Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Blaðsíða 10
8
Höskuldur Þráinsson
var síðan sú krafa að allir nemendur í tungumálum yrðu að ljúka forprófi
í almennum málvísindum og hljóðfræði, enda var Hreinn þeirrar skoðun-
ar að rannsóknir á tungumálum og skilningur á eðli þeirra hlyti að byggj-
ast á grundvallarþekkingu á almennum málvísindum.
Hreinn sá sjálfur um forprófskennsluna fyrstu þrjú árin en 1968 var
Arni Böðvarsson ráðinn sem dósent í hlutastarfi til að annast hana.
Hreinn gaf framhaldsnemum í íslenskri málfræði hins vegar kost á því að
taka nokkur námskeið í almennum málvísindum sem hluta af framhalds-
námi sínu. Sumt af þeirri kennslu annaðist hann sjálfur, sumt sáu stunda-
kennarar um, t.d. Halldór Guðjónsson stærðfræðingur, sem kenndi
stærðfræðileg málvísindi. Einnig gafst nemendum kostur á að ljúka hluta
af þessu námi með því að sækja tíma í óskyldu máli, eða „máli annarrar
ættar“ eins og það var síðar nefnt, og einhverjir sóttu slíka tíma til finnska
sendikennarans.
Nemendur við Háskóla Islands áttu þess hins vegar engan kost á þess-
um árum að stunda nám í almennum málvísindum á BA-stigi. Það breytt-
ist ekki fyrr en árið 1975 þegar Jón R. Gunnarsson var ráðinn lektor í
almennum málvísindum. Hann var ráðinn frá 1. maí og þá hefur vinna við
kennsluskrá líklega verið komin á lokastig. I kennsluskrá skólaársins
1975—1976 stendur nefnilega ekki annað um kennslu hans en þetta:
„Kennsla Jóns Gunnarssonar verður auglýst síðar.“
Málvísindakennsla á BA-stigi 1975—1985
í fyrsta nemendahópnum í almennum málvísindum til BA-prófs, vetur-
inn 1975—1976, voru eftirtaldir: Eyvindur Eiríksson, Helgi Bernódusson,
Ólöf Eldjárn, Sveinn M. Arnason og Þórhallur Bragason. Jón mun hafa
séð um alla kennsluna fyrsta veturinn — þetta hafa líklega verið námskeið
um sögu málvísinda, hljóðfræði, hljóðkerfisfræði og svo námskeiðið „Mál
annarrar ættar“, sem þá og löngum síðar var tyrkneska. Kannski hefur
Jón kennt fleira þennan fyrsta vetur, en strax á öðru kennsluári er eins og
hafi orðið sprenging í málvísindakennslunni. Nú eru ekki lengur aðeins
kennd undirstöðunámskeið í helstu undirgreinum málvísinda heldur ýmis
sérhæfð námskeið og Jón búinn að fá allmarga kennara til liðs við sig,
bæði úr hópi fastra kennara við skólann og einnig stundakennara. Síðan
kenndi hann sjálfur það sem hann fékk ekki aðra til að kenna en hann eða
nemendur vildu hafa á dagskrá. Þessi skipan hélst svo þennan fýrsta ára-
tug. Gróft yfirlit yfir kennsluna má sjá á töflum 1—5. Þær eru í aðalatriðum