Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Side 26
Vikublað 9.–11. desember 201426 Sport S íðasta sumar mistókst Paris Saint-German að festa kaup á ónefndri stórstjörnu. Margir hafa nefnt vængmanninn Angel Di Maria sem lengi var orðaður við félagið áður en hann fór til Manchester United. Það hefur ekki fengist staðfest en það var hin nýja Financial Fair Play-regla sem kom í veg fyrir kaupin. Nú eru uppi tilgát- ur um að aðeins sé tímaspursmál hvenær reynt verður á lögmæti FFP fyrir dómstólum. Vefsíðan Bleach Report fjallar um málið og veltir upp þeirri spurningu hvort nýtt Bosman-mál sé í uppsigl- ingu. Jean-Marc Bosman var leik- maður sem höfaði mál fyrir dómstól- um sem gerbreytti leikmannamarkaði knattspyrnunnar til frambúðar og leyfði frjálsa sölu. Sem sagt, leikmenn gátu yfirgefið lið í lok samningstíma án greiðslu. Málið snerist einnig um frjálst flæði vinnuafls innan Evrópu- sambandsins og varð til þess að ekki var hægt að takmarka fjölda erlendra leikmanna frá Evrópusambandslönd- um. Sagt stop við PSG En aftur að FFP-málinu. PSG var við það að ganga frá kaupunum fyrir stjarnfræðilega upphæð og tryggja óþekktu stjörnunni ein hæstu laun- in í bransanum. En sem fyrr sagði braut það gegn FFP-reglum Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. PSG hafði þá þegar samþykkt að tak- marka hallarekstur sinn við 4,5 millj- arða króna, eða 30 milljónir evra. Fé- lagið átti einnig að vera rekið á núlli tímabilið eftir og sjá til þess að launa- kostnaður yrði ekki hærri en tímabilið 2013/2014. Allir aðilar málsins, PSG, leikmað- urinn og liðið sem vildi selja voru ósátt við niðurstöðuna. Þau ráð fengust frá lögfræðingum þeirra að láta reyna á málið fyrir dómstólum á svipuðum grunni og Bosman-málið var byggt á. Sem sagt lögunum um frjálst flæði at- vinnuafls og samkeppnislögum. Þrátt fyrir það varð ekkert um lög- sóknir. Ástæðan gæti meðal annars verið sú að Bosman eyddi mörgum árum í réttarsalnum og hafði sjálfur lítið upp úr því. Leikmaðurinn gæti því mögulega hafa óttast réttarhöld. Brot á lögum Í júní síðastliðnum birti lög- fræðingurinn Nicolas Petit, prófessor í lögfræði við háskólann í Liege í Frakklandi, grein þar sem hann fjall- aði um Financial Fair Play og nokk- uð líklegt að reglurnar brytu í bága við samkeppnislög ESB. Ef reglurnar yrðu kærðar þyfti framkvæmdastjórn ESB líklega að taka ákvörðun um hvort þær fengju að lifa eða ekki. Lögfræðingurinn sem rak Bosman-málið, Jean-Louis Dupont, hefur þegar farið með kvörtun fyr- ir framkvæmdastjórnina fyrir hönd leikmanns en henni var hafnað á þeim grundvelli að reglurnar fjöll- uðu um leiðina en ekki leikmenn- ina. Hann er því að undirbúa nýja kvörtun fyrir hönd stuðningsmanna PSG og Manchester City sem einnig hafa verið settar skorður á grundvelli FFP. Ótrúlegar upphæðir Forseti UEFA, Micel Platini, er harð- asti stuðningsmaður FFP enda reglurnar hans hugarfóstur. Þær eiga að koma í veg fyrir gífurlegan tap- rekstur stærstu liða heims og koma í veg fyrir þær ótrúlegu upphæð- ir sem sjást í viðskiptum með leik- menn. Árið 2011 töpuðu stærstu liðin í Evrópu samtals 1,7 milljörðum evra eða 2.600 milljarða króna. Þótti stjórnendum UEFA nóg komið en margir hafa fagnað reglunum. Í síðasta félagsskiptaglugga var eytt 2,8 milljörðum bandaríkjadala, eða um 290 milljarða króna. Alls 82 pró- sent þeirrar upphæðar var innan Eng- lands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar. 72 prósent af þeirri upp- hæð var svo eytt innan efstu deilda í löndunum fimm. Chelsea skiptir um taktík Chelsea er einn þeirra klúbba sem hefur til dæmis tekið málinu fagn- andi þrátt fyrir að vera það lið sem sennilega lagði grunninn að því um- hverfi sem verið er að vinna gegn. Liðið hefði lent í sömu vandræðum og nýju risarnir, PSG og City, ef Roman Ambramovich hefði keypt liðið árið 2013 en ekki 2003. Með tilkomu FFP og til þess að koma í veg fyrir endalausan taprekstur tók Chelsea upp nýja stefnu í leik- mannamálum sem felst í því að kaupa efnilega leikmenn í stórum stíl og lána þá áfram til seljandans eða annarra liða. Samkvæmt heimasíðu liðsins eru 19 slíkir leikmenn nú á lánssamn- ingum víðs vegar um Evrópu. Þeir sem komast svo ekki í liðið eru seld- ir. Til dæmis fékk Chelsea 40 milljón- ir punda fyrir þá Romelu Lukaku og Kevin De Bryune fyrir þessa leiktíð. Það er 2/3 af upphæðinni sem félag- ið greiddi fyrir Cesc Fabregas og Diego Costa. Bestu leikmenn úrvalsdeildar- innar hingað til og síðustu púslin sem þurfti til að koma Chelsea aftur á meðal þeirra allra bestu. Ásakanir um afskipti í Hollandi En ekki virðist allt slétt og fellt í þess- um málum hjá Chelsea. Hollenska knattspyrnusambandið rannsakar nú liðið Vitesse Arnheim en þangað hefur Lundúnarisinn lánað og keypt einnig ófáa leikmenn. Fyrrverandi eigandi liðsins, Mereb Jordania, hef- ur sakað Lundúnarisann um að hafa fyrirskipað að Vitesse skyldi forðast að komast í meistaradeildina árið 2013. Þá hafa forráðamenn Ajax haldið því fram að Chelsea hafi fyrirskipað að Marco van Ginkel yrði seldur til þeirra frekar en Ajax. Vitesse er nú í eigu Al- exander Chigirinsky sem er viðskipa- félagi Abramovich. Vilja banna TPO-viðskipti Það hefur verið gagnrýnt mikið að á sama tíma og setja eigi reglur um fjármál stórliða leyfist þeim að kaupa upp unga leikmenn í stórum stíl, lána til annarra liða og hreinlega ráðskast með heilu liðin. Jafnvel heilu deild- irnar. Ekki er útlit fyrir að tekið verði á þessu innan FFP en næst vill Platini nú bæta banni við svokölluðum TPO-viðskiptum. Það er að segja að bannað sé fyrir þriðja aðila að eiga „réttinn“ að leikmanninum. Slíkt hef- ur þegar verið bannað í Englandi eft- ir allt fjaðrafokið í kringum kaup West Ham United á þeim Carlos Tevez og Javier Mascherano á sínum tíma. TPO-viðskipti hafa reynst nokkrum liðum vel. Reyndar svo vel að Atletico Madrid tókst hið ómögulega í fyrra. Að ná spænska meistaratitlinum úr höndum Real Madrid og Barcelona þrátt fyrir að liðið sé bara með 1/10 af tekjum risanna. Þá tókst liðinu næst- um því að landa Meistaradeildartitl- inum líka. Einnig hafa FC Proto og Benfica náð frábærum árangri með því að styðjast við slík viðskipti. FIFA eru nú að fara að taka slaginn með UEFA og því ljóst að TPO-við- skipti eru á leiðinni út úr boltanum. Baráttan töpuð Þrátt fyrir að flestir telji mikla þörf fyrir fjárhagslegt aðhald stór- liða og ágæti FFP þá er allt útlit fyrir að þær muni ekki lifa meðferð dóm- stóla af. Þá er spurning hvort Platini og félagar eigi spil uppi í erminni eða hvort baráttan við peningaöflin sé endanlega töpuð. n Nýtt BosmaN-mál n Financial Fair Play ólöglegt? n PSG varð af stórstjörnu n Saka Chelsea um óheiðarleg vinnubrögð „High five“ fyrir Bosman! Tveir dýrustu leikmenn sögunnar, þeir Cristiano Ronaldo og Gareth Bale, eru eflaust þakklátir Bosman. Málið færði knattspyrnumönnum aukið vald í samningagerð. Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Roman Abramovich Sennilega á enginn einn meiri þátt í því að FFP-reglurnar voru teknar upp þar sem mörg lið fylgdu fordæmi Chelsea. Núna notast Chelsea hins vegar við nýtt viðskiptamódel og tekur FFP opnum örmum. Mynd ReuTeRS Angel di Maria Komu FFP-reglurnar í veg fyrir að Di Maria færi til PSG? Bosman-málið Upphaf Bosman-málsins má rekja til ársins 1990 þegar belgíski leikmaðurinn Jean-Marc Bosman hugðist söðla um leika í Frakklandi. Bosman lék með FC Liege í heimalandinu en hugðist fara til Dunkirk í Frakklandi. FC Liege stóð í vegi fyrir Bosman. Hann fór með málið fyrir dómstóla og lagði á endanum FC Liege, belgíska knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Með þessu gerbreyttist allt varðandi sölu og kaup leikmanna í Evrópu. Nú gátu leikmenn farið á frjálsri sölu þegar samningar þeirra runnu út. Þannig styrktist samningsstaða leikmanna gríðarlega auk þess sem þeir gátu gert samninga við önnur lið fram í tímann. Annað sem Bosman-málið breytti var að ekki var lengur hægt að takmarka fjölda erlendra leikmanna frá Evrópu- sambandslöndum. Málið breytti því landslagi knattspyrnunnar gríðarlega. í uppsigliNgu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.