Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Blaðsíða 80
78
Höskuldur Þráinsson o.fl.
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T1031 Það var hrint stelpunni af hjólinu svo hún meiddist. 39.5 12,2 2,6 3>4 .481 .000 770
b. T1093 Það var strítt honum á hverjum degi. 52,9 18,4 1,6 1,1 •549 .000 768
c. T1005 Það var rekið manninn út af staðnum. 46,6 16,2 3.6 2>3 .528 .000 767
d. T1006 Það var strax dæmt vítaspyrnu. 61,0 34>5 13>5 23>4 .381 .000 769
e. T1019 Það var borðað svo margar kjötbollur. 36,8 12,7 3>7 5.6 .401 .000 769
f. T1038 Það var strax rekið hana út af. 49,3 H>7 2,1 0,0 •539 .000 769
g. T1043 Það var beðið mig að vaska upp. 44,6 13,8 5>7 5,6 ■463 .000 769
h. T1055 Það var skammað mig fyrir letina. 39,9 8,6 3>i 1-7 .482 .000 769
i. T1051 Jón var sendur heim en það var bara skammað Ola. 57U 32>5 5,8 2>3 •537 .000 766
j. T1114 Það voru nokkrir reknir en bara áminnt aðra. 43>9 21,7 7>4 3,6 .466 .000 762
Tafla 4: Jákvœtt mat ólíkra aldurshópa á völdum dœmum um nýju þol-
myndina með leppnum það.
Eins og sjá má af þessum töflum er fylgnin við aldur mjög skýr: Það er
alls staðar yngsti hópurinn sem er jákvæðastur gagnvart þessum setning-
um og tveir þeir elstu hafna þeim næstum algjörlega — eina undantekn-
ingin er d-dæmið, sem yfir 23% þeirra elstu telja eðlilegt mál. Þar kann
óákveðni orðmyndarinnar vítaspyrnu að skipta einhveru máli (yfirlesari
telur að Það varstrax d&mt þriðju vítaspyrnuna hefði fengið verri dóma),
auk þess sem mjög lítill munur er á þessari gerð og hefðbundinni þol-
mynd ('var d&md vítaspyrna) svo einhverjir þátttakendur gætu hafa mis-
lesið dæmið. Sú staðreynd að mun fleiri þátttakendur úr elsta hópnum
samþykkja þetta dæmi en nokkurt annað kallar a.m.k. á skýringu.
Fylgnin við aldur verður auðvitað ennþá sýnilegri á súluriti en á töfl-
um eins og sjá má á mynd 4 á næstu síðu (sbr. Tilbrigði II, 8. kafli). Hér
táknar hæsta meðaleinkunnin mest samþykki innan aldurshópsins og sú
lægsta minnst.22 Munurinn á aldurshópunum er mjög greinilegur hér
eins og vænta mátti. Þessi munur er svo mikill að nær útilokað er að hann
stafi eingöngu af aldursbindingu, þ.e. að þetta máleinkenni sé eitthvað
sem eldist algjörlega af fólki, enda virðist aldursbinding ekki sérlega al-
22 í þessu felst, eins og áður er lýst, að hér er miðað við gildið 3 fýrir dóminn „Já.
Eðlileg setning. Svona get ég vel sagt“, gildið 2 fýrir dóminn „Vafasöm setning. Eg myndi
varla segja svona“ og gildið 1 fyrir dóminn „Otæk setning. Svona get ég ekki sagt“. Hærri
meðaleinkunn þýðir því jákvæðari dóma í þessu tilviki.