Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Blaðsíða 107
Hvert stefnir í íslenskri setningagerð? 105
Tafla 15 sýnir yfirlit yfir jákvæða dóma þátttakenda um þessar setningar
(setningar sem eru merktar með L3 voru hluti af þriðju tilbrigðakönnun-
inni og þar voru dæmin leikin af diski fyrir þátttakendur, sem höfðu þau
líka fyrir framan sig á blaði):
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T1092 Þeim leiddust samt kóræfingarnar. 60,9 67.5 70,3 72,2 -.087 .016 767
b. T1032 Henni leiddist samt bókmennta- tímarnir. 70,2 64.5 58,1 59.7 .102 .004 769
c. L3.7 Honum leiddust tónleikarnir mjög mikið. 58,2 79.3 83,2 81,0 -.195 .000 710
d. L3.21 Henni leiddist samt píanótímarnir alveg ofsalega. 71,0 74,9 53.5 52,1 .205 .000 711
e. T3004 Henni hafa alltaf leiðst langar bíó- myndir. 50.5 64,8 71.4 77.4 -.200 .000 708
f. T3021 Honum hefiir alltaf leiðst langir stjórnarfundir. 63.7 81,5 76,2 73.0 -.042 .264 710
Tafla 15: Jdkvcett mat á sammmi og sammmisleysi við nefnifallsandlag.
Hér er myndin nokkuð skýr ef við lítum á fyrstu tvö dæmapörin: Sam-
ræmi við nefnifallsandlag (dæmi a og c) fær betri dóma hjá eldri kyn-
slóðunum en samræmisleysi (b og d) betri dóma hjá þeim yngri. Fylgni
við aldur er þó lítil ogp ekki alls staðar minna en 0,01. Dómarnir um e-
dæmið eru líka í samræmi við þetta. Aftur á móti er matið á f-dæminu
nokkuð á skjön við annað og þar er engin marktæk fýlgni við aldur.
Parið e og f er frábrugðið hinum að því leyti að þar er persónubeygða
sögnin hjálparsögn og kannski hefur það einhver áhrif, hvernig sem á
því gæti staðið.34 Eins og sjá má af númerum dæmanna eru þau ekki öll
úr sömu könnun og því ekki um sömu þátttakendur að ræða nema að
hluta til (sbr. umræðu í 3. kafla). Þess vegna er ekki hægt að reikna
meðaleinkunn þátttakenda fýrir allar samræmissetningarnar til dæmis
(þ.e. þær setningar sem sýna samræmi við nefnifallsandlag). En þar sem
samræmisdæmin c og e eru úr sömu könnun má reikna meðaleinkunn
þátttakenda fyrir þau og bera aldurshópana saman á súluriti. Það er gert
á mynd 15.
34 Tilbrigði í samræmi voru líka könnuð í svolítið flóknari setningum, þ.e. dæmum í
líkingu við Honum sýndust/sýndist vera jeppaslóSir ísnjónum og Henni fundust/fannst þœr
frekar skemmtilegar. Þar kom ekki fram skýr munur á milli kynslóða.