Jón á Bægisá


Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 39

Jón á Bægisá - 30.09.2004, Side 39
StaSbundin og hnattmn margtyngd Ijóðlist og útópísk vejsýn Svarið við spurningunni, „Hvaða mál er mest talað í heiminum?" breytist á hverjum degi: þegar sólin er yfir vesturhluta Kyrrahafsins er pút- onghua-mál mest notað, síðan hindí-mál; og þegar sólin er yfir Atlants- hafinu er það enska með spænsku í kjölfarið. Því held ég að virkilega hnattrænn ljóðavefur geti ekki gert sig ánægðan með það að þýða allt á ensku, heldur verði að vera miklu fleirum aðgengi- legur. Hann verður að vera aðgengilegur á nokkrum „megintungum“ — tungumálunum sem eru mest töluð og eru náttúrulegar þýðingarrásir meðal þúsunda annarra lifandi tungumála heimsins. Mig langar núna að leggja til efni til að ræða sem víðast og oftast: Við skulum reyna að útbúa net skálda og þýðenda sem vinna saman að því að skapa margmiðlunarljóðavef sem er í sann og reynd margtyngdur. Ég á hér við vef þar sem notendaviðmót jafnt sem innihald er marg- tyngt, helst aðgengilegt meirihluta íbúa heimsins. Fyrst BBC getur rekið vef með fréttum og öðru efni í texta og tali á fjörutíu og sjö tungumálum vitum við að þetta er hægt. Það mætti jafnvel sannfæra BBC um að hjálpa okkur. Margir þeirra sem vinna fyrir Heimsþjónustu BBC eru skáld og ljóðaþýðendur. Netið sem við þurfum er þegar í bígerð vegna viðburða eins og þessa, eins og „Samræðu fyrir tilverknað ljóðlistarinnar“ og poetry.int, og ég er viss um að við getum slegist í hóp margra annarra verkefna. Ég hef einnig tillögu um innihald á vefnum okkar. Það er mjög auðvelt að sjá fyrir sér alls konar ritstjórnarleg vandamál á poetry.int. Hvaða ljóða- smekkur verður ofan á í þjóðlegu og alþjóðlegu tilliti? Hvaða stjórnmála- skoðanir verða ofan á? Áherslan er á einstök skáld og úrval úr verkum þeirra. Hvaða skáld komast að og hvernig verða þau valin? Þetta verður mjög erfitt verk. Því legg ég til að við byggjum upp vef sem leggur höfuðáherslu á ljóð en ekki skáld. Hann ætti eingöngu að innihalda „almenn“ ljóð sem hafa sögulega þýðingu. Þar á ég við ljóð sem hafa haft einhver áhrif, sem hafa snortið mikinn fjölda fólks. Venjulega eru þetta ljóð um afdrifaríka atburði í lífi fólks og þjóða; ljóð þar sem útbreiddum viðbrögðum almennings við atburðum eru léð rödd; ljóð sem er ætlað að ná til stærri hóps ljóðalesenda en venjulega og tókst það í rauninni. I mörgum löndum sem búa við undirokun og harðstjórn eru þetta sígild andófsljóð, ljóð sem- hafa gefið fólki styrk til að veita óvinum skapandi frelsis viðnám. Varðveisla ljóðanna varðar meiru en gæði við val þeirra. Þau velja sig sjálf. Ljóðin sjálf skipta meira máli en höfundar þeirra. Þau líkjast ballöðum að þessu leyti. Það sem ég er að leggja til er sem sé alveg margtyngd sýning á kröft- ugum ljóðum, kröftugum í heimi raunveruleikans - ásamt upplýsingum um samhengi þeirra auðvitað svo að vefurinn verði virkilega nothæfur sjóður menntunar. d JSœy/Aá - Menninga(r)miðlun í ljóði og verki 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.