Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 18

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Page 18
ÁstráSur Eysteinsson hans, þótt vart sé það í sama skilningi og fram kemur í orðum James Thorpe um hinn rétta texta. I vissum skilningi „stækkar“ frumtextinn við þýðingu hans á önnur mál, gildi hans staðfestist og eykst í senn. Bæði viðhorfm sem hér hefur verið lýst geta leitt til rómantískrar skammsýni og hamlað frjóum skilningi á hlutverki þýðinga í menntun og menningarlífi. Hin neikvæða sýn þrífst á ofdýrkun frumtextans en hin jákvæða byggist oft á hugmyndum um sjálfvirkan og jafnvel vélrænan flutning milli menningarheima án þess að spurst sé fyrir um það sem gerist á mörkum þessara heima. Eins er þó ljóst að þessi jákvæða sýn er nátengd margskonar baráttuhvöt þeirra sem efla vilja skilning á þýðingum: Minnt er á hversu mikilvægar og óhjákvæmilegar þýðingar séu, hversu vanmetnar þær séu sem félagsleg og oft listræn athafnasemi; hversu „ósýnilegir“ þýð- endur og þýðingar þeirra séu alla jafna, þótt augljóst megi vera hversu út- breidd þessi starfsemi er, jafnskjótt og athygli er beint að henni sérstaklega. Undir þetta getur sá tekið sem hér skrifar, en hann telur samt nauðsynlegt að skyggnast nánar eftir þeim gildum sem hér er um að tefla; gildum sem ávallt búa að baki þegar verk er flutt milli mála og sem búa í þeirri heims- mynd sem ætla má að „kalli“ á þýðinguna og hún á jafnframt þátt í að mynda og jafnvel breyta. Ætla má að hugtakið heimsbókmenntir sé vett- vangur þar sem reynir á þessi gildi og þær heimsmyndir sem hrærast og fæðast með þýðingum. Oftast er litið á þýska rithöfundinn Johann Wolfgang von Goethe (1749-1832) sem upphafsmann heimsbókmenntahugtaksins. Hann beitti því fyrir sig nokkrum sinnum á síðustu æviárum sínum þegar hann hafði orð á nauðsyn menningarskilnings þjóða á milli. Þótt hann skrifaði aldrei sérstaka grein um hugtakið né gæfi á því heildstæða útskýringu, var þýski skáldjöfurinn orðinn þekktur um alla Evrópu á þessum tíma og er ekki nokkur vafi á því að frægð hans átti mikinn þátt í hraðri útbreiðslu hugtaksins um 1830. Það varð öðrum þræði að einskonar slagorði, með mismiklum tengslum við skilning og áherslur Goethes, og fræðileg notkun þess fjarlægðist einnig oft hugmyndir Goethes. Hinn merki tékknesk- bandaríski bókmenntafræðingur René Wellek skrifaði uppúr miðri 20. öld að í hugtaki Goethes hefði öðru fremur búið framtíðarsýn á sögulega þróun hinna ýmsu þjóðarbókmennta sem ættu eftir að falla saman í mikla veraldarelfu. Nú sé hugtakið hinsvegar notað í annarri merkingu. „Það merkir allar bókmenntir frá íslandi til Nýja-Sjálands, eða sígildu verkin sem hafa orðið sameiginlegur arfur allra þjóða.“4 4 René Wellek: A History of Modern Criticism: 1750-1950. Vol. I. The Later Eighteenth Century. London: Jonanthan Cape 1955, bls. 221. Tilvitnun sótt til Sarah Lawell: „Intro- duction: Reading World Literature", í Reading WorldLiterature: Theory, History, Practice, ritstj. Sarah Lawell, Austin: University of Texas Press 1994, bls. 5in. 16 á Jföœýrdiá- — Tímarit þýðenda nr. 8 / 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.