda en
hafa ekki hlotið alþjóðlega viður-
kenningu á sjálfstæði sínu. Sum
þessara örríkja hafa verið stofnuð
í einhvers konar mótmælaskyni,
önnur til að fjölga ferðamönnum
en flest bara til gamans.
Þetta vakti athygli franska ljós-
myndarans Leós Delafontaine sem
ákvað árið 2012 að fara í ferða-
lag og heimsækja þessar örþjóðir
sem eru eins misjafnar og þær eru
margar. Afraksturinn gaf hann út
á bók sem kom út fyrir skemmstu
en tólf örríki, af um 400 á heims-
vísu, urðu fyrir valinu. Hér gefur að
líta nokkrar myndir og sögur úr bók
Delafontaines. n
Sealand-furstadæmið
Fyrsta örþjóðin sem Delafontaine heimsótti var Sea-
land-furstadæmið. Þetta óvenjulega örríki er staðsett á
yfirgefnum palli um 15 kílómetra undan ströndum Bretlands,
en umræddur pallur gegndi ákveðnu hlutverki á tímum
síðari heimsstyrjaldarinnar. Stofnandi örríkisins var Paddy
Roy Bates en hann kom sér fyrir á pallinum árið 1967. Árið
1999 tók sonur Paddys, Prince Michael, við stjórnartaumum
furstadæmisins. Eftir að eldur kviknaði á pallinum reyndi
Michael að selja hann en engir kaupendur fundust. Sealand-
furstadæmið er með eigin fána, eigin gjaldmiðil og gefur jafn-
vel út vegabréf. Fjórir íbúar eru í furstadæminu óviðurkennda.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Lýðveldið
Saugeais
Við landamæri Frakklands og Sviss, á
svæði sem tilheyrir Frakklandi, stendur
Saugeais-lýðveldið sem var stofnað í
hálfgerðu gríni árið 1947. Ellefu bæir, með
rúmlega fjögur þúsund íbúa, eru innan þess
lands sem Saugeais gerir tilkall til. Í dag er
Saugeais vinsæll ferðamannastaður og
þurfa ferðamenn að greiða sérstakt gjald
til að fá að skoða sig um.
Lýðveldið
Molossía
Eitt þekktasta örríki heims er lýðveldið
Molossía sem stendur við eyðimerkurbæinn
Dayton í Nevada í Bandaríkjunum. Molossía
var stofnað af þremur unglingum árið 1977
en síðan þá hefur margt breyst. Nafni örrík-
isins hefur verið breytt nokkrum sinnum, en
upphaflega hét það Stórlýðveldið Vuldstein.
Sá sem nú heldur um stjórnartaumana
heitir Kevin Baugh og hefur hann helgað líf
sitt Molossíu. Þannig hefur hann stofnað
pósthús, tollgæslu og eigin sjónvarpsstöð.
Stofnaði
þrjú ríki
Bandaríkjamaðurinn Trav-
is McHenry stofnaði sitt
fyrsta örríki þegar hann
var fimmtán ára. Síðan þá
hefur hann stofnað þrjú,
nú síðast Calsahara sem
stendur á 24 ferkílómetra
svæði í Kaliforníu sem
amma hans gaf honum.
Calsahara dregur nafn sitt
einmitt af Kaliforníu og
Sahara-eyðimörkinni –
Calsahara. Örríkið er með
eigin mynt og gefur einnig
út frímerki, en á því má sjá
mynd af sjálfum kóngin-
um, Travis McHenry,
skælbrosandi.
Vildir þú búa þarna?
Furstadæmið stendur á palli úti
í ólgusjó úti fyrir ströndum Bret-
landseyja. Paddy Roy Bates kom
sér fyrir á pallinum árið 1967.
Landamæravörður Lýðveldið
Saugeais var stofnað í hálfgerðu gríni
árið 1947. Ferðamenn þurfa að greiða
gjald til að skoða sig um þar.
Einræðisherra?
Travis McHenry hefur
stofnað þrjú ríki. Hann
er kóngur Calsahara,
örríkis í Kaliforníu.
Aðskilnaður
Í Molossíu er gefið
skýrt til kynna að
Molossia sé ekki hluti
af Bandaríkjunum.
Þar má meðal annars
finna posthús og
tollgæslu.