Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 184
182
Guðrún Kvaran
MIBSTIG verre, lakare slæmre (53)
slæmare, lakare (301)
EFSTASTIG sa allra slæmaste madur (120)
vestur, slæmastur (154)
Tafla 18. Dæmi um miðstig og efstastig lýsingarorða í Kl.
JM (útg. 1997:129) segir að sl&mur stigbreytist eins og hœgur, þ.e. h&gre og
h&gare í miðstigi og hœgastur í efsta stigi. Kemur þetta heim og saman við
beyginguna í K1 en eitt dæmi um hvora miðstigsmynd segir ekkert um
notkun Jóns Arnasonar sjálfs, aðeins að honum voru báðar myndir kunnar.
Myndin norðarikemur einu sinni fyrir í K1 í eftsta stigi en nyrðri ekki:
(11) þad nordasta land (12)
JM (útg. 1997:131) gefur bæði miðstigsmyndina nyrdre og nordare en í
efsta stig aðeins nordastur. Valtýr Guðmundsson (1922:101) nefnir tví-
myndir í miðstigi en aðeins myndina nyrstur í efsta stigi. í Rm eru dæmi
um norðastur fram á fyrri hluta 20. aldar.
Þegar í Guðbrandsbiblíu 1584 eru dæmi um innskots-d í efsta stigi lýs-
ingarorðanna hár og stór og ytri, eins og reyndar á undan -st í fleiri
orðmyndum (Bandle 1956:119). Þessar myndir voru mjög algengar á 17.
og 18. öld og allmörg dæmi eru í Æv um d-innskot í efsta stigi af hár og
stór (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:79). Innskots-d í efsta stigi er næst-
um ríkjandi í Kl. Sama gildir þar um efsta stig af smár\
(13) a. hædst (203)
b. hædsta (163, 228, 251, 344)
c. hædsti (67, 318)
d. hædstu (85, 344)
e. smædsta (168)
f. stædstur (153)
g. stædsta (85, 260, 351)
Þótt myndir með innskots-d séu algengastar koma þó einnig d-lausar
myndir fyrir. Skýring við latneska orðið exterus er t.d. ‘stærsti, hædste’ þar
sem koma fyrir d-laust dæmi og dæmi með d-innskoti hlið við hlið (67).
Onnur d-laus dæmi eru st&rstu („ad vera i stærstu hefd“ (144)) og sm&rsta
(„þad smærsta Dupt“ (262)).