Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 45
Um orðaröð í fareyskum aukasetningum
43
Kjarnafærsla kemur að vísu best út í fylliliðum af gerð E og síst í fyllilið-
um af gerð D en munurinn á A, B og E er sáralítill. Hér er líka athyglis-
vert hve margir telja dæmin vafasöm.
I töflu 14 eru sýndar tilraunir til að kjarnafæra andlög og forsetning-
arliði í óbeinum spurningum, atvikssetningum og tilvísunarsetningum í
færeysku:
JA p NEI
(70) Eg spurdi, hví bókina hevði Petur ikki lisið. (Ég spurði hvers vegna bókina hefði Pétur ekki lesið.) 0% 8% 92%
(71) Eg veit ikki, um til London er hon komin. (Ég veit ekki hvort til London hefur hún komið.) 2% 10% 88%
(72) Um bókina hevur hann ongantíð lisið, hvussu kann hann so siga sína meining um hana? (Ef hann hefur aldrei lesið bókina, hvernig getur hann þá sagt skoðun sína á henni?) 0% 13% 87%
Í7á) Maria lurtaði eftir útvarpinum, meðan dögurða giðrdi hon. (Maria lustaði á útvarpið á meðan matinn gerði hún.) 2% 4% 94%
(74) Hetta er drongurin, sum í Reykjavík mptti eg. (Þetta er strákurinn sem í Reykjavík hitti ég.) 0% 4% 96%
Tafla 14: Kjarnafœrsla íspumaraukasetningum, atvikssetningum ogtilvísun
arsetningum.
Ekki kemur á óvart að flestir hafna setningum af þessu tagi. Sambærileg
dæmi fengu afleita dóma í íslensku tilbrigðarannsókninni (sbr. sbr. Höskuld
Þráinsson, Asgrím Angantýsson og Heimi Frey Viðarsson, væntanl., As-
grím Angantýsson, væntanl.)
Niðurstöður um kjarnafærslu í færeysku ríma nokkuð vel við það sem
kom í ljós um S2-röð í aukasetningum með frumlagi í fyrsta sæti: í fylli-
liðum staðhæfingarumsagnanna siga og halda og með hálfstaðreyndaum-
sögninni finna útav fær rótarfyrirbærið (kjarnafærsla í þessu tilviki) já-
kvæðar viðtökur en nánast enginn samþykkir það fyllilega í öðrum teg-
undum aukasetninga. Hins vegar eru mun fleiri sem samþykkja S2 en
kjarnafærslu í spurnaraukasetningum og nokkrir samþykkja S2 í atviks-
setningum og tilvísunarsetningum þar sem kjarnafærsla má heita útilok-
uð. Þessar niðurstöður eru raunar skýrari með tilliti til flokkunar Hooper
og Thompson (1973) á umsögnum heldur en niðurstöður um kjarnafærslu