Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Blaðsíða 116
114
Höskuldur Þráinsson o.fl.
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T3039 Allir vissu þó að stolið hafði verið skjávörpum. 42,3 32,8 33,9 51.8 -.038 .318 710
b. T3071 Hún spurði hvort rætt hefði verið við Helgu. 58,0 82,7 90,5 84^8 -.262 .000 712
c. T3094 Það er frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi. 65,0 91.1 95>2 92,1 -.286 .000 712
d. T3099 Þetta er eitt af þeim vandamálum sem upp hafa komið. 59.0 76,5 92,2 «9>7 -.305 .000 711
e. T3024 Þeir sem erfiðustu ákvarðanirnar tóku voru ekki öfundsverðir. 25,4 56,2 76,8 86,0 -.480 .000 711
f. T3040 Þeir sem erfiðustu verkin höfðu unnið hættu þó fyrr. 23,4 39.0 49>4 59.1 -.296 .000 710
Tafla 18: Jákvcett mat á damum með framfarslu í aukasetningum með
frumlagseyðu.
unni eða ekki, og hin raunverulega stílfærsla sé færsla „smáliða" (þ.e.
höfuðs, sbr. athugasemdina í nmgr. 39). Annars vekur líka athygli að
e-dæmið fær yfirleitt mun betri dóma en f-dæmið hjá öllum nema þeim
yngstu. Kannski á samhengið þátt í því þar sem ýmsum finnst stílfærslan
fela í sér sérstakan stíl og er því væntanlega viðkvæm fyrir samhengi.4°
Eins gæti orðið öfundsverðir haft áhrif.
Loks má til fróðleiks sýna með súluriti hvernig aldurshóparnir meta
hinar „dæmigerðu“ stílfærslusetningar, þ.e. a—d í töflu 18 (og (35)). Það er
gert á mynd 18 á næstu síðu. Hér er munur aldurshópanna líka nokkuð
reglulegur en minni en þegar kjarnafærsla í aukasetningum átti í hlut.
Meðaleinkunnirnar eru líka hærri hér, enda liggur nokkuð ljóst fyrir að
stílfærsla í aukasetningum er algeng í íslensku. Hún ber samt nokkurn
keim af ritmáli fremur en talmáli og það kann að skýra þá staðreynd að
yngstu hóparnir eru heldur tregari en þeir eldri til að telja hana eðlilegt
mál. I þessu sambandi má svo líka minna á að þátttakendum var sagt að
miða einkum við talmál í dómum sínum.
40 I þessu sambandi má t.d. bera saman dæmi eins og Hún spurði hvort rœtt hefði verið
við Helgu (b-dæmið í töflu 18) og samsvarandi dæmi með leppnum það: Hún spurði hvort
það hefði verið mtt við Helgu. Ymsir líta svo i að leppurinn það sé til marks um óformlegt
málsnið. Honum mun t.d. vera eytt nokkuð kerfisbundið þegar gengið er frá umræðuköfl-
um á Alþingi (Berglind Steinsdóttir í samtali) og stílfærsla þykir þar fara betur.