Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Blaðsíða 173
i8. aldar orðabók og málsagart 171
bæði öiður og <zð og nf. ft. bæði &ðar og æðir. Öll dæmin eru um æðar í lík-
ama eða í jörð, engin um fuglinn.
ET. NF. æður (380), blóðæður (380), púlsæður (380) blóðæð (377), kvikasilfursæð (407), silfuræð (46)
ÞF. æðina (21)
FT. NF. æðar (380), vatnsæðar (380), silfuræðar (380), gullsæðar (380), vatnsæðir (295, 364, 380)
ÞF. æðar (380)
Tafla 4. Myndir orðsins œð(ur) í Kl.
Beygingin er því enn á reiki á fyrri hluta 18. aldar.
2.7 Kvenkyns i-stofnar
Upphafleg kvenkynsorð af z-stofni hafa haldist nær óbreytt frá forn-
íslensku. Þgf. et. var oftast endingarlaust en fyrir kemur að það endar á
'U. Er þar oftast um gömul ó-stofna orð að ræða. í Æv eru endingarlaus-
ar myndir algengastar og á það sama við um KI. Dæmi eru í Æv um ending-
una 'U í orðunum jörð, sál og stund (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:131). I
K1 kemur þgf. af sál ekki fyrir en aftur á móti af jörð, sól og stund.
Beyging þessara orða er þannig í K1 að þf. og þgf. et. er aðeins sólu en
tvö dæmi fundust um þf. m. gr. sólina, tvö um þgf. m. gr. sólinni en fimm
um sólunni.
Um jörð eru í K1 þrjú dæmi um þf. og þrjú um þgf. et.jörð. En um þf.
jörðu er eitt dæmi og sömuleiðis um þgf. jörðu. Langflest dæmi fundust
um þf. m. gr.jörðina (39X), eitt um jörðuna en álíka mörg um þgf. m. gr.
jörðinni og jörðunni.
ET. ÞF. sólu (221) jörð (145, 286, 296), jörðu (86)
sólina (43, 318) jörðina, jörðuna (163)
ÞGF. sólu (402) jörð (101, 357, 36), jörðu (81)
sólinni (11,11), jörðinni (9X), jörðunni (íox)
sólunni (lio, 210, 357, 318, 387)
Tafla 5. Orðin sól og jörð í þf. og þgf. et. í Kl.