Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Blaðsíða 193
Hljóðkerfi og bragkerfi
191
Hefðarreglur í kveðskap
Hvers vegna stuðla framgómmælt lokhljóð, eins og í get, við uppgómmælt lok-
hljóð, eins og ígat? Jón Axel Harðarson (2007:88) hefur sýnt fram á að þetta eru
aðgreind fónem þegar í forníslensku. En ef við förum aftur tO frumnorrænu má
gera ráð fyrir að orðin sem um ræðir hefjist á sömu hljóðkerfislegu einingu. Eitt
fónem greinist í tvö en hefðin og stafsetningin viðhalda fornu jafngildi í bragnum.
Hvers vegna rímuðu a og p saman í aðalhendingum fram til um 1200? Eg
hygg að þetta sé hefðarregla með rætur í málsögunni og hafi hugsanlega stuðst
nokkuð við mállýskumun. Hljóðið p er sögulega tilkomið sem w-hljóðvarp af a.
Hvers vegna stuðla saman upphafshljóðin í hof, hróp, hlaup, hnefi, hveiti og
hjól? Enn og aftur þurfum við bara að stilla tímavélina nógu langt aftur til að þessi
orð hafi öll sama upphafshljóð. Og aftur getur hefðarreglan stuðst við stafsetn-
ingu.
Nú er ekki víst að öllum lítist á blikuna. Getur það verið að skáldskapurinn
miðist iðulega við löngu horfin málstig? Er ekki þvert á móti greinilegt að breyt-
ing á málinu veldur oft breytingu í kveðskapnum? Þegary og i runnu saman í
framburði þá tóku ýmis orð að ríma saman sem gerðu það ekki áður — til dæmis
þreyta og sveita. Hvers vegna varð það ekki að hefðarreglu að halda slíkum orðum
áfram aðgreindum í rími?
Til að skýra þetta geri ég greinarmun á sundurgreinandi og samfellandi
hefðarreglum. Sundurgreinandi hefðarregla felur í sér að skáld sem fylgir henni
þarf að gera einhvern greinarmun í kveðskap sem það gerir ekki í tungumálinu
sjálfu. Þetta er erfitt og felur í sér að skáldin þurfa að styðjast við lærdóm, til
dæmis rímtöflur, fornlega stafsetningu eða kennslustundir í málsögu. Að gera
greinarmun á orðum meðjr og i í kveðskap eftir samfall þessara hljóða í málinu
væri dæmi um sundurgreinandi hefðarreglu. Ekki veit ég dæmi um að skáld hafi
gert það.
Samfellandi hefðarregla felur í sér að skáldin geta sleppt því í skáldskapnum
að virða einhvern greinarmun sem þau hafa í máli sínu. Yfirleitt má lýsa því svo
að tvö eða fleiri hljóð séu í einum jafngildisflokki. Allar hefðarreglurnar sem ég
hef hér lagt til eru samfellandi; sérhljóð og j eru í einum jafngildisflokki; fram-
gómmælt og uppgómmælt lokhljóð eru í einum jafngildisflokki; a og p eru í
einum jafngildisflokki; orð sem rituð eru með upphafs-f) eru í einum jafngildis-
flokki.
Sumar af þessum hugmyndum um jafngildisflokka og hefðarreglur munu láta
kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa lesið verk eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson
og, sér í lagi, leiðbeinanda okkar beggja, Kristján Árnason. Við getum kannski
sagt að það sé einn skóli í þessum fræðum að skýra einkennileg fyrirbæri sem
hefðir með rætur í málsögunni.
En annar skóli leitast við að skýra slíkt út frá samtímalegum forsendum,
fremur en sögulegum. Þar hafa menn meðal annars sett fram kenningar um