Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Blaðsíða 167
18. aldar orðabók og málsagan 165
er vel þekkt að orð sem töldust til a-stofna í fornu máli gátu flust yfir til
i-stofna. Best merki um þetta eru í þgf. et. og nf. og þf. ft.
2.1.1 Þágufall eintölu
I Æv fundust fjórtán a-stofna orð án endingar í þágufalli eintölu: áll,
bátur, -blundur, farangur, helmingur, hringur, klútur, leikur, rómur, stekkur,
straumur, söngur, uppvakningur, þjófur (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:
116—117). Öll koma þau fyrir í K1 en sjaldan í þágufalli. Þau sem þar eru
endingarlaus eru hringur (513), rómur (284), söngur (268, 346) og þjófur
(96) en orðið helmingur (61) er með endingu. I JM (útg. 1997:37, 43) eru
hringur, rómur og þjófur sögð beygjast eins og hattur, þ.e. með endingu í
þágufalli, sóngur er þar án endingar en ekki var að sjá að orðið helmingur
væri nefnt.
Af þeim sextán orðum sem eru með endingu í Æv, aftann, draumur,
eiður, eldur,grátur, heimur, prestur og orð sem enda á -ingur eða -ungur, þ.e.
búningur, tilbúningur, undirbúningur, málnytupeningur, ásetningur, hmring-
ur, stuðningur, styttingur og silungur (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:116-
117), koma draumur (189), eiður (245), eldur (44, 71, 83), heimur (85, 182,
186, 378, 404), prestur (245) fyrir með endingu í Kl, grátur án endingar
(179) og ásetningur bæði með og án endingar, tíu sinnum með og einu
sinni (199) án. JM (útg. 1997:35, 37) og K1 ber hér saman að öðru leyti en
því að orðið ásetningur er ekki nefnt í JM.
I Æv eru orð sem enda á -dómur og orðið flokkur ýmist með endingu
eða án (Jóhannes B. Sigtryggsson 2011:117). Þar sem orðið flokkur kemur
fyrir í þágufalli eintölu í K1 er það með endingu (72, 202, 210, 301). Orð
sem hafa -dómur í síðari lið hafa alltaf endingu ef þau koma fram í þágu-
falli eintölu: aldurdómur (105, 304), barndómur (220, 260, 401, 410), lar-
dómur (72, 103, 108,144, 326, 344) og ungdómur (126). JM (útg. 1997:37)
sýnir endingu í þágufalli bæði í dómur og flokkur.
Þótt þetta sé ekki tæmandi yfirlit um þágufall u-stofna orða í K1 gefa
þau þó vísbendingar um endingu eða endingarleysi og áhrif frá z'-stofnum.
Samræmi er að mestu milli Æv, K1 og JM. Fátt kemur á óvart og sú óregla
sem ríkti á 18. öld kemur fram enn í dag eins og sjá má m.a. hjá Valtý
Guðmundssyni (1922:49).
2.1.2 Nefnifall og þolfall fleirtölu
Ekki eru sýnd dæmi um nf. og þf. ft. í Æv en í K1 koma fyrir þrjú orð sem
vert er að skoða. Þau eru grís, selur og hver.