Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 9.–11. desember 20148 Fréttir Kaffitár skoðar réttar- stöðu sína gegn Isavia n Drífa hefur stefnt Isavia n Fyrirtæki vilja rökstuðning frá Isavia fyrir synjun um húsnæði Þ að var hagstæðara en önn- ur tilboð sem bárust. Það er valnefnd sem velur það samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum,“ segir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, aðspurður af hverju tilboði íslenska veitingastaðarins Nord og franska fyrirtækisins Lagardére Services í veitingahúsarými í Leifs- stöð var tekið. Í valnefndinni sátu fjórir starfs- menn Isavia: Hlynur Sigurðsson, Hrönn Ingólfsdóttir, Stefán Jóns- son og Sveinbjörn Indriðason. Auk þess var einn erlendur ráð- gjafi, Frank Grey, í valnefndinni en hann kemur frá fyrirtæki sem heit- ir CPI. Sexföldun og málsókn Líkt og DV greindi frá á föstu- daginn þá á eiginkona aðstoðar- kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki, Sigurjóns Rúnars Rafnssonar, ríflega 23 pró- senta hlut í veitingastaðnum Nord. Tilboði Nord og Lagardére Services í útboði Isavia í haust á verslunar- rými í Leifsstöð var tekið af val- nefnd Isavia en saman munu þessi tvö fyrirtæki eiga og reka Nord, Segafredo-kaffihús, veitingastað með sjálfsafgreiðslu sem og bar í flugstöðvarbyggingunni. Nord fer því frá því að reka einn veitinga- stað í Leifsstöð og yfir í að reka eina sex. Útboð Isavia var afar umdeilt fyrr í haust og voru ýmsir tilboðs- gjafar ósáttir við vinnubrögðin við það. DV greindi einnig frá því að fyrirtækið Drífa ehf. hefði stefnt Isavia fyrir meint ólögmæt vinnu- brögð við úthlutun á leiguhús- næðinu í Leifsstöð. Drífa ehf. vill frá skaðabætur frá íslenska ríkinu sem nema ætluðum hagnaði fyrir- tækisins af vörusölu í Leifsstöð næstu fjögur árin: Ríflega 900 milljónir króna. Áætluð vörusala fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í sölu ýmiss konar prjónavöru og minjagripa, er tæplega fimm millj- arðar króna. Drífa ehf. hefur haft vörur sínar til sölu í Leifsstöð síð- an árið 1988. Kaffitár skoðar stöðu sína Önnur fyrirtæki, sem ekki fengu úthlutað húsnæði í útboði Isavia, skoða nú einnig réttarstöðu sína. Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi og stofnandi Kaffitárs, segir að fyrir tækið hafi sent kærubréf til úr- skurðarnefndar um upplýsinga- mál vegna þess að fyrirtækið hafi ekki fengið nægjanlega góðan rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun Isavia að hafna umsókn þess um húsnæði í Leifsstöð. Kaffitár hef- ur rekið tvo kaffistaði í Leifsstöð; annan í fríhöfninni sjálfri og hinn utan hennar á jarðhæðinni þar sem innritunarborðin eru staðsett. Aðalheiður segir að Kaffitár hafi ekki tekið ákvörðun um hvort dómsmál verður höfðað: „Við höf- um ekki tekið ákvörðun um það. Við vorum að senda á föstudaginn annað kærubréf til úrskurðarnefnd- ar um upplýsingamál. Við sendum kærubréf til nefndarinnar, Isavia svaraði og nú erum við búin að svara bréfi þeirra. Við ætlum að sjá hvað kemur út úr því áður en við ákveðum næstu skref. Við vilj- um ekki ákveða hvort við förum í skaðabótamál fyrr en við fáum úr- skurð frá nefndinni.“ Um 20 prósent af veltu Ástæðan fyrir því að Kaffitár leitar til úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál er sú að skort hafi á rökstuðn- ing frá Isavia fyrir niðurstöðunni að velja ekki tilboð kaffifyrirtækisins. „Við fengum engan rökstuðning. Bara engan. Við fengum einkunn fyrir hvert atriði. En við feng- um engan rökstuðning fyrir því af hverju við fengum þessar einkunn- ir […] Röksemdafærsla Isavia er að þetta hafi ekki verið útboð og að þess vegna þurfi þeir ekki skila rök- stuðningi fyrir niðurstöðum sín- um.“ Í stefnu Drífu í málinu gegn Isavia er einnig rakið hvernig það fyrirtæki telur að skort hafi á rök- stuðning frá Isavia fyrir þeirri niðurstöðu að taka ekki tilboði Drífu en fyrirtækið vildi fá þennan rökstuðning til að glöggva sig á því af hverju tilboði þess var ekki tek- ið. Orðrétt segir í stefnunni: „Stefn- andi er fullviss um að tilboð hans voru hagkvæmustu sem bárust í útboðinu. Það kom stefnanda því mjög á óvart að tilboð hans skyldu ekki vera valin. Stefnandi taldi því nauðsynlegt að fá rökstuðning og útskýringar fyrir þeirri ákvörðun stefnda að taka ekki tilboðum stefnanda.“ Miklir hagsmunir eru undir hjá Kaffitári en Aðalheiður segir að um 20 prósent af tekjum fyrirtæk- isins komi í gegnum kaffihúsin í Leifsstöð. Kaffitár rekur alls átta staði, fimm í Reykjavík og þrjá á Suðurnesjum. Hún segir að hingað til hafi Kaffitár ekki einu sinni feng- ið upplýsingar um við hvaða önn- ur fyrirtæki það var að keppa. „Okk- ur finnst flest benda til að ekki hafi verið staðið rétt að þessu. Við fáum ekki einu að vita við hverja við vor- um að keppa,“ segir Aðalheiður. Endurskoðun getur skoðað málið Isavia ohf., sem er hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, heyrir undir Ríkis- endurskoðun sem ber að endur- skoða, eða láta endurskoða, árs- reikninga fyrirtækisins. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir í samtali við DV að Ríkisendur- skoðun geti jafnframt spurst fyrir um starfsemi Isavia, eða einstaka þætti í henni, ef svo ber undir, til dæmis ef ábendingar berast um meint, óeðlileg vinnubrögð. „Við gætum spurst fyrir um það. Oftast myndi það vera á grundvelli ein- hverra ábendinga sem kæmu fram.“ Sveinn segir hins vegar að engar slíkar ábendingar hafi komið fram varðandi útboð Isavia í Leifsstöð. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bíða niðurstöðu úrskurðarnefndar Aðalheiður Héðinsdóttir segir að Kaffitár bíði niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál áður en ákvörðun verður tekin um hugsanlegt skaðabótamál gegn íslenska ríkinu út af útboð- inu í Leifsstöð. Mynd SIgtryggUr ArI Sérstök valnefnd Sérstök valnefnd sem í sátu fjórir fulltrúar frá Isavia og einn erlendur ráðgjafi völdu úr tillögunum sem bárust um húsnæði í Leifsstöð. Mynd SIgtryggUr ArI JóhAnnSSon „Okkur finnst flest benda til að ekki hafi verið staðið rétt að þessu Eins og náttúran hafði í hyggju • Magnesíumsprey sem virkar strax! • Slakandi, bætir svefn og slær á fótaóeirð og sinadrátt • Frábær upptaka Sefurðu illa? MagnesiumOil Spray Fæst í flestum apótekum, Lifandi Markaði, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Systrasamlaginu Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is og á Facebook síðunni Better You Ísland PREN TU N .IS Goodnight

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.