Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Side 12
Vikublað 9.–11. desember 201412 Fréttir Ú tlit er fyrir að hagnaður í ís- lenskum sjávarútvegi gæti dregist saman á næstu árum ef fyrirtæki bregðast ekki við samdrætti í afla. Kristján Hjaltason benti á þennan samdrátt í máli sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni nýverið en hann er einn af stofnend- um hennar. Milli áranna 2013 og 2015 er líklega um 300.000 tonna samdrátt í heildarframboði sjávarafurða frá Ís- landi að ræða en Kristján segir mik- ilvægt að íslensk fyrirtæki geri ráð- stafanir. Heildarframboð sjávarfangs frá Íslandi mun fara úr 1.440.000 tonnum árið 2013 í 1.180.000 tonn í ár. Þá spáir Kristján enn frekar sam- drætti árið 2015 eða niður í 1.140.000 tonn. Mestu munar um samdrátt í uppsjávar veiðum en gríðarlegur uppgangur hefur verið í þeim geira undanfarin ár, helst vegna mikillar makrílgengdar. Heildarútflutningstekjur námu 278 milljörðum árið 2012 en 282 milljörðum árið 2013. Kristján spáir því að útflutningsverðmæti verði um 260 milljarðar í ár og árið 2015. Fyrirtæki bregðist við „Markmið mitt var að vekja athygli á því sem mun gerast svo fyrirtæki geti undirbúið sig og gert ráðstafanir, meðal annars með því að gera meiri verðmæti úr minni afla,“ segir Krist- ján í samtali við DV. Kristján telur skilvirkustu leiðina til að draga úr kostnaði að hagræða í útgerðinni. „Mesti kostnaðurinn er útgerðarkostnaður. Því þarf að skoða hvort hagræða megi á því sviði. Nota færri skip til að ná í aflann. Á móti kemur að olíuverð fer lækkandi sem dregur úr kostnaði.“ Uppgangur í ferskum þorski „Varðandi vinnsluna er þetta spurn- ing um að framleiða dýrari vöru og fá hærra verð á hvert kíló. Sú þróun sem við höfum séð í ferskum þorski undanfarin ár er til dæmis mjög já- kvæð,“ en fersk þorskflök og -bitar eru verðmætasti einstaki afurða- flokkurinn í greininni. Útflutningur á ferskum þorskflökum og -bitum hef- ur meira en tvöfaldast frá árinu 2008. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun megi enn gera betur þar sem afurðaverð þorsks á hvert hráefniskíló hafi lækk- að á síðustu árum. Það stóð í 412 kr/ kg árið 2012 en 380 kr/kg árið 2013. Þó nokkrar verðsveiflur hafa verið á mörkuðum. Miklu munar um verð- þróun á Frakklandsmarkaði sem er mikilvægasti markaður íslenskra fyrirtækja fyrir ferskar þorskafurð- ir. Á Frakklandsmarkaði fór meðal- kílóverð fyrir þorskhnakka (bita) úr 10 evrum árið 2011 í 7,5 evrur árið 2013 samkvæmt tölum frá Hagstof- unni. Skammtímagróði og óvissa Kristján segir erfiðara að spá fyrir um þróun á mörkuðum og jafnvel vara- samt að elta verð of mikið. „Það er ómögulegt að segja til um nákvæm- lega hvernig verð mun þróast á mörk- uðum. Íslensk fyrirtæki hafa í gegn- um tíðina verið of gjörn á að elta verð og skammtímagróða. Missa þannig markaðsstöðu. Þó eru nokkur fyrir- tæki sem standa sig mjög vel, halda góðu verði og sterkri stöðu á sömu mörkuðunum ár eftir ár.“ Ein helsta óvissan á næstu miss- erum er varðandi markaði fyrir upp- sjávarfisk þar sem Rússland er mikil- vægasta markaðssvæðið og Úkraína kemur næst í röðinni. Markaðssetja uppruna Þátt fyrir þessa óvissu og samdrátt í afla sér Kristján mikið tækifæri í því að huga að aukinni markaðssetningu í íslenskum sjávarútvegi. Markaðs- setja íslenska sérstöðu og aðgreina ís- lenskar vörur sem sé flókið en verðugt verkefni. „Uppsjávarfiskurinn er mikil magn vara og þar ertu oft með minni sérstöðu. Hinum megin, eins og í frysta bolfisknum, er Ísland yfirleitt með gott orð á sér og fær yfirleitt hátt verð. Ástæðan er jákvæð ímynd og vöruvöndun. En menn hafa samt ekki verið duglegir við að auglýsa eða Verða að bregðast Við n Samdráttur í afla n Mikil tækifæri í markaðsstarfi n Íslenskur uppruni ósýnilegur n Margföldun í útflutningi fersks þorsks Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is 25.000.000 20.000.000 15.000.000 10.000.000 5.000.000 0 Flök (Ísl) Bitar (Ísl) Flök (Ísl) Bitar (Ísl) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EUR / kg K g 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Aukningin hefur verið mjög mikil undanfarin ár. Útflutningur á ferskum þorskflökum og -bitum TölUr FrÁ HagSToFU ÍSlandS 19 95 Þú s. to nn 0 500 1.000 1.500 2.000 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 áæ tl un 20 15 sp á Heildarframboð sjávarfangs 1995–2015 Áætlað framboð 2014 og spá fyrir 2015 (tonn) HeiMild FacTS oF SeaFood / kriSTJÁn HJalTaSon Íslenskt? Vandasamt getur verið að tengja vöru við upprunaland en flestir í íslenskum sjávar- útvegi telja mikilvægt að vinna markvisst að því. Bjóða í afmælisveislu Íslandsfélag Rauða krossins fagnar þeim tímamótum mið- vikudaginn 10. desember að þá eru liðin 90 ár frá stofnfundi fé- lagsins sem fram fór í Eimskipa- félagshúsinu árið 1924 þar sem Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti lýðveldisins, var kjörinn formaður Rauða krossins. Rauði krossinn rekur allar sjúkraflutningabifreiðar á Ís- landi, heldur skyndihjálpar- námskeið og sinnir aðhlynningu í neyð. „Má þar nefna félagslega að- stoð til innflytjenda, aldraðra og annarra sem upplifa félagslega einangrun. Rauði krossinn veitir hælisleitendum og flóttamönn- um aðstoð og hefur frá 25. ágúst í ár annast allt málsvarastarf fyr- ir hælisleitendur. Athvörf eru rekin fyrir fólk með geðraskanir, Konukot er starfrækt fyrir heim- ilislausar konur og hjálparsím- inn 1717 hefur ófáum hjálpað,“ segir í tilkynningu frá samtök- unum. Að undanförnu hefur Rauði krossinn á Íslandi átt fulltrúa í Síerra Leóne þar sem ebólufar- aldur geisar, verkefni hafa verið rekin í Malaví og Sómalílandi þar sem komið hefur verið á fót heilsugæslu á hjólum og að- búnaður skólabarna hefur verið bættur. „Langtímaverkefni eru einnig í fullum gangi í Hvíta- Rússlandi, Kákasuslöndunum og í stríðshrjáðri Palestínu. Þá er ótalin neyðaraðstoð sem veitt var í formi mannafla og sér- fræðiþekkingar í Filippseyjum í kjölfar fellibylsins Haiyan.“ Starfsmenn Rauða krossins segja að án stuðnings frá ís- lenskum almenningi hefðu mörg verkefnanna aldrei orðið að veruleika og segja að íslenskir sjálfboðaliðar eigi skilið sérstakt þakklæti fyrir störf sín á undan- förnum 90 árum. Á þessum tímamótum býður Rauði krossinn til afmælisveislu í húsi félagsins við Efstaleiti 9 í Reykjavík á miðvikudaginn, 10. desember, og eru allir hjartan- lega velkomnir. Húsið verð- ur opið milli 14 og 18 og verð- ur kaffi og kræsingar í boði auk ýmissa uppákoma. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.